Drusla get ég verið

Já það er nefnilega þannig að ef maður stundar kynlíf fyrir hjónaband er maður automatískt drusla. Í mínu tilviki var það kannski réttnefni í eina tíð en ég þekki fullt fullt af fólki sem stundaði kynlíf fyrir hjónaband án þess að geta kallast druslur, þar má t.d. nefna foreldra mína sem stunduðu þetta villt og galið saman frá 17 ára aldri og giftu sig ekki fyrr en ég var orðin 11 ára.

Ég er heldur ekki sammála Brand sem segir að smá kynlíf skaði engan - kynlíf getur skaðað helling ef rangt er farið með það. En aukin þekking leiðir til færri "mistaka" í kynlífinu og skárra þykir mér að fólk stundi mikið en öruggt kynlíf en að það láti taka sig óvarið í rassgatið til þess að geta kallað sig hreina mey. Er þá ekki betra að vita eitthvað um það sem maður er að gera og njóta þess bara að gera það á öruggan hátt?

Og hvað er málið með að frægt fólk þurfi að tilkynna það sérstaklega að það ætli ekki að stunda kynlíf? Mér finnst þessi meydómur orðinn eins og auglýsingabrella - "kæru foreldrar, við stöndum fyrir hin hreinu, kristilegu gildi, otið okkur að börnunum yðar, - kveðja Jónas-bræður og Disney companíið" 

Að því sögðu þá hvet ég ykkur öll til hreinlífis, minni á að skírlífi er besta vörnin gegn ótímabærri þungun og kynsjúkdómum og þið ættuð öll að skreppa í kirkju eða lesa í biblíunni eftir að hafa lesið þennan sorafulla pistil. 


mbl.is Ekkert kynlíf fyrir hjónaband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Of seint fyrir mig, en ekki glæta að ég fari að lesa Bibliuna alveg nóg að lesa bloggið þitt.

Eigðu annars góðann dag og ekki fleiri tilvitnanir í texta sem eru rangt sungnir, það á að bannfæra fólk sem skemmir svona fyrir manni. 

Sverrir Einarsson, 9.9.2008 kl. 10:52

2 Smámynd: Sykurmolinn

Já, þú ert nú meiri druslan.  Signdu þig 30 sinnum og þvoðu þér um munninn með sápu!  Ég þurfti alla vega að þvo mér um augun með sápu eftir að hafa lesið þessa sorafærslu 

Sykurmolinn, 9.9.2008 kl. 16:06

3 identicon

Mhm, ekkert kynlíf fyrir giftingu... tjah, maður hefur nú svosem heyrt þennan áður. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn en fyrsti stafurinn er Britney Spears.

Hversu mörghundruð ár í viðbót ætli það taki íhaldssama að koma því inn í hausinn á sér að 17. öldinni sé lokið?

Ég ætla að setja mér eitthvað svona tilgangslaust markmið líka. Ég ætla hvorki að hafa mök við kálf né hænu fyrr en ég næ kjöri á Alþingi!

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 17:49

4 Smámynd: Ómar Ingi

Æfingin skapar meistarann

Ómar Ingi, 9.9.2008 kl. 18:53

5 identicon

Paul Kevin Jonas sr. og Denise Jonas duttu  þetta sjálf í hug fyrir  Kevin Nick & Joe.
En ekki Disney companíið.!
Þeir eru kristnir og vilja vera pure þangar til að þeir giftast.


NoName (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 20:45

6 Smámynd: Marilyn

Britney Spears, Jonas-bræður, Miley Syrus, Selena Gomes og Christina Agulera (man nú samt ekki alveg með hana) eru allt disney-krakkar sem sögðust eða segjast ekki ætla að sofa hjá fyrir giftingu. Þess vegna treð ég nú disney þarna inn þar sem þeir virðast taka við þessum krökkum af pjúrítana-færibandinu.

Spurningin er hvort kemur á undan - er Disney að leita eftir svona skírlífiskrökkum eða eru svona rosalega konservatívir foreldrar líklegri til að ota börnunum sínum í sjóbissniss? 

Marilyn, 9.9.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband