Ég er búin að velta því fyrir svoooo lengi hvort ég ætti að byrja aftur að blogga og nú ákvað ég bara að láta verða af því. Ég veit ekkert hversu virkt þetta verður en ég finn hjá mér þörf til að allavega opna blogg og svo sé ég bara hvert þetta leiðir. Er búin að biðja nokkrar sætar um að gerast bloggvinir mínir og vona að ég verði samþykkt.
Fyrsta færslan er til heiðurs Ellu Siggu minni sem á afmæli í dag. Hún er búin að vera 29 ára í nokkur ár og verður það aftur í dag. Hún lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 26 samt en einu sinni leit hún út fyrir að vera 39, hún eldist aftur á bak s.s. Hún er fjölhæf móðir drengs og kattar og nú nýverið bættist kærasti inn á heimilið en það sem er mikilvægast af öllu er að hún vigtar og mælir matinn sinn og er almennt til friðs og hún nennir að tala við mig um allt og ekkert í marga klukkutíma þegar svo ber við.
Til hamingju með afmælið Ella mín - rock on with yo bad self!
Af mér er það að frétta að lífið er á hold þar til ég næ að klára að þýða kaflana sem ég tók að mér í stóru matreiðslubókinni sem kemur út um næstu jól. Tók að mér að þýða rúmlega 400.000 slög... og kann ekkert að útskýra það betur en það er allavega fjandans slatti.
Fyrsta bloggið komið að endapunktinum. punktur.
Athugasemdir
takk ástin mín, ég er mjög stolt að þú skyldir velja afmælisdaginn minn til að byrja að blogga
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 17.3.2008 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.