Dóttir mín átti móment í dag.
Hún er orðin nógu gömul til að fá að fara ein út á róló og í dag var sannarlega veðrið og tækifærið til. Hún ákvað að safna kuðungum og skeljabrotum úr mölinni og kom hlaupandi inn til að biðja um krukku til að setja þetta í sem ég útbjó snarlega handa henni úr botninum á 1/2 l gosflösku. Stuttu síðar kom hún aftur og sagðist nauðsynlega þurfa að búa til miða svo hún gæti beðið um aðstoð við að tína kuðungana. Hún settist niður og skrifaði í flýti "VILL! EIHVER! HJÁLPA! MÉR! Að! TÍNA! KUðÚNGA!" og undir þetta skrifaði hún nafnið sitt.
Samtalið um miðann var um það bil svohljóðandi eftir að hún var búin að ná upp úr mér hvort það væri K í einhver, J í mér og fleira í þeim dúr:
Ég: Afhverju geriru alltaf upphrópunarmerki á eftir hverju orði?
M: Afþví að ég er að kalla þetta.
Ég: Hver á lesa miðann?
M: Enginn, ég ætla að kalla þetta svona: "Vill einhver hjálpa mér að tína kuðunga!!" og halda á miðanum á svona tréspítu.
Ég: En afhverju þarftu þá miðann, getur fólk ekki bara heyrt hvað þú ert að segja?
M: Jú en ég vil hafa miðann svo þau haldi ekki að ég sé að ljúga.
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Viðskipti
- Hverjir eru fjárfestar?
- Verðbólguspá næstu mánaða hefur hækkað
- Markmið að vera fjárfestingarhæft
- Afgangur á viðskiptajöfnuði 45,7 milljarðar
- Skel hlýtur viðskiptaverðlaun
- Hagstofan og gervigreindin
- Heimilin vel í stakk búin
- Kaldbakur kaupir fyrir 400 milljónir í Högum
- Helmingur erlendrar netverslunar kemur frá Eistlandi
- Samræming hönnunargagna
Athugasemdir
borðliggjandi !! krúttalingurinn litli :)
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 9.4.2009 kl. 22:21
Ótrúlega flott hjá dömunni og rosalega er hún dugleg að skrifa :)
Kata (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:27
Snilli
Ómar Ingi, 9.4.2009 kl. 23:30
Þetta er algjör snilld, hún hefur þetta frá móður sinni:-)
Björk (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 11:05
Þetta er bara yndislega krúttlegt. Greinilega mjög gáfuð stelpa
Kristborg Ingibergsdóttir, 10.4.2009 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.