Ég á bágt með að trúa því að manneskja sem velur sér sjálf úr nammibar sjái ekki orma um leið og hún setur í pokann. En jafn ógeðslegt og það nú hljómar þá gæti maður nú samt trúað því að ýmis óáran leyndist í nammibörum landsins, og ekki bara í Hagkaupsverslunum. Þetta á sérstaklega við um neðstu hillurnar sem smábörnin ná til. Stundum þurfa þau að smakka og ef þau fíla það ekki þá skila þau því sjálfsagt bara til baka. Kannski ætla þau að vera voða góð og hjálpa til og tína sælgæti upp úr gólfinu og setja í dallana aftur. Sum voru að bora í nefið (eða kannski rassinn) áður en þau fengu sér að smakka. Og þetta á auðvitað ekkert bara við um smábörn, fullorðnir geta verið alveg jafn subbulegir, jafnvel enn subbulegri.
Þetta er auðvitað heimskan á bak við þessa bari. Sauðsvartur almúginn fær að valsa um þá eins og þeim sýnist, smakka, snerta og stunda sína subbuhætti í kringum óvarið sælgætið. Krakkar sem haus geta haldið ná upp í a.m.k. neðstu dallana og geta setið slefandi yfir þeim á meðan foreldrarnir sjá um að moka í pokana í leiðslu sem varla er hægt að kalla annað en "feeding frenzy". Þannig dreyfast bakteríur, vírusar og alls kyns drulla á allar hæðar nammibarsins, bakteríur hafa nú alltaf verið hrifnar af sykri ekki satt? Fólkið fer heim úr búðinni og skolar vínberin sem það keypti í grænmetisdeildinni afþví að "það gæti verið skítugt" en hámar svo í sig skítinn úr nammibarnum með bestu lyst.
Engin kvörtun um maðka í nammibar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar Ingi, 12.3.2009 kl. 18:03
ojbarasta segi ég nú bara
Kristborg Ingibergsdóttir, 12.3.2009 kl. 18:29
Heyrði þessa sögu að það hafi fundist njálgur í sýni frá þeim, ekki ormar...
Ásta (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 22:58
fullorðna fólkið er ekkert skárra með að vaða með lúkurnar í nammibarinn - þetta er nú ástæðan fyrir því að ég hætti að borða sælgæti - gat ekki hugsað mér að einhver hefði snert eitthvað sem ég ætlaði að borða ...
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 16.3.2009 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.