Ok ég er ekki mesti júrónördinn - ég man ekki hvaða ár þetta eða hitt gerðist, ég er ekki búin að fletta upp statistics fyrir svört föt og hversu oft sigurvegararnir eru ljóshærðar konur, ég horfi aldrei á gamlar júróvisjónkeppnir, veit ekki hvað lögin heita og yfirleitt ekki hvað keppendurnir heita og oftast ekki frá hvaða landi lögin eru en ég veit hvað það skemmtilegasta við júróvisjón er og það er að kommenta heima í stofu, benda, hlæja og skjóta föstum skotum á keppendurnar. Júróvisjón er svona eins og áramótaskaupið - það geta allir haft skoðun á því og því fleiri skoðanir því skemmtilegra.
Skemmti mér konunglega í kvöld yfir júróinu mínu. Ætlaði í partý en fannst betra að vera heima að glápa í náttsloppnum mínum. Að lokum langar mig að benda ykkur lúðunum á að júróvisjón er töff, blogg um júróvisjón eru töff og að ég er töff töff töff.
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Reyndi að brjótast inn í flugvél
- Staðan óljós en ætti ekki að hafa áhrif á Alvotech
- Sagði foreldra sína hafa dottið
- Það tekur því ekkert að vera sjóveikur á þeim tíma
- Enski boltinn í ódýrari pakka hjá Símanum
- Við erum öllu vön hér í Vestmannaeyjum
- Notfærði sér 6 milljóna ofgreidd laun í eigin þágu
- Fullveldið reyndist mikils virði á ögurstundu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.