Ég er ekki nálægt því eins pirruð og ég var þegar ég var ólétt síðast. Líklega vegna þess að ég veit að heiminum er ekki beint gegn mér, þetta er ekkert persónulegt og annað fólk á bara sín vandamál alveg eins og ég.
Ég hef samt alltaf gaman af því að vera svolítið smámunasöm og fæ útrás fyrir pirringinn á hinu og þessu, t.d. þegar ég sé auglýsingar á borð við Vanish oxy action:
"mamma ætlaði að strauja skyrtuna en... æj nei... hún er ennþá blettótt". Upp kemur mynd af blettóttri skyrtu, óánægðri, síðhærði húsmóður og hnakkaviðbjóðs ógeðinu syni hennar sem ætti náttúrulega bara að drullast til að þvo og strauja sínar skyrtur sjálfur í stað þess að vera að bögga mömmu sína og auðvitað að hafa vit á því að vera ekki að sulla/æla sig allan út á einhverju djammi. Svo heppilega vill til að inn kemur álfadís - líklega húsmóðir sem er með "allt sitt á hreinu" - sem kennir hinni óheppnu húsmóður að nota vanish með "greindum ensímum" sem finna alla bletti því "þau eru svo klár". Hver kenndi eiginlega þessum ensímum fyrst þau eru svona greind og... geta þau ekki gert einhver fleiri trix fyrst þau eru þarna?
Skyrtan verður blettalaus og mamman og stráksi trúa vart sínum eigin augum, þau eru himinlifandi.
Ef eitthvað fær mig til að langa ekki til að kaupa þetta skrattans þvottaefni þá er það þessi auglýsing. Ekki nóg með að hún sé pirrandi, sérstaklega strákhelvítið, heldur er auðvitað skellt upp ömurlegum staðalmyndum af konu og karli (eða dreng), þ.e. að móðirin sé heima að þvo þvott og strauja af nánast uppkomnum syni sínum og eigi sér þá ósk heitasta að ná blettum úr fötum.
Óléttupirringsblogg I komið út. Bíðið spennt eftir næsta.
Flokkur: Lífstíll | 27.10.2008 | 16:08 (breytt kl. 16:11) | Facebook
Athugasemdir
Hey YES YES YES , ég er ekki einu sinni Óléttur en varð ískyggliega pirraður yfir þeirri auglysingu.
TAKK
Ómar Ingi, 27.10.2008 kl. 16:10
Ertu viss um að það sé ekki eitt kríli í mallakút ;)
Nei annars, ég er viss um að þessi auglýsing nýstir alla inn að merg.
Marilyn, 27.10.2008 kl. 16:26
Þú ert bara yndi.... Heyri í þér á morgun....
Helga Dóra, 27.10.2008 kl. 16:33
Þá yrði ég kannski soldið mikið meira spes en ég virkilega er hehehe
Ómar Ingi, 27.10.2008 kl. 17:23
Þessar auglýsingar eru algjört æði - not. Farðu vel með þig.
María, 27.10.2008 kl. 22:45
HEYR HEYR Guðrún Bara rock on! Alveg búin að hata þessa auglýsingu síðan ég sá hana fyrst.
Vanish er alltaf með svona auglýsingar... útúrhamingjusöm og bleik húsmóðir ,,reddar málunum" með þvottaefni. Þetta er svona dálítið óhugnarlegt, þær eru svo flinkar og hamingjusamar að þær hljóta að vera veikar á geði og stinga augun út úr fólki ef það gegnst ekki við lögmálum Vanish... En kannski er ég bara skrítin eftir að hafa horft á of mikið af hryllingsmyndum?
Tinna (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.