Meðferðargangurinn á Litla Hrauni er frábært framtak og algjörlega í takt við það sem fangelsi eiga að gera - skila betri mönnum aftur út í þjóðfélagið. Vinnufélagar mínir á Gestgjafanum heimsóttu meðferðarganginn um daginn og sýndu föngunum aðeins handbrögðin í eldhúsinu, kenndu þeim að elda nokkra rétti og færðu þeim kryddjurtir. Það mátti varla á milli sjá hverjir voru spenntari yfir heimsókninni, þeir sem buðu fram þekkingu sína eða þeir sem urðu hennar aðnjótandi.
Ég vona að einhver forríkur styrki þetta verkefni næstu milljón árin. Það er svo margt sem þessir menn hafa farið á mis við. Sumir þeirra hafa aldrei eldað mat, gætu jafnvel ekki harðsoðið egg, og sumir hafa aldrei tekið til í kringum sig eða þurft að bera ábyrgð á sjálfum sér - fullt af hlutum sem okkur þykja eðlilegir gæti allt eins verið latína fyrir þeim því þetta hefur ekki verið partur af þeirra lífi. Það á að vera tilgangur fangelsisins að kenna föngum að fóta sig í lífinu, sýna þeim og æfa þá í hlutum sem "venjulegt fólk" gerir dagsdaglega. Það eina sem fólgið er í fangelsisvist er skerðing á frelsi en það er ekki það sama og skerðing á mannréttindum. Enska orðið correction facility á nokkuð vel við um það sem fangelsi eiga að gera í mínum huga. Ekki bara að vera refsing fyrir glæpinn heldur einnig að reyna að koma í veg fyrir að sami maður brjóti aftur af sér. Því miður er biðlisti inn á þennan gang sem þýðir að það er ekki pláss fyrir alla sem vilja þiggja þá aðstoð sem er í boði.
![]() |
Fangar snúa við blaðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
alveg er ég sammála þér með þennan gang á Litla Hrauni og frábært af ykkur að fara og kenna þeim
Kristborg Ingibergsdóttir, 7.5.2008 kl. 20:54
frábært og áhugvert framtak....gangi þér vel.
Brussan, 7.5.2008 kl. 21:21
Úbbs það hljómar eins og ég hafi farið með á litla hraun sem gerðist ekki en er búin að sjá myndirnar og heyra mikið um heimsóknina bæði fyrir og eftir.
Marilyn, 8.5.2008 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.