Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Lífstíll | 4.11.2008 | 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er fullt af fólki sem heldur að ég leggi stund á heilbrigðan lífsstíl og borði bara það sem er "hollt" afþví að það vill svo skemmtilega til að maturinn minn inniheldur mikið af grænmeti. Þetta sama fólk fær síðan sjokk þegar það sér mig setja majónes, beikon og smjör út á matinn minn og missir andlitið þegar ég segi því hversu mikið af diet-gosi ég drekk daglega.
Í mínu mataræði er hins vegar ekki lögð nein áhersla á lífræna ræktun, eiturefnafrítt fæði og lágt fitu eða kólesterólinnihald matvæla, ég vel t.d. alltaf nýmjólk, fullfeitt majónes og borða mikið af beikoni, maturinn minn má meira að segja innihalda MSG. Ég kaupi heldur ekki lífrænt ræktað grænmeti nema það henti mér sérstaklega, ég steiki og brasa matinn minn og mér er alveg sama þótt þessi týpa af olíu sé hollari en hin og oxist ekki við ákveðið hitastig og svo á ég það til að hella gerfisykri yfir allt saman.
Það sem ég sleppi úr fæðunni minni eru einföld kolvetni á borð við hveiti og sykur og ég vigta hann og mæli til að fá örugglega nóg að borða og til að borða örugglega ekki of mikið. Flestir halda að þetta tengist hollustuátaki en það er ekki þannig. Ég sleppi þessum ákveðnu fæðutegundum vegna þess að ég er fíkill og ræð ekki við það magn sem innbyrði af þeim. Það sem ég borða vigta ég vegna þess að ég er líka fíkin í magn og þarf að stjórna því ofan í mig því ef maturinn er góður á bragðið þá borða ég of mikið. Ég get ekki stjórnað því sem ég borða sjálf. Þetta tengist hollustu ekki neitt nema ef hollustan er í þeim skilningi að ég er ekki að drepa mig með mat. Það er óhollt að vera í yfirþyngd, það er óhollt að borða einhæfa fæðu, það er óhollt að borða of mikinn sykur og of mikið hveiti og of mikinn mat en með matarplanið og vigtina af vopni get ég lifað í sátt og samlyndi við matinn án þess að borða of mikið af einu á kostnað einhvers annars.
Öll þessi "hollusta" sem tröllríður samfélaginu okkar; spelt, lífrænt, gróft, hráfæði, ósaltað, fitulaust, án msg, án glútens, olíur sem oxast ekki, bannað að nota aspartame, bannað að djúpsteikja osfrv. er engin hollusta fyrir mér. Ég fylgi engum af þessum reglum "hollustuhreifingarinnar" en tekst samt að halda mér heilbrigðri, mun heilbrigðari en ég var þegar ég drakk ekki aspartame-drykki, borðaði aðeins beikon á tyllidögum og drakk undanrennu. Ég kýs því að halda mig við "óhollustuna" og vigta hana ofan í mig.
Lífstíll | 3.11.2008 | 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)