Færsluflokkur: Lífstíll
Gamla er komin á facebook. Ég sem ætlaði aldrei að fara á facebook! Sem betur fer gerði ég ráð fyrir því að ég skipti stundum um skoðun og var ekkert að fullyrða of mikið um það að ég ætlaði ALDREI á þetta fjandans facebook... það hefur nefnilega komið í ljós að þetta er bara svolítið skemmtilegt. Ástæðan fyrir því að ég ætlaði aldrei á facebook er sú að ég skráði mig einu sinni á myspace og skildi aldrei hvernig það virkaði, fékk bara ástarbréf frá ástsjúkum afríkubúum sem sögðu að ég minnti á látna unnustu sína, og ég hélt að fésbókin væri alveg eins. Ég hafði alveg rangt fyrir mér.
En á mínu heimili líða dagarnir hver af öðrum í unaðslegri ró. Gærdagurinn var samt mjög bissí því hann fór allur í að kaupa inn, baka og þrífa í tilefni þess að ástin mín átti afmæli. Náði að koma honum skemmtilega á óvart með heimabakaðri súkkulaði-tarte sem hann átti sko ekki von á. Uppskriftina má finna í kökublaði Gestgjafans 2008.
Litli drengurinn vex og dafnar með hraða ljóssins og er ótrúlega þægur og góður. Svaf t.d. í 7 tíma síðustu nótt, geri önnur 5 vikna gömul börn betur!
Næst á dagskrá er semi-reunion partí með gömlu gaggafélögunum. Líklega fámennt en afskaplega góðmennt partí og hrikalega skemmtilegt fólk á ferðinni. Og ég hefði ekki mætt ef ekki væri fyrir facebook. Sjúbbídú!
Lífstíll | 6.3.2009 | 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dóttir mín er að skoða íslenskuna þessa dagana og nota orð sem hún kann ekki eða skilur ekki alveg, stundum með skondnum niðurstöðum. Hér eru orð dagsins og gærdagsins:
"Ég vil ekki borða þrjóskið" - brjóskið á kjúklingaleggnum eitthvað að þvælast fyrir.
"... Var það út af ástinni ungu sem ég ber, eða var það fryggðin sem kallaði að mér" - Stóð ég úti í tungsljósi í alveg nýju ljósi.
Lífstíll | 17.2.2009 | 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
"Bandaríski tyggjóframleiðandinn Wrigley's hefur sagt upp auglýsingasamningi við rapparann Chris Brown tímabundið eftir að hann var handtekinn fyrir að beita kærustu sína, söngkonuna Rihönnu, heimilisofbeldi."
Frekar skondið orðalag, þau voru ekki einu sinni heima hjá sér. Má ekki bara segja að hann hafi beitt hana ofbeldi - þarf þetta að kallast "heimilisofbeldi" vegna þess að þau eru kærustupar og er um eitthvað öðruvísi barsmíðar að ræða, var kannski ást í hverju höggi?? Heimilisofbeldi er greinilega ekki bundið við heimilið heldur makann og þar með ekki hægt að flokka þetta atvik hreinlega undir "vegaofsa" (rode rage). Þetta þýðir líklega að ofbeldi gagnvart fólki sem maður er ekki að sofa hjá reglulega er bara venjulegt ofbeldi eða kannski "kynbundið ofbeldi" ef það er af hinu kyninu?
Merkilegt að enn fyrirfinnist menn sem halda að það sé í lagi að tuska konurnar sínar til ef þær eru ekki að haga sér eins og þeim hentar, vona að hún lögsæki hann fyrir allan peninginn.
Auglýsingasamningi Brown sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 10.2.2009 | 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gæinn er mættur í bæinn.
Fæddur 30.01.09 kl. 00:53, 17 merkur og 54 cm.
Hann er fallegasta mannveran á jörðinni - og þótt víðar væri leitað.
Ég er að jafna mig eftir keisarann heima.
Framhald síðar.
Lífstíll | 2.2.2009 | 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Jebb - bloggleti afsakast ekki af bleyjuskiptum, brjóstagjöf eða sjúkrahúslegu. Átti pantað í keisara í fyrramálið (mánudagsmorgun) en svo snarsnérist mér hugur og ég ákvað að gera hvað sem er til að sleppa við aðgerð og reyna að frussa þessu út úr mér "eau natural". Stráksi fær því framlengdan frest til að láta sjá sig og meiri tíma til að pína þreytta móður sína. En þessi vika er líka "IT" því verði hann ekki kominn á fimmtudaginn verður skellt sér í gangsetningu sem vonandi tekst betur en síðast. Hún verður líka náttúrulegri en síðast því það má ekki gangsetja konur eins og mig með neinum látum, nei nei, í staðinn verður notuð "blaðra", og vegna þess að bloggvinir mínir eru eðlilegt fólk í flestum tilvikum þá ætla ég að láta nánari lýsingar eiga sig. Það hafa nefnilega ekki allir áhuga á því að lesa um leghálsa, útvíkkun og sprengingar á belgjum, skrítið?!
Jæja minnst 5 dagar í drenginn, það er þó eitthvað sem hægt er að segja með vissu. Sá mynd af mér áðan síðan í febrúar á síðasta ári og fékk eiginlega hálfgert sjokk yfir því hvað ég var mjó, það er ótrúlegt hversu mikið maður tapar raunveruleikaskyninu þegar maður er óléttur, mér er farið að finnast þetta eðlilegt ástand. Hlakka samt til að geta snúið mér í rúminu og farið fram úr án þess að jarma.
Lífstíll | 25.1.2009 | 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Og já þetta er myndlíking. Það varð ekkert úr beljuhreyfingum í morgun þar sem líkaminn minn sýnir þess engin merki að það sé von á einhverju barni á næstunni. Það var því sár og svekkt verðandi móðir sem gekk út af landsanum í morgun með mjög svo óhagstæðan legháls og óhreyfða belgi. Konur með einn í útvíkkun ættu að fá miklu meiri samúð en konur með 3 og yfir, þær eru þó nær takmarkinu en hinar fyrrnefndu.
Ég á afmæli í dag og ég vil fá hríðir og útvíkkun í afmælisgjöf.
Lífstíll | 16.1.2009 | 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég er oft með rosa plön og yfirlýsingar - var t.d. búin að lofa öllum að kreppukróginn myndi mæta í þessari viku, viljugur eða óviljugur. Það var óþarflega mikil óskhyggja í mér. Í samráði við fæðingalækninn minn var ákveðið að gefa drengnum og náttúrunni smá séns til að hafa sína hentissemi. Það varð því úr að drengur verður sóttur í síðasta lagi 26. janúar EN... á morgun á samt að hreyfa við belgjum (ekki beljum), það er víst sæmileg aðferð við að koma krökkum á ferð. Mamma er líka mætt í bæinn til að nudda punkta og minn er að súpa á hindberjalaufste í gríð og erg með tilheyrandi klósettferðum. Mér leiðist að bíða.
Ég á afmæli á morgun... það gæti orðið stuð. Og ég verð 28 ára ekki 29!
Lífstíll | 15.1.2009 | 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég held að myndin sem ég ætlaði að birta hafi verið eitthvað vernduð og þess vegna gat hún ekki birst en nú er ég loksins búin að taka myndirnar af kortinu í vélinni svo ég get sýnt ykkur jólakúluna mína.
One hot mama coming up:
Lífstíll | 8.1.2009 | 23:03 (breytt kl. 23:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Svona í tilefni af því að jólin eru búin þá ætla ég að skella inn myndinni af jólakúlunni.
Frekar "hot mama" á ferðinni þótt ég segi sjálf frá!
Lífstíll | 8.1.2009 | 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég veit ekki hvernig mér datt í hug að það væri sniðugt að eiga von á barni í janúar. Veisluhöld jólanna eru nýafstaðin og maður hefði haldið að rólegir janúardagar tækju við en nei. Þann 3. janúar 2003 var dóttirin víst sótt og því þarf að halda upp á áfangann og nú með tveimur veislum og tilheyrandi bakstri. Þessu er ég að standa í með bumbuna út í loftið; baka súkkulaðikökur, litaflokka m&m og þeyti svo rjóma, kallinn þeysist um með ryksuguna í annarri og klósettburstann í hinni um leið og hann hugar að hangikjötinu.
Annars er svolítið magnað að vera hömlulaus ofæta og geta setið fyrir framan sjónvarpið og flokkað gríðarlegt magn af m&m án þess að éta það og hræra kökudeig án þess að sleikja hrærarann, sleikjuna, skálina og auðvitað puttana. Þetta hefur ekkert með sjálfstjórn að gera, ég er ekkert að halda mér í og rugga mér í huganum yfir því hvort ég ætti að fá mér.. ætti ekki að fá mér... ætti að fá mér... ætti ekki að fá mér... bla bla bla. Ég hef fengið algjöran frið í hugann, frið frá þráhyggjunni gagnvart matnum, frið fyrir sjálfri mér. Þetta á ég 12 spora leiðinni og æðri mætti að þakka... takk fyrir mig!
Afhverju er ekki hægt að kaupa svona æðislega psycadelic m&m á Íslandi og fyrirfram litaflokkað, það væri náttúrulega best.
Lífstíll | 7.1.2009 | 01:04 (breytt kl. 01:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)