Þú ert ekki feit, þú ert ekki of þung, þú ert ekki að borða of mikið, þú ert ekki að borða of einhæft, þú ert ekki að fara á hausinn, allar áhyggjur heimsins hvíla ekki á þínum herðum og þú ert ekki ábyrg fyrir efnahag þjóðarinnar.
Þakklát fyrir þetta allt saman og svo miklu meira í viðbót. Svo gott að vera ekki upphaf og endir alls sem gerist í kringum mann - tala nú ekki um þegar hriktir í stoðunum. Mér finnst gott að fá að vera róleg. Ég hef ekki þurft að rjúka út í banka þótt ég eigi svolítið sparifé þar, ég hef ekki hamstrað bensín og þaðan af síður hef ég hamstrað mat. Það eina sem kom upp í hugann á mér varðandi skort á matvælum, verandi sveitastúlkan sem ég er, var hvort ég gæti fengið ávexti og verið í fráhaldi ef Ísland endaði alveg á kúpunni og þessi skortur kæmi sem talað hefur verið um. Svo mundi ég að jafnvel í eldgamladaga þegar fólk vissi ekki einu sinni hvað gjaldeyrisforði og gengisvísitala var fékk fólk samt epli á jólunum og mandarínur og hitt og þetta og við færumst víst ekki svo langt aftur í tímann þótt hér verði svolítil kreppa. Og ekki skortir mig ávextina fyrir morgundaginn eða næstu daga.
Athugasemdir
Nóg af vatni ennþá
Ómar Ingi, 7.10.2008 kl. 23:31
svo er það alltaf vatnið Ommi!
Marilyn, 8.10.2008 kl. 00:19
munum eftir systrum okkar í slóveníu sem rækta sitt eigið grænmeti til þess eins að geta verið í fráhaldi svo á ég líka frosin bláber ef þig vantar
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 8.10.2008 kl. 08:17
Nákvæmlega.... Gætum lært fullt af þessum í Slóveníu... Það var sko blessun að fá að hitta þær í London.....
Helga Dóra, 8.10.2008 kl. 11:04
Getum lært mikið af þeim, tek undir það að maður hafði mjög gott af því að hitta þær í London. Verum bara í kærleika, það er best.
Kristborg Ingibergsdóttir, 8.10.2008 kl. 16:53
Vá... rækta sitt eigið.
Ég var einmitt að hugsa um það að ef allt færi hreinlega í gjaldþrot þá myndi ég bara flytja í sveitina og lifa af landinu. Gerast hálfgerður sjálfsþurftabóndi og rækta rosalega mikið af gulrótum og rófum hahahaha. Frosinn rabarbari og rifsber fyrir ávexti og svo náttúrulega berjamó á sumrin.
Heimaslátrað í matinn eða afurðir úr ógerilsneyddri kúamjólk.
Verð að kaupa mér mjöööög stóra frystikistu!
Marilyn, 9.10.2008 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.