óvart afsögn og óvænt afsögn

Ég hef aldrei nennt að kafa djúpt ofan í pólitík framsóknarflokksins, eða annarra flokka ef út í það er farið. Ég las samt frétt um daginn sem sagði að þrír undanfarnir formenn Framsóknar hefðu sagt af sér þingmennsku og formennsku. Þar virðast þeir vera að axla ábyrgð á gengi flokksins í pólitík og eflaust einhverju fleira. Einnig sagði einhver gaur sem sendi óvart tölvupóst af sér um daginn og þar áður Björn Ingi en það var reyndar vegna einhverra borgarmála eða fatakaupa eða margumtalaðs "baklands".

En hvað um það, eru það bara Framsóknarmenn sem segja af sér? Eru framsóknarmenn einu stjórnmálamennirnir sem taka ábyrgð og afleiðingum gjörða sinna eða eru þeir bara þeir einu sem eru að klúðra svo svakalega að það réttlæti afsagnir? Eru Framsóknarmenn ábyrgu mennirnir eða klúðrararnir?

Svo var góður punktur aftan á Fréttablaðinu í morgun - menn virðast meira til í að segja af sér fyrir flokkinn sinn en fólkið í landinu - virðist nokkuð vera til í því.

c_documents_and_settings_aoa_my_documents_my_pictures_framsoknarkindin


mbl.is Ekkert kallar á afsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Guðni fékk nú taugaáfall eftir flokksþingið og hættir vegna vanheilsu sinnar en hann mun vera leið úr landi á eitthvað heilsubæli segja mér fróðir menn.

Ómar Ingi, 18.11.2008 kl. 16:29

2 Smámynd: Marilyn

Jájá - en það skilur 4 framsóknarmenn í viðbót eftir sem hættu ekki vegna taugaáfalls eða vanheilsu. Klúðrarar eða ábyrgir menn?

Marilyn, 19.11.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband