Ég fann skjálftann hér í eldamennskunni heima hjá mér en var viss um að ég hefði bara verið að ímynda mér þetta því stundum, eftir að ég fékk jarðskjálftasjokkið í seinni skjálftanum 2000, finn ég jarðskjálfta sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Og svo er búið að vera að sprengja mikið í hverfinu mínu undanfarin ár og ég er greinilega orðin vön því að hrista af mér smá titring. En ég er frekar hrædd við jarðskjálfta og neyddi meira að segja vinkonu mína og kærastann hennar til að gista hjá mér eftir svolítinn jarðskjálfta eitt kvöldið, þorði ekki að vera ein heim með barnið. Það kom mér því svolítið á óvart að opna mbl og sjá að ég hafði ekki verið í jarðskjálftaóttanum að ímynda mér einhvern titring, þetta var í alvöru og allt að gerast. Þessari hrinu hlýtur nú að fara að ljúka.
Merkilegt samt að ég spáði jarðskjálftum helgina eftir að stóri skjálftinn kom, áður en hann kom - var að lesa veðurspána á vedur.is fyrir pabba á miðvikudaginn eða fimmtudaginn og sagði "já svo brestur á með jarðskjálftum" í hálfkæringi og alveg upp úr þurru. Ég er grínskyggn, það bara hlýtur að vera. Ég grínaðist einu sinni rosalega mikið með herpes og vinkona mín fékk herpes... ég verð greinilega að passa hvað ég læt út úr mér í hálfkæringi - en þá verður það náttúrulega ekki hálfkæringur.
Snarpur kippur á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Guðrún mín þú verður að hætta í gríninu :o)
Kristborg Ingibergsdóttir, 2.6.2008 kl. 19:41
Kvitt
Ómar Ingi, 2.6.2008 kl. 22:00
Ég fann ekki skjálftann :o)
Kristborg Ingibergsdóttir, 2.6.2008 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.