Ég veit ekki hvernig mér datt í hug að það væri sniðugt að eiga von á barni í janúar. Veisluhöld jólanna eru nýafstaðin og maður hefði haldið að rólegir janúardagar tækju við en nei. Þann 3. janúar 2003 var dóttirin víst sótt og því þarf að halda upp á áfangann og nú með tveimur veislum og tilheyrandi bakstri. Þessu er ég að standa í með bumbuna út í loftið; baka súkkulaðikökur, litaflokka m&m og þeyti svo rjóma, kallinn þeysist um með ryksuguna í annarri og klósettburstann í hinni um leið og hann hugar að hangikjötinu.
Annars er svolítið magnað að vera hömlulaus ofæta og geta setið fyrir framan sjónvarpið og flokkað gríðarlegt magn af m&m án þess að éta það og hræra kökudeig án þess að sleikja hrærarann, sleikjuna, skálina og auðvitað puttana. Þetta hefur ekkert með sjálfstjórn að gera, ég er ekkert að halda mér í og rugga mér í huganum yfir því hvort ég ætti að fá mér.. ætti ekki að fá mér... ætti að fá mér... ætti ekki að fá mér... bla bla bla. Ég hef fengið algjöran frið í hugann, frið frá þráhyggjunni gagnvart matnum, frið fyrir sjálfri mér. Þetta á ég 12 spora leiðinni og æðri mætti að þakka... takk fyrir mig!
Afhverju er ekki hægt að kaupa svona æðislega psycadelic m&m á Íslandi og fyrirfram litaflokkað, það væri náttúrulega best.
Flokkur: Lífstíll | 7.1.2009 | 01:04 (breytt kl. 01:08) | Facebook
Athugasemdir
Ómar Ingi, 7.1.2009 kl. 01:36
eftir að vera búin að þekkja þig í 3 ár er ég farin að sjá að kolorkódað m&m er þín helsta þráhyggja !
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 7.1.2009 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.