Hvaða dagur er eiginlega í dag?

Svona frídagur inni í miðri viku er náttúrulega bara rugl. Ég tók að mér vinnu síðasta fimmtudag þannig að ég á ekki að venjast svona fimmtudagsfríi og allan daginn leið mér eins og það væri föstudagur, laugardagur og aðallega sunnudagur. Í dag er ss. mánudagur hjá mér og búist er við enn meira rugli um helgina því svo verð ég í fríi á mánudaginn því ég er að fara austur á Höfn á Hornafirði á jarðarför.

Dagurinn í gær var líka svo týpískur sunnudagur, vinna daginn eftir, við kallinn þrifum alla glugga, fór með dótturina í sund og bara almenn kósíheit. Samt var fimmtudagur og ég er bara ekki enn búin að ná mér að hafa bara fengið eins dags helgi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Það er góður dagur í dag Flöskudagur

Ómar Ingi, 2.5.2008 kl. 17:14

2 Smámynd: María

Úff, hvað ég kannast við þetta, og ég er glöð að ég er ekki sú eina.  Það er merkilegt að einn dagur, geti verið fimmtudagur, laugardagur og sunnudagur. Og svo dagurinn í dag bæði mánudagur og föstudagur.  Maður er bara næstum því búinn með vikuna á 2 dögum. - Skrýtið.

María, 3.5.2008 kl. 00:01

3 Smámynd: Helga Dóra

Úff í dag er laugardagur og ég gleymdi að hringja í þig í gær og í dag.... Er samt búin að reyna að adda þér á msn ef ég man rétt fang.....

Helga Dóra, 3.5.2008 kl. 23:53

4 Smámynd: Marilyn

Allt í lagi

ég var ekkert heima - helgarplönin breyttust aðeins og ég gleymdi líka að láta þig vita ;) 

Marilyn, 6.5.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband