Komin heim

Ó hvað það er gott að vera komin heim. Það ætti að setja það í landslög að bannað verði að keyra leiðina milli Hornafjarðar og Reykjavíkur í einum rykk, skylda að gista a.m.k. einu sinni á leiðinni. Æj að maður hefði nú bara tíma í svoleiðis munað.

Við erum allavega örþreytt eftir alla þessa keyrslu og nú tekur við heiftarleg keyrsla í vinnunni því blaðið á að fara í prentun á þriðjudaginn í næstu viku og mánudagurinn fyrir það er frídagur. Stundum eru nefnilega frídagar til algjörrar óþurftar og aðeins til þess fallnir að maður þarf að vinna sér til húðar dagana á undan eða eftir.

En nóg af neikvæðni. Ég hef nefnilega tekið eftir því að sumt fólk hefur aldrei neitt jákvætt að segja um nokkurn skapaðan hlut og mér finnst það ótrúlega sorglegt því oft er um hnyttið og skemmtilegt fólk að ræða. En það hefur neikvæðnina og kaldhæðnina að leiðarljósi í öllu sem það segir um allt og alla.

Dæmi I: Vinnufélagi fær sér nýjan bíl - jákvæða eða passífa manneskjan segir "nei sko er Nonni kominn á nýjan bíl" - Neikvæða manneskjan segir "Ohh þetta eru algjörar druslur þessir bílar"

Dæmi II: Við sjáum stóran hund í göngutúr með eiganda sínum - jákvæða eða passífa manneskjan segir "vá en stór/flottur hundur" - Neikvæða manneskjan segir "fussss ojj bara", án þess að gefa frekari rök.

Dæmi III: Bubbi Morthens er í fréttunum út af einhverju - Jákvæða eða passífa manneskjan segir "Já Bubbi lætur nú í sér heyra" - Neikvæða manneskjan segir "iss algjörlega útbrunnið sellát"

Svona mætti lengi telja.

Mér finnst lífið svo miklu skemmtilegra eftir að ég fór að sjá það jákvæða í hlutunum og þakka fyrir það sem ég hef. Auðvitað tekst það ekkert alltaf og maður dettur í neikvæða gírinn, ég er nú enginn Pollíanna kannski en ég reyni upplifa glasið sem hálffullt en ekki hálftómt í flestum tilvikum og það gerir stundum gæfumuninn. Að geta farið að sofa með þá vitneskju að maður hafi verið jákvæður og í sátt við fólkið í kringum sig yfir daginn og hafi ekki baktalað náungann eða tekið þátt í neikvæðu röfli er mjög góð tilfinning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

fruss, ein voða jákvæð eitthvað

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 7.5.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: Marilyn

Ohh kemur þessi... ;)

Marilyn, 7.5.2008 kl. 13:57

3 Smámynd: Sykurmolinn

Velkomin heim.  Ég hef aldrei komið til Hornafjarðar   En það er bara JÁKVÆTT erþaggi he he.

Sykurmolinn, 7.5.2008 kl. 14:28

4 Smámynd: Marilyn

já þú mátt þakka þínum sæla þá dæmalausu lukku að hafa aldrei þurft að keyra þangað.

En Hornafjörður er samt alveg ágætur. Þar væri fínt að búa ef hann væri bara nær Reykjavík hahahaha. 

Marilyn, 7.5.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband