Er hægt að tapa því sem maður á ekki?

Ég er orðin ótrúlega þreytt á þessum þykjustu-peningum. Peningar sem eru bara til afþví að einhver segir að þeir séu til. Peningar sem enginn hefur í alvörunni séð og enginn mun nokkurn tíma sjá. 

Ef ég kaupi hlutabréf fyrir 500 krónur og eftir 3 mánuði eru þau orðin 5000 króna virði (kannski vegna þess að ég fiffa eitthvað til en höfum ekki hátt um það) þá má segja að ég hafi grætt 4500 krónur EF ég sel bréfin. Ef ég sel ekki bréfin og markaðurinn fellur á 4. mánuðinum og hlutabréfin reynast verðlaus eftir það, hvað er ég þá búin að tapa hárri upphæð? Tapar maður peningum sem eru bara til í orði og getur maður tapað meira á hlutabréfum en maður leggur í þau?? Tapaði ég í raun ekki bara 500 kallinum því ég átti aldrei 4500 kallinn?

ISK_500

 


mbl.is Ungir milljarðarmæringar hafa tapað þriðjungi auðæfa sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þessu. Í rauninni taparðu bara 500 kr. að mínu áliti.

Stefán Smári (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: Georg Birgisson

Góður punktur hjá þér. Við þetta má bæta. Ef ég stofna fyrirtæki með 1 milljón í hlutafé sem skiptist í 1 milljón hluti (1 kr. hver hlutur). Svo sel ég þér þér einn hlut á 1.000 kr.

Samkvæmt síðasta gengi ætti ég þá 999.999.000 kr. eða rétt tæpan milljarð. Ekki slæmur árangur það.

Georg Birgisson, 11.3.2009 kl. 15:51

3 Smámynd: Ómar Ingi

 Góð

Ómar Ingi, 11.3.2009 kl. 16:01

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Myndirnar af þér bera með sér mikinn auð.

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 11.3.2009 kl. 16:32

5 Smámynd: Maelstrom

Kannski erfitt að tapa því sem maður ekki á en það er hægt að skuldsetja það.  Þú hugsar of mikið í pappírsgróða á hlutabréfamarkaði.

Hvað með fasteignina þína.  Þú kaupir hús á 20 milljónir, 15 milljónir í lán.  Á 4-5 árum fer fasteignamat á húsinu í 60 milljónir.  Þú ákveður að fara í eigin atvinnurekstur, tekur út aukalán á húsið og allt í fínu.

Bang!  Október 2008 kemur, fasteignamatið niður um 50% og þú ert búinn að tapa einhverju sem þú áttir aldrei.  Þú innleystir ekki hagnað heldur skuldsettir í staðinn óinnleystan hagnað.

Ergo: Lítið mál að tapa einhverju sem maður aldrei átti.

Maelstrom, 11.3.2009 kl. 16:44

6 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Góður punktur hjá þér Vaka mín

Kristborg Ingibergsdóttir, 11.3.2009 kl. 17:24

7 Smámynd: Marilyn

Maelstrom - áhugavert... en ef húsið þitt kostar 60 millur árið 2007 og þú tekur út lán á það, er það þá ekki eins og reyna að borða kökuna sína og eiga hana líka. Að taka áhættu með peninga sem maður á ekki.

Ef ég tæki lán með veði í fasteigninni minni þá er fasteignin sett fram sem trygging - ég get ekki ímyndað mér að ég hefði í hyggju að missa eignina svo þar af leiðandi tel ég mig borgunarmanneskju fyrir þessu láni. Sá sem tapar á þessum díl í október 2008 er sá sem veitti lánið ef ég hætti að borga.

Marilyn, 11.3.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband