Óp um miðja nótt

Kýldur í magann!!!

Man einhver eftir þessum "skets" í fóstbræðrum. Well ég fékk að upplifa þetta í nótt. Lá í þægilegri stellingu í rúminu, var rétt að detta inn í draumalandið þegar litli karl ákveður að hann snúi eitthvað vitlaust (hann er sko ekki í höfuðstöðu og ég held að hann hafi akkúrat fattað það í nótt). Hann varð náttúrulega að gera eitthvað í málinu sem endaði með því að móðir hans fékk þrjú ef ekki fjögur bylmingshögg í magann alltaf rétt í þann mund sem hún var að sofna.

Greyjið kallinum dauðbrá auðvitað því ég æpti og emjaði upp úr hálfsvefninum í öll skiptin. Sem er reyndar ótrúlega fyndið núna eftir á. Ég man ekki eftir því að dóttirin hafi nokkurn tíma pyntað mig svona eins og þessi gerir. Jú hún lét náttúrulega bíða eftir sér frekar lengi og hennar vegna var ég skorin á hol en boy oh boy .. þessi er með kick-box múvin og "the cold sholder" algjörlega á hreinu. Ég er farin að kvíða því að hitta hann, augljóst að ég get ekki einu sinni haft hemil á honum þegar hann er inni í mér sem lofar ekki góðu upp á framhaldið.

Jafn leiðinlegt og mér finnst að bíða þá nýt ég þess samt að vera ólétt. Þetta er drulluerfitt en samt eitthvað svo kósý. Nú er ég t.d. að gæla við það að láta drenginn detta í næsta stjörnumerki ef ég fæ einhverju að ráða um fæðingardaginn. Það kann ekki góðri lukku að stýra að vera með þrjár þverar steingeitur hér á heimilinu, greyjið fiskurinn verður að plokkara bara. Hvenær byrjar annars vatnsberinn?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Báráttumaður á ferðinni  FRAMari

Ómar Ingi, 21.12.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Dásamlegt  Knús

Kristborg Ingibergsdóttir, 22.12.2008 kl. 00:25

3 Smámynd: Hafrún Kr.

haha karlinn minn mun sitja uppi með 3 steingeitur úff og púff.

Hafrún Kr., 22.12.2008 kl. 16:48

4 Smámynd: Marilyn

Ertu ekki búin Hafrún??

Marilyn, 22.12.2008 kl. 16:54

5 Smámynd: Sykurmolinn

Það hefur bara ekki farið nógu vel um litla kút :)  Einhvern veginn verður innipúkinn að láta óánægju sína í ljós ;o)  Gleðileg jól!

Sykurmolinn, 23.12.2008 kl. 09:19

6 Smámynd: Hafrún Kr.

nei er ekki enn búin en er búin að fá tíma í gangsetningu 28. des.

Hafrún Kr., 23.12.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband