Hitti sölustjóra frá Holta í gær í vinnunni. Hann var að færa okkur kjúkling fyrir kynningu og ég ákvað að spyrja hann bara aðeins fyrst ég hafði hann á staðnum.
Niðurstaðan er eftirfarandi:
Holta Kjúklingalæri á beini (með skinni) eru sykursprautuð og það stendur líka á miðanum.
Holta kjúklingalæri úrbeinuð (án skinns) eru EKKI sykursprautuð og verða ekki sykursprautuð.
Þessar upplýsingar voru í boði Holtakjúklinga.
Athugasemdir
Guðrún Vaka ... insider geturðu verið !!
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 8.5.2008 kl. 09:14
Gott að vita..... Asnalegt að sprauta sykri í matinn bara fyrir útlitið..... Svo er verið að mæla með að allir éti kjúllann,,, rosa hollur og fullur af sykri....
Helga Dóra, 8.5.2008 kl. 10:07
já þokkalega - tók samt eftir þessu misræmi í gær - hefði haldið að það þyrfti meira að sprauta upp á lúkkið í þessu úrbeinaða en ekki hinu sem er með skinninu og öllu.
Og don´t get með started on the chicken tits! Móar rúla í þeirri deild og líka ef þið viljið kjúklinalæri á beini með skinni, sykurlaust frá Móum.
Marilyn, 8.5.2008 kl. 11:24
Takk fyrir upplýsingarnar, en gastu ekki komið inn þeirri hugmynd hjá stjóranum þarna að það væri algjör óþarfi að setja sykur í matinn okkar :D
María, 8.5.2008 kl. 21:53
Ég reyndi að fara pent í það en þetta var bissniss bissniss dæmi svo ég var ekki alveg í aðstöðu til að bögga ;)
Marilyn, 8.5.2008 kl. 23:05
Takk fyrir upplýsingarnar vina, gott að vita þetta.
Kristborg Ingibergsdóttir, 9.5.2008 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.