Ég er ekki ó-glöð en mér er sannarlega ó-glatt aka. mér er illt í maganum. Ég er líka ó-létt en samt ekkert svo þung og ó-frísk en samt ekki veik - fyrir utan ó-gleðina. Ég vona að ég sé ekki aftur komin með "morgunógleði" - frétti að það gæti gerst á síðasta þriðjungi. Samt vona ég líka að þetta sé ekki svona fierce magapest eins og eru að ganga núna því mér leiðist fátt meira en að æla, kýs eiginlega ógleði fram yfir það.
Ég er ferlega viðkvæm fyrir ælum, kallinn hefur sem betur fer séð um slík tilfelli hjá dótturinni og ég hef alltaf meikað það alla leið á klóið. Einu ælurnar sem ég hef þurft að þrífa eru eftir hundinn þegar hann var lasinn og einhvernveginn var það ekki jafn ógeðslegt og mannaælur. Reyndar held ég að dóttirin hafi aldrei fengið alvöru ælupest, amk. ekki svona ælupest eins og ég man eftir þegar ég var lítil þar sem maður lá bara fyrir með fötu og ældi á nokkurra tíma fresti. Jú kannski hefur hún einu sinni verið eitthvað í þá áttina. Hins vegar fær hún alltaf hálfgerðan asma ef hún nælir sér í kvef eða flensur og asmahóstinn reynir svo á hana að hún gubbar á endanum, hún er sem betur fer farin að kunna aðeins á það núna... og við líka. Tilbúin með ælufötuna þegar krakkinn fær kvef. Hljómar frekar fáránlega.
En ég vona að ég komist í gegnum þetta, fljótt, því það er ömurlegt að vera óglatt og svo er einhver stanslaust að sparka í óglaða magann minn. Það er ekki alveg til að bæta ástandið.
(og afþví að það eru magapestir að ganga og fleirum gæti verið óglatt þá birti ég bara saklausa mynd. Myndaleitin á google var mun meira gory!
Athugasemdir
ég á eina ljóslifandi minningu frá því ég var ca fimm ára og þar voru í helstu hlutverkum gubbupest og m&m ... einu sinni ældi ég líka bleiku candyflossi í bílinn hennar mömmu ... litla ofætan, einu minningarnar mínar tengjast mat
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 29.10.2008 kl. 15:56
Ómar Ingi, 29.10.2008 kl. 16:59
Er þessi ælufærsla líka í boði Landlæknis???
Helga Dóra, 29.10.2008 kl. 17:31
Sæl systir, er sem sagt líka óglatt. Reyndar búin að kasta upp í kvöld. Held að ég sé komin með þessa pest sem er að ganga :o(
Kristborg Ingibergsdóttir, 29.10.2008 kl. 23:39
Ég held mér sé að batna - og nei færslan var í boði heilsugæslusstöðvar hlíðasvæðis.
Marilyn, 30.10.2008 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.