Þeir sem komust í gegnum listann minn sáu kannski að ég auglýsti eftir nýrri bók til að lesa og viti menn... ég var bænheyrð. Daginn eftir beið mín tölvupóstur í vinnunni þar sem stóð að ég ætti bók í afgreiðslunni (og reyndar allir starfsmenn), gjöf frá fyrirtækinu. Bókin heitir Tré Janisaranna (skrítið nafn) og ég er ekki búin að lesa mikið en hún lofar samt nokkuð góðu, gerist í framandi umhverfi og er svona spennuglæpasaga og ég var einmitt í stuði fyrir svoleiðis. Svona virkar einhvern veginn allt í lífi mínu í dag, ef mig langar í eitthvað þarf ég stundum bara að bíða í stað þess að fikta í hlutunum sjálf og þá kemur þetta bara til mín að sjálfu sér.
Ég ofkeyrði mig í síðustu viku. Var að berjast við að klára allt fyrir prentunina á blaðinu og strax að því loknu fór ég að undirbúa og versla inn fyrir sæluhelgina og svo var sæluhelgin auðvitað heilmikið havarí og mikið um að vera. Ohh mikið var hún yndisleg. En ég var samt veik, varð veik af þessari ofkeyrslu og veikindin hittu mig fyrir af fullum þunga þegar ég kom heim. Hausinn á mér stíflaðist út í öll göng og holur með tilheyrandi hausverk og vanlíðan en ég hef sem betur fer sloppið við hálsbólguna sem ég hef frétt að fylgi þessari pest sem er að ganga (sjö níu þrettán). Svo nú er ég bara heima í vanlíðan að hafa það rólegt. Er gædd þeim kostum að geta sofið endalaust svo ég læt mér nú ekki leiðast auk þess sem Friends hafa stytt mér stundir.
Athugasemdir
Láttu þér batna engill...... Helgin var yndisleg og ég er á bökkum ofkeyrslu sjálf... Ekki góður staður............
Helga Dóra, 11.6.2008 kl. 19:00
Farðu vel með þig elskan. Hún getur verið ansi þrálát þessi flensa.........ekkert grín ef manni slær niður.
Kristborg Ingibergsdóttir, 12.6.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.