Gamla er komin á facebook. Ég sem ætlaði aldrei að fara á facebook! Sem betur fer gerði ég ráð fyrir því að ég skipti stundum um skoðun og var ekkert að fullyrða of mikið um það að ég ætlaði ALDREI á þetta fjandans facebook... það hefur nefnilega komið í ljós að þetta er bara svolítið skemmtilegt. Ástæðan fyrir því að ég ætlaði aldrei á facebook er sú að ég skráði mig einu sinni á myspace og skildi aldrei hvernig það virkaði, fékk bara ástarbréf frá ástsjúkum afríkubúum sem sögðu að ég minnti á látna unnustu sína, og ég hélt að fésbókin væri alveg eins. Ég hafði alveg rangt fyrir mér.
En á mínu heimili líða dagarnir hver af öðrum í unaðslegri ró. Gærdagurinn var samt mjög bissí því hann fór allur í að kaupa inn, baka og þrífa í tilefni þess að ástin mín átti afmæli. Náði að koma honum skemmtilega á óvart með heimabakaðri súkkulaði-tarte sem hann átti sko ekki von á. Uppskriftina má finna í kökublaði Gestgjafans 2008.
Litli drengurinn vex og dafnar með hraða ljóssins og er ótrúlega þægur og góður. Svaf t.d. í 7 tíma síðustu nótt, geri önnur 5 vikna gömul börn betur!
Næst á dagskrá er semi-reunion partí með gömlu gaggafélögunum. Líklega fámennt en afskaplega góðmennt partí og hrikalega skemmtilegt fólk á ferðinni. Og ég hefði ekki mætt ef ekki væri fyrir facebook. Sjúbbídú!
Athugasemdir
Sko kellu
Ómar Ingi, 6.3.2009 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.