Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Gætið þess að halda stuðningi almennings

Ég ætla að byrja á að taka það fram að ég styð þessi mótmæli, ég styð baráttumál bílstjóranna og ég vona að þeim takist að fá stjórnvöld til að lækka álögur á bensín og olíu, koma hvíldaraðstöðunni í lag og allt það. Mér finnst meira að segja ákveðinn ljómi yfir því að stoppa umferðina, svona franskur sjarmi og kominn tími til að einhverjir mótmæltu af alvöru.

EN ... það sem ég sá í fréttunum í gær var svolítið sláandi, að tefja umferð til Keflavíkur, að meina fólki að komast framhjá með því að leggjast á vegabrúnirnar og berja í hliðina á bíl sem var að lauma sér framhjá - hvaða hagsmunabaráttu er það að þjóna? Mest varð mér samt brugðið yfir aumingja konunni sem öskraði að pabbi sinn væri að fá hjartaáfall. Mikið fann ég til með henni.

Augljóslega er hiti í mönnum en þeir verða að gæta þess að missa ekki stuðning almennings. Mér fannst flottara hvernig bílstjórarnir á Akureyri fóru að þessu, í samráði við lögreglu en samt að standa sína pligt, mótmæla og minna á að það er ekki enn búið að laga þetta.

Nú skilst mér að lögreglan meini vörubílum aðgang að miðbænum eða svæðinu í kringum alþingishúsið. Svolítið skrítið að alþingismenn og látið fólk njóti meiri verndar fyrir mótmælaaðgerðum en "venjulegt" fólk. En þá er bara að girða miðbæinn af með vörubílum, það er alveg hægt og einmitt án þess að loka af þessum margumtöluðu sjúkraflutningaleiðum. Einnig væri hægt að loka umferð í götum nálægt heimilum Alþingismannanna. Vekur meiri athygli þeirra og minni andúð almennings sem er bara að reyna að komast í gegnum daginn.

Áfram barátta!


mbl.is Buðu lögreglu upp á kaffi og vöfflur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband