Ég er bara dottin út úr þessu eitthvað. Skrapp norður og leiðist svo að vera ekki í nákvæmlega minni tölvu og á mínu neti að ég spilaði eiginlega bara bubbles allan tíma á milli þess sem ég horfði á sjónvarpið. Jú ég fór reyndar í réttir líka sem var mjög skemmtilegt. Svo var ég að glíma við gremjuna í sjálfri mér - velti henni fyrir mér fram og til baka því ég vissi að ég átti ekki að hafa hana en var samt endalaust að velta mér upp úr henni, reyna að finna ástæðuna fyrir því að ég væri svona gröm og svo framvegis. Sagði mér 100 sinnum að manneskjan sem ég væri gröm út væri bara með bresti eins og ég, ófullkomin eins og ég en samt fór þetta ekki frá mér. Fór að hugsa aftur í tíman hvort gremjan væri djúpstæðari en bara akkúrat þarna og finnst ég hafa komist að raun um að svo sér. Fattaði svo á endanum að ég er gröm vegna þess að tiltekin manneskja var ekki að hegða sér eins og hentaði mér, aðstæður voru ekki eins og hentaði mér og að ég er bara mega frek, eins og venjulega. Nú er þetta ekki að plaga mig eins mikið en þetta var samt svolítið óþægileg uppgötvun að fatta að mér mislíkar svona við einhvern. Að sama skapi er ekki hollt að eyða svona mikilli orku í gremju sem enginn veit af nema maður sjálfur.
Annars er ég bara rosalega meyr þessa dagana. Allir búnir að vera rosa góðir við mig, mamma og tengdamamma búnar að svoleiðis hrúga í mig fötum frá Barcelona- og Parísarferðum svo ég þurfi nú ekki að vera ólétt og allsber fram í janúar. Síðast þegar ég var ólétt var ég frekar crappy bara, hékk inni og fór bara út í sömu fötunum yfirleitt. Það verður sko ekki málið núna, ég fæ að njóta þess að klæða mig og vera á meðal fólks í fötum sem ég skammast mín ekki fyrir að vera í.
Það er svolítið kjánalegt að vera mjór með bumbu. Mér fannst ég ekki kjánaleg í laginu þegar ég var feit og ólétt - þetta bara fittaði einhvern veginn saman. Núna skil ég hvað mamma mín átti við þegar hún kallaði þetta ástand "afmyndun á líkamanum", þ.e.a.s. óléttuna. Ég er nú samt frekar gordjöss þrátt fyrir að vera svona "afmynduð".
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Ekki hægt að treysta Pútín
- Skiptust á stríðsföngum
- Selenskí ekki að kaupa páskavopnahlé Pútíns
- Pútin tilkynnir páskavopnahlé
- Hæstiréttur skipar Trump að stöðva brottvísanirnar
- Þekkti ekki fórnarlömbin
- Draga helming herliðsins til baka frá Sýrlandi
- Einn látinn eftir óeirðir á KFC-matsölustað
- 10 ára barni rænt af manni sem það kynntist á Roblox
- Trump jákvæðari en Rubio
Fólk
- Veikindafríi Palla formlega lokið
- Ég hafði uppi mjög sterkar varnir
- Katrín á Aldrei fór ég suður
- Ryan Gosling í nýrri Stjörnustríðsmynd
- Ísland vekur athygli í nýju tónlistarmyndbandi
- Finnst ég í raun ekki tilheyra neins staðar
- Amanda Bynes mætt á OnlyFans
- Fyrrverandi eiginkona Scottie Pippens velur sér annan yngri
- Amma Rutar í ástarleit á Tinder
- Opnar sig um skilnaðinn við Bill Gates
Viðskipti
- Gríðarleg aukning í framrúðutjónum
- Auka hlutafé um 800 milljónir
- Rökræðið
- Þurfum að horfa til samkeppnishæfni
- Fréttaskýring: Frjálst fólk greiðir með reiðufé
- Ásakanir um vafasöm hlutabréfaviðskipti og tengingar til Íslands
- Landsbyggðin ber uppi skattsporið
- Óvarlegt að refsa með verri kjörum
- Hampiðjan greiddi þrjá milljarða fyrir indverskt félag
- Ræða áskoranir stafrænnar umbreytingar
Athugasemdir
þú ert ótrúlega gordjösssssss ... tengdamamma mín er einmitt að bíða færis að komast með mig í óléttufataleiðangur ... spennó !!
kv, hin meyrin
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 23.9.2008 kl. 12:23
Ég er sko ekkert að tengja í gremjusögunni
Alveg að tengja við mína eigins tölvu og mitt eigins net....
Ég er voða fegin að þú verðir ekki nakin fram í janúar en vona að þú verðir ólétt þangað til....
Gangi ykkur grenjunum vel í þessu..... Kiss kiss
Helga Dóra, 23.9.2008 kl. 13:16
Þú ert bara flottust :o)
Kristborg Ingibergsdóttir, 23.9.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.