Færsluflokkur: Lífstíll

Skólastelpupirr

Stóra stelpan mín er að fara í nýjan skóla í haust - aftur. Aftur afþví að hún fór í Ísaksskóla síðasta haust.

Í dag, í góða veðrinu, sem by the way var eini almennilegi frídagurinn hjá kallinum áður en hann fer að vinna -  þurftum við sum sé að sitja inni og hlusta á tveggja klukkustunda kynningu um skólastarfið. Sem hefði auðvitað verið allt í lagi í sjálfu sér ef þetta hefði ekki verið svona laaaaangt og mikið af óþarfa upplýsingum. Hvaða sex ára krakkar eru t.d. farnir að spjalla á netinu með msn eða blogga? Og afhverju þarf ég þá að sitja í gegnum hálftíma glærushow um netöryggi? Ég er alveg öll fyrir netöryggi en fannst þetta bara fullsnemmt og mikill óþarfi akkúrat þarna. ÞAr að auki lásu allir bara af glærunum sínum svo upplýsingarnar hefðu alveg eins getað komið í pósti bara. 

Já þetta er ekkert mikið pirr, var bara pirruð að þurfa að sitja þarna svona lengi, hafði planað daginn í allt annað en þetta rugl þó auðvitað sé gott að koma og skoða skólann og sjá og heyra um starfssemina. Og var meira pirruð á öllu þeim óþarfa upplýsingar sem þessum tveim tímum var eytt í og til marks um það hvað þau eyddu miklum tíma í óþarfa rugl var að kynning á einhverju hegðunarkerfi komst ekki að út af hinu bullinu. 

Lýst annars rosa vel á nýja skólann, held og hef heyrt að þetta sé góður skóli og hlakka til að stelpurófan mín fari í 1. bekk. 


Dagbók barnsins

Ef börn gætu skrifað sína eigin dagbók myndi færsla dagsins hjá mínum hljóma eitthvað á þessa leið:

"Kæra dagbók

Uppgötvaði í morgun að ég er með tær. Starði á þær í forundran í svolitla stund og mamma reyndi að hjálpa mér að ná þeim en þær hurfu samt alltaf aftur. Reyndi svo eftir fremsta megni að halda mér vakandi til að missa örugglega ekki af neinu og náði þess vegna góðu spjalli við ömmu seinni partinn, hún er mjög fyndin. Mamma gaf mér brjóst."

 

Litla syss (3 ára) átti svo gullmola dagsins. Hún var bleiku í PUMA pilsi sem ég var að hrósa henni fyrir og hún svaraði stolt að þetta væri "köttapils".

 

puma

 


Rökhugsun 6 ára barns

Dóttir mín átti móment í dag.

Hún er orðin nógu gömul til að fá að fara ein út á róló og í dag var sannarlega veðrið og tækifærið til. Hún ákvað að safna kuðungum og skeljabrotum úr mölinni og kom hlaupandi inn til að biðja um krukku til að setja þetta í sem ég útbjó snarlega handa henni úr botninum á 1/2 l gosflösku. Stuttu síðar kom hún aftur og sagðist nauðsynlega þurfa að búa til miða svo hún gæti beðið um aðstoð við að tína kuðungana. Hún settist niður og skrifaði í flýti "VILL! EIHVER! HJÁLPA! MÉR! Að! TÍNA! KUðÚNGA!" og undir þetta skrifaði hún nafnið sitt.

Samtalið um miðann var um það bil svohljóðandi eftir að hún var búin að ná upp úr mér hvort það væri K í einhver, J í mér og fleira í þeim dúr:

Ég: Afhverju geriru alltaf upphrópunarmerki á eftir hverju orði?

M: Afþví að ég er að kalla þetta.

Ég: Hver á lesa miðann?

M: Enginn, ég ætla að kalla þetta svona: "Vill einhver hjálpa mér að tína kuðunga!!" og halda á miðanum á svona tréspítu.

Ég: En afhverju þarftu þá miðann, getur fólk ekki bara heyrt hvað þú ert að segja?

M: Jú en ég vil hafa miðann svo þau haldi ekki að ég sé að ljúga.


Útskýringar óskast

Mér finnst þetta mál með ólíkindum. Er ég að skilja það rétt að Kaupþing fær GEFINS alla viðskiptavini Spron ásamt innistæðum þeirra og öllu batteríinu en vilja svo ekki skila pakkanum afþví að þeir hafa ekki efni á því? Fóru einhverjir peningar þarna á milli í alvöru? Og afhverju gat Spron ekki orðið "nýji Spron" eins og hinir bankarnir - afhverju fékk Kaupþing allt dótið?


mbl.is Kaupin ganga vonandi eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég elska ...

hádegismatinn minn. Þá fæ ég mér beikonsalat með sætum gulrótum, majó og smátt söxuðum jalapeno. Svo fæ ég mér mjólkurkrap í eftirmat og hef kanilepli með.

Þetta er algjörlega uppáhaldsmáltíðin mín yfir daginn. Lifi fyrir hana og er búin að fullkomna hana út í eitt fyrir mig.

Er svo þakklát fyrir að geta borðað svona mat á hverjum degi, án þess að þjást af samviskubiti eða sjálfsfyrirlitningu og fitukomplexum. Það hefði ekki verið mögulegt fyrir 2 1/2 ári síðan jafnvel þótt máltíðin hefði verið nákvæmlega sú sama, hugsunin hefði verið "hvað með fituna í beikoninu, hvað með olíuna á gulrótunum, hvað með majónesið, hvað með aspartamið, ó nei þetta grænmeti er ekki lífrænt!????"

Í dag hef ég ramma þegar kemur að matnum og svarið er bara "HVAÐ MEÐ ÞAÐ!" - ég má borða góðan mat aftur og aftur og aftur og ég má njóta þess. Fyrir það er ég þakklát.

 ---

 

Allir sem vettlingi geta valdið og langar að hjálpa mér að eignast nýja fartölvu geta farið inn á www.kupon.is  > hönnunarkeppni  > síða 34 og kosið myndina mína "öndin í lampanum". andaÍ keppninni gildir að fá sem flesta til að kjósa sig (alveg eins og í pólitíkinni) svo notið allar tölvur sem þið komist í. *hvolpaaugu*

 


Í öllum bardögum...

verður að hafa hlé. Vona að hún gefi þennan slag og mæti ekki aftur í næstu lotu nema hún hafi í hyggju að berja frá sér.

Líklegt þykir að Brown muni ekki ríða feitum hesti frá þessu máli. Hvort sem þau byrja saman eða ekki þá er hann hér með "wifebeater" og hvað sem tónlist hans líður þá hefur ímynd hans beðið slíka hnekki að stórfyrirtæki munu ekki ráða hann í auglýsingaherferðir (búið er að taka "got milk" plagatið með honum úr umferð) eða nota tónlist eftir hann í auglýsingar sínar, fyrir utan allan þann fjölda sem mun forðast að kaupa tónlist eftir hann. 

Merkilegra er samt að fyrirtækin sem Rihanna er "andlit" fyrir eru að spá í að segja upp eða sleppa því að endurnýja auglýsingasamninga við hana ef hún heldur áfram að vera í sambandi við Brown. Sem þýðir, hreint út sagt, að kona sem er barin og fer aftur til mannsins sem beitir hana ofbeldi er verðlaus. Orðspor hennar veltur sem sagt á því hvort hún heldur áfram að vera með Brown eða ekki.  

 


mbl.is Rihanna og Chris taka hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nammiormar

Ég á bágt með að trúa því að manneskja sem velur sér sjálf úr nammibar sjái ekki orma um leið og hún setur í pokann. En jafn ógeðslegt og það nú hljómar þá gæti maður nú samt trúað því að ýmis óáran leyndist í nammibörum landsins, og ekki bara í Hagkaupsverslunum. Þetta á sérstaklega við um neðstu hillurnar sem smábörnin ná til. Stundum þurfa þau að smakka og ef þau fíla það ekki þá skila þau því sjálfsagt bara til baka. Kannski ætla þau að vera voða góð og hjálpa til og tína sælgæti upp úr gólfinu og setja í dallana aftur. Sum voru að bora í nefið (eða kannski rassinn) áður en þau fengu sér að smakka. Og þetta á auðvitað ekkert bara við um smábörn, fullorðnir geta verið alveg jafn subbulegir, jafnvel enn subbulegri.

Þetta er auðvitað heimskan á bak við þessa bari. Sauðsvartur almúginn fær að valsa um þá eins og þeim sýnist, smakka, snerta og stunda sína subbuhætti í kringum óvarið sælgætið. Krakkar sem haus geta haldið ná upp í a.m.k. neðstu dallana og geta setið slefandi yfir þeim á meðan foreldrarnir sjá um að moka í pokana í leiðslu sem varla er hægt að kalla annað en "feeding frenzy". Þannig dreyfast bakteríur, vírusar og alls kyns drulla á allar hæðar nammibarsins, bakteríur hafa nú alltaf verið hrifnar af sykri ekki satt? Fólkið fer heim úr búðinni og skolar vínberin sem það keypti í grænmetisdeildinni afþví að "það gæti verið skítugt" en hámar svo í sig skítinn úr nammibarnum með bestu lyst.

 


mbl.is Engin kvörtun um maðka í nammibar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Catch 22

Ég er á móti getnaðarvörnum og kynlífi fyrir giftingu.

Ég er líka á móti fóstureyðingum.

Táningsdóttir mín eignaðist barn utan hjónabands og er meira að segja hætt með pabbanum.

Hún segir að skírlífi fyrir hjónaband sé ekki alveg raunhæft.

Ég er eiginlega sammála henni.

Ég ætla að starta einhverri umræðu og reyna að koma í veg fyrir þunganir fyrir hjónaband.

En ég er á móti getnaðarvörnum.

Svo krakkar verða að vera skírlífir áður en þeir gifta sig ... sem er samt ekki alveg raunhæft.

Æjj best að fara bara út að skjóta eitthvað lifandi.

Ég er samt á móti fóstureyðingum - lífið er heilagt!


mbl.is Samkomulag um sambandsslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar eru náttúrulega eins og þeir eru...

... misjafnir eins og þeir eru margir en á móti kemur að þetta er líka að gerast hér á Íslandi. Ekki nóg með að almennilegur matur kosti mikið, úrvalið er takmarkað og oft má efast um ferskleikann. Heilsuleysi kostar þjóðfélagið ótrúlegar upphæðir og á meðan lýðheilsustöð hvetur fólk til að borða "fimm á dag" hef ég ekki séð ríkið gera neitt til að gera aukna neyslu á grænmeti og ávöxtum að fýsilegum kosti fyrir venjulegt fólk.

vegetables


mbl.is Holl fæða of dýr í kreppunni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að tapa því sem maður á ekki?

Ég er orðin ótrúlega þreytt á þessum þykjustu-peningum. Peningar sem eru bara til afþví að einhver segir að þeir séu til. Peningar sem enginn hefur í alvörunni séð og enginn mun nokkurn tíma sjá. 

Ef ég kaupi hlutabréf fyrir 500 krónur og eftir 3 mánuði eru þau orðin 5000 króna virði (kannski vegna þess að ég fiffa eitthvað til en höfum ekki hátt um það) þá má segja að ég hafi grætt 4500 krónur EF ég sel bréfin. Ef ég sel ekki bréfin og markaðurinn fellur á 4. mánuðinum og hlutabréfin reynast verðlaus eftir það, hvað er ég þá búin að tapa hárri upphæð? Tapar maður peningum sem eru bara til í orði og getur maður tapað meira á hlutabréfum en maður leggur í þau?? Tapaði ég í raun ekki bara 500 kallinum því ég átti aldrei 4500 kallinn?

ISK_500

 


mbl.is Ungir milljarðarmæringar hafa tapað þriðjungi auðæfa sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband