Óskhyggja óléttu konunnar

Ég er oft með rosa plön og yfirlýsingar - var t.d. búin að lofa öllum að kreppukróginn myndi mæta í þessari viku, viljugur eða óviljugur. Það var óþarflega mikil óskhyggja í mér. Í samráði við fæðingalækninn minn var ákveðið að gefa drengnum og náttúrunni smá séns til að hafa sína hentissemi. Það varð því úr að drengur verður sóttur í síðasta lagi 26. janúar EN... á morgun á samt að hreyfa við belgjum (ekki beljum), það er víst sæmileg aðferð við að koma krökkum á ferð. Mamma er líka mætt í bæinn til að nudda punkta og minn er að súpa á hindberjalaufste í gríð og erg með tilheyrandi klósettferðum. Mér leiðist að bíða.

Ég á afmæli á morgun... það gæti orðið stuð. Og ég verð 28 ára ekki 29!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

er ekki náttúran dásamleg :) geymdu eitthvað af hindberjalufsute ef ég lendi í sömu stöðu pls 

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 15.1.2009 kl. 15:41

2 Smámynd: Ómar Ingi

Þannig að barnið gæti dottið á morgun

Ómar Ingi, 15.1.2009 kl. 16:44

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Til hamingju með afmælið á morgun (ef ég skyldi gleyma að kíkja hér inn á morgun)   Gangi þér vel elskan.

Kristborg Ingibergsdóttir, 16.1.2009 kl. 00:07

4 Smámynd: Hafrún Kr.

Til hamingju með afmælið :)

Hafrún Kr., 16.1.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband