Mér finnst þetta með ólíkindum. Ég er enginn ofuraðdáandi Jennifer Aniston en hún lék í vinsælustu gamanseríu heims í 10 ár og hefur leikið í þó nokkrum kvikmyndum, m.a. Marley and Me, The good Girl og fleirum. Konur kóperuðu hárgreiðsluna hennar í massavís á sínum tíma og hún á sitt eigið framleiðslufyrirtæki. En nei... hún er þekktust fyrir samband sitt við Brad Pitt skv. blaðamanni mbl.
Ég leyfi mér hér með að halda því fram að þrátt fyrir að Jennifer hefði aldrei gifst Brad Pitt væri hún samt sem áður jafn fræg og hún er í dag. Brad Pitt hefur einfaldlega ekkert með þetta að gera og frekar að hann hafi dregið úr henni en hitt.
Þröngar nærbuxur takk! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vá, svoooo sammála!!
Berglind (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 10:57
Alveg á sama máli - þér og henni ;-)
ingi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 11:25
Þvílík viðkvæmni alltaf í konum.
ÍK (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 11:49
Sammála.
Ég myndi segja að hún sé frægust fyrir að vera Rachel í friends.
KH (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 11:53
Hjartanlega sammála!
Elma (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 12:06
Í mínum huga var hún frábær sem Rachel og ætti ekki að vera dæmd út af sínum fyrrverandi. Er Brad Pitt dæmdur út frá sinni núverandi eða Jennifer Aniston?
Mér finnst þetta svolítið karlrembulegt.
Ég held að hún eigi skilið að vera dæmd út frá verkum sínum alveg eins og við hin, hvort sem fólki líkar það eða ekki.
Júlíana (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 12:44
Hún var orðin heimsfræg löngu áður en hún fór að hleypa Pitt upp á sig. Hún byrjaði ekkert á því fyrr en einhverjum 4 árum eftir að hún komst á toppinn.
Júlía (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:26
Fullyrðingin um "sem er hvað þekktust fyrir samband sitt við Brad Pitt." er lýsandi dæmi um þess háttar fréttir sem mbl er að reyna að halda úti en kann ekki á. Jennifer er skemmtileg leikkona, það sem ég hef séð af henni. En við tíðindamaður Morgunblaðsins höfum í raun engan áhuga á að vita neitt meira um hana.
Ég hefði trúlega skrifað jafn ómerkilega frétt um þau málefni sem þarna eru til umfjöllunar og okkur tveimur er svo nákvæmlega sama um.
Flosi Kristjánsson, 11.9.2009 kl. 15:39
ha ! voru þau einhvern tíman saman?..... ó já, man það núna
nei hún er þekktust fyrir hlutverkið sitt í Freinds að mínu mati, og svo er hún frábær í öllum myndum sem hún tekur að sér, hún er smekkleg kona sem þar ekki á einhverjum dvínandi karlamanns stjörnu til að halda nafni hennar á lofti, takk fyrir
Áfran Jennifer !! :) og góða helgi allir saman
Ragnar (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 16:41
ÍK - já skrifum nú endilega allt kvart á "viðkvæmni í konum" ;)
Hefði skrifað svipaðan pistil ef greinin hefði verið um Brad Pitt og hann sagður vera hvað frægastur fyrir samband sitt við Jennifer Aniston/Angelinu Jolie (take your pikk)
Marilyn, 11.9.2009 kl. 17:31
Flosi: og einmitt ástæðan fyrir því að mönnum sem er alveg sama um efnið ætti ekki að vera leyft að skrifa um það. Það er í raun vanvirðing við bæði umfjöllunarefnið og lesendur.
Marilyn, 11.9.2009 kl. 17:36
Vá ... þetta er nú umræðuefni til þess að þrasa um ? Eigum við kannski að rífast næst um naríur Enlandsdrottningar eða hvort model eigi að ganga í g-streng ?
Brynjar Jóhannsson, 11.9.2009 kl. 17:49
Hahahahaha:') Góður Brynjar!(h5)
Lena (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 18:01
Hver er brad pitt?
Jon D (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 19:18
Jú Brynjar vegna þess að það hafa ekki allir áhuga á því að ræða og rífast um Ice-save og stöðu heimilanna í landinu. Ekki afþví að það séu ekki mikilvæg mál heldur einfaldlega vegna þess að það er nóg af fólki til að gera það. Svona fréttir af fræga fólkinu eru skemmtilegar fyrir þá sem áhuga hafa og eitt mest lesna fréttaefni dagblaðanna - og afhverju þá að kasta til höndum þegar kemur að vinnslu þeirra?
Í þessari frétt felst mikil villa og ekkert að því að benda á það. Í hvert skipti sem mylsna fellur á gólfið er gott að þrífa hana upp því annars verður gólfið ógeðslegt á endanum ;)
Marilyn, 11.9.2009 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.