Sumarið er tíminn

Það er löngu kominn tími á nýja færslu en ég hef bara ekki viljað láta minningargreinina um Laikuna mína detta niður. Elska að horfa á myndirnar af henni og langar að nota tækifærið og þakka öllum fyrir fallegu kveðjurnar, mér þykir mjög vænt um þær.

Ég eyddi sumardeginum fyrsta í nánast ekki neitt. Það er sjaldan sem maður getur sagt að maður hafi  gert ekkert, yfirleitt hefur maður hangið í tölvunni, horft á sjónvarpið, sofið, farið í heimsókn eða lesið blöðin þegar maður segist hafa gert ekkert en ég gerði ekkert af þessu. Ég lét plata mig í að vera aukaleikari í sjónvarpsauglýsingu í dag og var á "settinu" frá 10 í morgun til 20:30 í dag. Lærði mjög skemmtilegt kvikmyndatöku-lingó eins og t.d. "hár í geitinu", "tékka á geitinu", "aksjón", "sami bissniss", "flagg" og margt fleira skemmtilegt. En þar sem ég er eiginlega bara "mannleg uppfylling" í auglýsingunni þá fór mikill hluti af þessum rúmu 10 klukkutímum í það að sitja og bíða og gera ekkert. 

Ég leik samt mun stærra hlutverk í auglýsingunni en tökuliðið grunar því enginn virtist fatta að vikublaðið sem aðalleikkonan heldur á í einu atriðinu er með mynd af mér utan á. Það var mjög fyndið og skemmtilegt að standa nálægt fólki sem var að lesa um mig og benda á myndir af mér þegar ég var feit og fatta ekki að ég sat svona 3 metra í burtu og ég var ekkert að vekja athygli á því.

Nú bíður mín vigtaður og mældur kvöldmatur því auðvitað, þrátt fyrir að hafa ekkert gert í dag, borðaði ég tvær vigtaðar og mældar máltíðir og ætla nú að fara að slátra þeirri þriðju.

Gleðilegt sumar! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Sumarið M

Ómar Ingi, 24.4.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Helga Dóra

Veri þér að góðu, takk fyrir síðast.... Hlakka til næst......... Alltaf verið draumur hjá mér að leika eitthvað...... Knús

Helga Dóra, 24.4.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Hafrún Kr.

ú mín bara að verða heimsfræg á Íslandi hehe.

Gleðilegt sumar og njóttu þess að vera til og að vera í fráhaldi :) 

Hafrún Kr., 24.4.2008 kl. 22:41

4 Smámynd: María

Geggjað, það verður gaman að sjá þessa auglýsingu, með ykkur hetjunum.  Gleðilegt sumar skvísa

María, 24.4.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband