Og allt í læstri dagskrá

Ég er ótrúlega svekkt út í stöð2sport fyrir að endursýna ekki kappaksturinn í opinni dagskrá. Þeir gerðu það síðustu helgi og það hefur greinilega bara verið eitthvað trix því í dag voru þeir greinilega ekki á þeim buxunum að gera aðdáendum formúlunnar neina greiða. Þetta stangast algerlega á við yfirlýst markmið þeirra um að kaupin á sýningarrétti F1 hafi ekki verið gerð með áskriftarsöfnun í huga heldur vegna auglýsingatekna. Það hlýtur að vera hagur auglýsenda að vörur þeirra og þjónusta séu sýndar í opinni dagskrá um hádegisbil en ekki bara á ókristilegum tíma að næturlagi. Skamm skamm stöð tvö sport.
mbl.is Ferrari einokar fremstu rásröð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Guð minn góður ... eftir öll þessi ár ... er ég að komast að því að þú ert formúlunörd ... því miður ... þetta samband er búið ...

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 22.3.2008 kl. 18:05

2 Smámynd: Marilyn

Nei þú misskilur... nei ég er ekki.... nei Ella....

ég er sko áhugakona um formúlunörd - en ekki formúlunörd sjálf. Ef kallinn er ekki glaður þá er lítil von til að frúin verði það, þú skilur! ;)

Æj já ok - ég er formúlunörd - ég heiti Guðrún og ég horfi á Formúluna. Ég heiti Guðrún og ég veit hver Coulthard er. Ég heiti Guðrún og ég held með McLaren. Ég heiti Guðrún og mér finnst Alonso sætur. Ég heiti Guðrún og ég hef farið til útlanda til að horfa á Formúluna.

Ég viðurkenni það - ég á við þetta vandamál að stríða. En þetta er það eina. Það er ekki eins og ég horfi á enska boltann, meina þetta er bara smávægilegt... er það ekki?

Marilyn, 22.3.2008 kl. 20:00

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þetta er ástæðan fyrir því að ég er hættur að horfa á formúluna...

Ef þetta er ekki nógu skýrt þá tek ég fram að sú ákvörðun var tekin hjá mér að hætta að horfa á formúlu 1 þegar stöð2 fékk sýningarréttinn, nóg er nú peningaplokkið í þjóðfélaginu að maður fari ekki að borga fleiri áskryftir en þessa sem maður er dæmdur til vegna eignar á sjónvarpstæki.

Ólafur Björn Ólafsson, 22.3.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • anda
  • boom
  • ...img_1880
  • ...1810_767256
  • Jólakúla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband