Ólykt og jólalykt

Það er ekki lítið lagt á skynfæri óléttrar konur. Þau eru einstaklega næm eins og allir vita og í kvöld var reynt á þau til fullnustu. Rétt rúmlega 65 fermetra íbúðinni var breytt í vettvang fyrir heljarinnar skötuveislu og verandi sveitavargurinn sem ég er valdi ég þessa kasúldnustu þegar ég var að versla inn fyrir veisluna. Hafði sem betur fer vit á því að loka inn í svefnherbergin. Rétt áður en við byrjuðum að sjóða skötuna sprautaði kallinn á sig einhverjum rakspíra sem ég ekki fílaði og nú, þegar allt er afstaðið er ég laus við skötufýluna en til þess þarf maður að sjóða hangikjöt og ég er kafna úr hangikjötslykt.

Mér finnst skata æði og hangikjöt æði (og kallinn æði) en öll þessi lykt er alveg búin að gera mig ringlaða og ég er bara orðin þreytt í skilningarvitunum. Á morgun verður bara góð lykt og er tilbúin fyrir jólin. Á eftir að pakka inn einni gjöf, skipta um á rúmunum og fara í jólabað... svo held ég að þetta gerist bara.  Jólin koma og myndu koma jafnvel þótt ég sleppti þessu, það er bara eitthvað við bað og hrein rúmföt... sæluhrollur!

Á morgun verður kíkt í fleira en jólapakka. Litli pungur liggur eins og kjáni í bumbunni og við fáum aukasónar til að líta aðeins á hann og sjá hvernig þetta snýr allt saman. Ég var búin að spá því fyrir sjálfri mér að hann kæmi í heiminn á morgun... ég vona reyndar ekki!

Yfir jólin verðum við líka með frábæran shcaeffer í láni sem heitir Bekka og hefur bæði fengið þjálfun í að leita að fíkniefnum og fólki þótt hún starfi reyndar við hvorugt í dag. En það er ljóst að við hjónaleysin náum ekki að tapa okkur um jólin ef hundurinn fær einhverju að ráða. 

Gleðileg jól!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég sleppi þá að gefa þér hassmolann sem ég var búin að pakka inn handa þér :(

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 23.12.2008 kl. 23:42

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 23.12.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband