Ólæti

Í fréttunum um daginn var viðtal við einhverja spænska námsmenn sem sögðust ekki skilja af hverju Íslendingar væru svona rólegir yfir ástandinu, heima hjá þeim myndi fólk brenna bíla og vera með almennar óeirðir á svona tímum.

Þá spyr maður sig... hvers værum við bættari með slíkri hegðun? Eyðileggja bíla - bíla hverra? saklausra borgara! Brjóta rúður, þótt þær væru í Alþingishúsinu? Við eigum þetta Alþingishús, hvers peningar fara í að borga þessar rúður? Ólæti eru ekki líkleg til árangurs og í eðli sínu er slík hegðun fáránleg í ljósi þess að hún hefur sjaldan ef einhvern tíma skilað nokkru nema særindum og eftirsjá. 

 

Það eru samt búin að vera ólæti inni í mér í dag. Litli kútur er búinn að vera með gríðarleg ólæti og gekk meira að segja svo langt að teygja úr sér með þvílíku offorsi að ég sárfann til. Það er í takt við hausinn á mér sem er búinn að ganga á með þvílíkum ólátum í dag. Það eru að brjótast um í mér erfiðar ákvarðanir, ákvarðanir sem ég er nánast hrædd við að taka en eru að valda mér vanlíðan, kvíða og hugarangri svo ég verð að taka þær. Mikið er gott að eiga trúnaðarmann á slíkum stundum, segi ekki meir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það tapa allir á því þegar að örfáir aðilar taka sig til og skemma eigur skattgreiðenda en það eru bara smámunir samanborið við skaðann sem stjórnvöld eru að valda okkur með því að huga að sínum sérhagsmunum og halda áfram þrátt fyrir að allir séu búnir að sjá að þeir eru vanhæfir.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 13.11.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Marilyn

Smámunir fyrir suma já en það væru ekki smámunir fyrir jón og gunnu ef bíllinn þeirra væri brenndur þótt í ljósi ástandsins þættu það kannski smámunir.

Marilyn, 13.11.2008 kl. 00:57

3 Smámynd: Skattborgari

Það eru smámunir í ljósi ástandsins en vont fyrir þá sem eiga bílinn eða munina sem eru skemmdir.

Kveðja Skattborgari hinn ljóti.

Skattborgari, 13.11.2008 kl. 01:44

4 Smámynd: Marilyn

Einmitt... og þess vegna þjóna óeyrðir og ólæti engum tilgangi. Ekki nema þau séu táknræn eins og bónusfáninn á Alþingishúsinu - engar skemmdir unnar (fyrir utan nokkur brotin egg) heldur táknræn semi-skemmdarverk og verið að sýna ríkisstjórninni sömu vanvirðingu og hún sýnir okkur.

en ekki búa til píslarvotta - það virkar ekki. 

Marilyn, 13.11.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband