Langaði þig ekki alltaf til að eignast jeppa? Og í miðju krepputalinu birtist hann. Forláta Musso til sölu, kostar aðeins meira en eina tölu en þar sem hann eyðir nánast engu er það engin fyrirstaða.
Þessi bíll er af gerðinni SsangYong Musso og var framleiddur á meðan Bens var enn inn í þeirri jöfnu. Hann var nýskráður árið 1998 og er keyrður um 153 þúsund kílómetra en þar sem hann var búsettur úti á landi og eigendurnir ferðafólk er mikið af þessu góðir kílómetra. Var ég búin að nefna þessa fínu, reyklausu eigendur sem hafa átt bílinn frá því að hann kom á götuna? Bíllinn hefur fengið gott viðhald frá eigendum og svo er tengdasonur þeirra líka biffélavirki.
Fóðra þarf öll 79 hestöflin með dísel-eldsneyti en hann er mjög sparneytinn og vegur aðeins 1915 kg. Hann er 5 manna, 5 dyra og 5 gíra og með fjórhjóladrif. Undir honum eru 4 heilsársdekk.
Ásett verð á bílasölu er 350.000 en ef þið kaupið hann í gegnum mig fáið þið betri díl.
Aukahlutir & búnaður ABS hemlar - Armpúði - Álfelgur - Dráttarbeisli - Dráttarkúla - Pluss áklæði - Rafdrifin sæti - Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir speglar - Reyklaust ökutæki - Samlæsingar - Smurbók - Þjónustubók - hefur fengið gott viðhald einn eigandi |
Flokkur: Lífstíll | 2.7.2008 | 19:05 (breytt kl. 19:06) | Facebook
Athugasemdir
Við þetta má bæta að það er frábært að fara á Úlflótsvatn á þessum bíl......
Helga Dóra, 2.7.2008 kl. 19:14
Já svo sannarlega ;)
Marilyn, 2.7.2008 kl. 23:52
bjóddu þá bara eitthvað lítið svo ég geti sagt nei ;)
Marilyn, 3.7.2008 kl. 11:32
Nei því miður, þetta er of lítið. 280 þúsund og málið er dautt ;)
Marilyn, 3.7.2008 kl. 13:38
Hvað eru margar milljónir í hanskahólfinu á honum ?
Ómar Ingi, 3.7.2008 kl. 15:48
Þrjár gjörsamlega ósýnilegar milljónir
og svo margar ómetanlegar stundir ;)
Marilyn, 3.7.2008 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.