Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Lífstíll | 28.5.2008 | 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ef við mínusum út öll *við erum nágrannar* atkvæðin, öll *sameiginlegur menningarheimur* atkvæðin og öll *sleikjum þá upp* atkvæðin þá standa eftir þeir sem kusu skv. smekk og sannfæringu í öllum löndum, alveg sama hvar þau liggja í þessari risastóru álfu okkar. Getur það þá staðist að Noregur hafi átt besta lagið í kvöld? Noregur fékk alltaf stig og ekki bara eitt eða tvö stig heldur sexur og sjöur og jafnvel hærra.
Persónulega var ég varla búin að sjá eða heyra norska lagið fyrr en í kvöld og mér fannst það nú ekkert svo spes og gleymdi því auðveldlega. En þetta var það sem gekk í Evrópu, alla Evrópu! Eða á Noregur í einhverjum samböndum við þessi lönd sem við vitum ekki um?
Svekkelsi kvöldsins var tvímælalaust þegar við fengum 12 stig frá Dönum (takk fyrir það) en það var ekki sýnt frá liðinu okkar af því að þetta voru síðustu atkvæði kvöldsins og ljóst að berfætti Rússinn var búinn að vinna, sem by the way var ljóst löngu fyrr svo ég skil ekki afhverju var ekki hægt að leyfa okkur að njóta heiðursins sem fylgir því að fá 12 stig. Tvímælalaust svekkelsi kvöldsins. Og hvað er málið með að Rússland vann, þetta var glatað lag og Grikkland líka. Hvað með Portúgal, Frakkland og Kýpur (sem datt út á fimmtudaginn)??? Þarf að fara að reisa járntjaldið aftur eða hvað?
Lífstíll | 25.5.2008 | 02:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég er komin í skipulagsgírinn og þar sem við á Gestgjafanum erum nú að vinna garðveislu og sparnaðarblað er ég að fletta upp rosalega mikið af sparnaðarráðum á netinu sem gætu nýst í umfjöllun í blaðið. Þegar maður sekkur sér svona ofan í eitthvað málefni verður maður auðvitað svolítið smitaður af því og þess vegna er ég komin í nokkurskonar ofur-skipulags-sparnaðargír.
Ég hef komist að því að sparnaður er lífstíll, ég hef líka komist að því að það er hægt að ganga mismunandi langt í sparnaði og ég hef líka komist að því að tíminn er peningar. Málið er nefnilega ekki að maður þarf að "spend money to make money" heldur er það sem maður þarf raunverulega að gera að "spend time to save money".
Dæmi: Sviðasulta kostar fullt af peningum og við erum að tala um hræódýrt kjöt sem annars yrði hent því sárafáir kaupa og matreiða svið af einhverju ráði í dag. Það tekur u.þ.b. hálfan dag að útbúa sviðasultu heima við, maður fær langtum meira magn af henni og hún kostar aðeins brotabrot af því sem hún kostar pökkuð og forsoðin. Spurningin er samt þessi - hvað kostar þú í hálfan dag og hvað hefðirðu getað gert annað á meðan? Sama gildir um að búa til sína eigin jógúrt o.m.fl.
Það er hægt að ganga of langt í að spara. Fann t.d. heimasíðu áðan þar sem konum er kennt að búa til sín eigin, margnota dömubindi... Já nei, ég held ekki en takk samt. Það má samt nota svipað ráð og eyða í bikarana og sleppa þannig við kostnað vegna blæðinga í framtíðinni. Ef hver pakki af túrtöppum kostar 500 kall þá þarf maður ekkert svo marga mánuði til að bikarinn borgi sig að ógleymdu öllu ruslinu sem fylgir hinu dótinu.
Ég fer aldrei með mína eigin poka með mér í búðir en ég hendi samt aldrei innkaupapokunum heldur nota þá undir rusl osfrv. Það er samt sem áður ódýrara að kaupa sérstaka ruslapoka (sem kosta 3-5 kr. stk.) í staðinn fyrir að spandera alltaf í innkaupapoka, hef aldrei komist upp á lagið með það. Ég dreg samt mörkin við það að föndra gólfmottur úr plastpokum, slík fyrirbæri kæri ég mig ekki um.
Sparnaðarráðin sem ég ætla að fylgja á næstunni snúa samt mest að hreinsiefnum og innkaupum. Nú erum við kallinn komin með system þar sem hann fer í búðir á föstudögum, á föstudögum eru flest tilboð á kjöti t.d. og hann á að notfæra sér þau. Sparnaðurinn við að láta hann fara í búðir er líka sá að hann er ólíklegur til að fara langt út fyrir miðann, sem er oftar en ekki kostur. Svo ætlum við að skera uppþvottaefniskostnað niður um helming með því að skera töflurnar í tvennt. Borða meira úr frystinum og afhríma hann oftar til að koma meira dóti inn. Frystar eru guðgjöf til þeirra sem eru að spara því þar má geyma tilboðsdótið. Frysta ostafganga og fleira svona fönkí.
Eitt sem ég þoli samt ekki er sparnaðardrasl. Ódýrasti klósettpappírinn er kannski ekkert ódýrasti klósettpappírinn því rúllan dugir helmingi styttra en pappír sem er aðeins betri og aðeins dýrari og í hverju er þá sparnaðurinn fólginn ef það þarf að kaupa helmingi meira af pappírnum? Ég þoli heldur ekki að ódýrubúðirnar á borð við bónus geti fengið að kalla sig ódýrari þegar þau bjóða upp á eitthvað euroshopperdrasl í staðinn fyrir alvöru vörurnar og bjóða jafnvel eingöngu upp á það í ákveðnum flokkum. Ef maður er ekki að fá sömu gæðin á lægra verði þá er maður ekkert endilega að spara. Ég legg til að verðkannanir verði framkvæmdar eftir merkjum í framtíðinni - ekki bara "sambærileg vara" því sambærileg vara er ekki sama varan.
Sparnaðar-Gudda, yfir og út
Lífstíll | 23.5.2008 | 14:26 (breytt kl. 14:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ok ég er ekki mesti júrónördinn - ég man ekki hvaða ár þetta eða hitt gerðist, ég er ekki búin að fletta upp statistics fyrir svört föt og hversu oft sigurvegararnir eru ljóshærðar konur, ég horfi aldrei á gamlar júróvisjónkeppnir, veit ekki hvað lögin heita og yfirleitt ekki hvað keppendurnir heita og oftast ekki frá hvaða landi lögin eru en ég veit hvað það skemmtilegasta við júróvisjón er og það er að kommenta heima í stofu, benda, hlæja og skjóta föstum skotum á keppendurnar. Júróvisjón er svona eins og áramótaskaupið - það geta allir haft skoðun á því og því fleiri skoðanir því skemmtilegra.
Skemmti mér konunglega í kvöld yfir júróinu mínu. Ætlaði í partý en fannst betra að vera heima að glápa í náttsloppnum mínum. Að lokum langar mig að benda ykkur lúðunum á að júróvisjón er töff, blogg um júróvisjón eru töff og að ég er töff töff töff.
Lífstíll | 23.5.2008 | 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrjár mínútur til þess að slá í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 22.5.2008 | 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Já það er svo sannarlega kominn tími á risastóra júróvisjónbloggið. Ég elska júróvisjón og ég hef ekki verið að gefa þessari keppni þann tíma sem hún á skilið í ár. En nú ætla ég að bæta úr því og skoða alla keppendurnar í ár (nema þá sem duttu út á þriðjudaginn, Dustin - I could have told you so).
Fimmtudagur:
1. Ísland - This is my life - Júróbandið er fyrst á fimmtudaginn og ég ætla ekki að eyða of miklu plássi í þessar elskur en mér fannst lagið gott um leið og ég heyrði það og þó það sé búið að teknóast svolítið upp síðan þá finnst mér það enn þá gott. Og myndbandið fannst mér frábært. Stæling á youtube stælingarmyndbandi - art imitating art imitation - snilld!
2. Svíþjóð - Hero - Charlotte Perelli er þessi síunga með teygðu augun sem stal sigrinum af Selmu sælla minninga, hún var líka í norræna júróvisjón þættinum með Eika Hauks (það var by the way eitt besta sjónvarpsefni ever!). Hún er náttúrulega þaulvön júró, getur sungið og er kraftmikil. Lagið er bara lala popp og byrjar illa en lagast svo reyndar þegar á líður þangað til það er orðið pínu þreytandi. Þessu er spáð sigri - sem ég er reyndar ekki alveg að kaupa - Eurobandið stelur því vonandi af henni því þau eru ekki bara að reyna að gera út á hútsjí-ið. Mér finnst líka alltaf eitthvað glatað við að syngja um eitthvað Hero - en það er bara ég.
3. Tyrkland - Deli - Rokkgrúbba sem kallar sig Mor ve Ötesi sem ég hef ekki hugmynd um hvað þýðir en þegar ég sá söngvarann í byrjun myndbandsins hélt ég að þar væri mættu Jesse Metcalfe sem lék garðyrkjudrenginn unga í Desperate Housewifes, það rjátlaðist reyndar fljótlega af mér. Ég fíla ekki viðlagið í þessu en þess á milli er lagið ágætt, hljómar eins og eitthvað sem maður gæti heyrt á músíktilraunum (en ekki líklegt til sigurs þar frekar en á Júróvisjón). Það hljómar heldur ekkert sérlega tyrkneskt þetta lag - án þess að ég ákveði hvað er tyrkneskt, en þetta er ekki týpískt, tyrkneskt júrólag jafnvel þó það sé sungið á tyrknesku. Grykkir eru að fíla þetta og lofa að gefa Tyrklandi 12 stig en það er náttúrulega bara júrópólitík.
4. Úkraína - Shady lady - Þetta er show og ef eitthvað er að marka búningana þarna þá eigum við von á sjónrænni skemmtun þegar Ani Lorak syngur lagið sitt. Lagið er voða plein en það er eitthvað sem ég fíla við rímið Shady lady og ég elska show svo ég hlakka til að sjá þetta. Lagið er samt ekkert sérlega líklegt til stórafreka þó það gæti grísast í aðalkeppnina út á showið og líka af því að skv. kommentum við myndbandið eru sumar austantjaldsþjóðirnar mjög að fíla þetta. Ég vildi bara að ég hefði fengið kjólinn hennar lánaðann fyrir glamúr og glimmerkvöldið - þá hefði ég kannski landað sigrinum.
5. Litháen - Nomads in the nigh - Rosalega gaman að hlusta á framburðinn hjá Jeronimas Milius og röddin hljómar svolítið eins og grín líka - og ef það klikkar getum við alltaf gert grín að hárinu hans eða fötunum sem eru alveg ca. '92 í þessu myndbandi. En þetta á að vera rosa dramatískt og svo sit ég bara hér og geri grín.
6. Albanía - Zemrem e lame Peng - Rólegt rokk, kannski fínasta lag en pínu flatt og þetta er alveg í ætt við lagið sem vann í fyrra, bara ekki jafn flott. Ég vona að Olta Boka fái stílista fyrir kvöldið því hún er svolítið eins og hún sé bara á leiðina á skrifstofuna á föstudegi í þessi myndbandi. Spurning um dash af make-uppi, fansí hár og dramatískan kjól í stíl við lagið. Sýnist reyndar á official myndbandinu þeirra að sú verði raunin.
7. Sviss - Era Stupendo - Ég held að ég muni sakna DJ Bobo, vampírulagið hans var magnað og minnti svo rosalega á 8., 9. og 10. bekk. Þetta lag byrjar rólega og eykur svo hraðann. Allar reglur um hámarksfjölda á sviði eru þverbrotnar en miðað við þetta má samt búast við einhverju dansatriði frá Sviss. Gaurinn er ekkert sá ljótasti og fær eflaust nokkur stig fyrir það en lagið er bara svona meðal og reyndar eru uppi raddir um að þetta sé alveg þrælstolið lag frá einhverri Amy Diamonds - en ég veit auðvitað ekkert um það.
8. Tékkland - Have some fun - Úúúú meðalmennska upp á sitt besta. Ofurbrúnka, dress sem hefði tryggt mér sigurinn í glimmer keppninni (tek þetta sem ég sagði um dressið hjá Úkraínu til baka) og raddlaus en sæmilega myndarleg gella. Svo er Dóri DNA að þeyta skífum þarna til hliðar - Nei djók. En ég er allavega ekki "having fun" því mér er illt í eyrunum og þetta lúkkar álíka spennandi og sólbaðsstofuauglýsing, og jú kannski þykir einhverjum það spennandi.
9. Hvíta Rússland - Hasta la vista - Hvað er búið að nota þennan titil eða þessi orð oft í sögu júró? Finnst þetta amk. hljóma eitthvað þreytt sem titill - og hann segir meira að segja hasta la vista beibí! Á að hljóma stuð en gaurinn er ekki alveg í nógu miklu stuði. Vonandi fær hann svona back-up dansara í keppninni og kóríógrafer sem kennir honum að hreyfa sig um sviðið. Þetta lag gæti nefnilega halað inn nokkrum stigum ef sviðsframkoman nær að heilla fólk. Fólk elskar nefnilega lög með einföldum viðlögum sem fljótlegt er að læra utan að.
10. Lettland - Wolfes of the sea - Teknó sjóræningar, dreptu mig núna. Þetta er eitt það versta og ég veit ekki hvort ég á að vona að þetta sé grín eða ekki því ef þetta er grín þá er þetta svo lélegt grín og ef þetta er ekki grín þá er þetta bara lélegt en það er bara alveg rosalega sárt að horfa og hlusta á þetta. Þetta er ekki ósvipað teknó og DJ Bobo var með í fyrra en nær samt ekki með tærnar þar sem vampírurnar hans voru með hælana svo ég spái þessu hægum en kvalafullum dauðdaga nema allir leyfi krökkunum sínum að kjósa í kvöld, þau eru svo áhrifagjörn þessar elskur.
11. Króatía - Romanca - Æji þetta er nú svolítið krúttlegt og rífur mann alveg upp úr æskudýrkuninni sem júróvisjón annars er. Þeir fá fullt af stigum fyrir það og lagið er þægilegt og frekar fallegt. Vona svo að dótturdóttir þeirra fái fallegri kjól í keppninni en annars er ekki mikið um þetta að segja nema að þetta er frekar óhefðbundið miðað við það hvernig keppnin er orðin og gamli kallinn er æðislegur þarna að röfla eitthvað og rífa sig inni í lagið. En ég hef reyndar alltaf haft svolítinn soft spot fyrir gömlum köllum.
12. Búlgaría - DJ take me away - ÉG leyfi mér að fullyrða að þetta er fyrsta DJ-lagið í júróvisjón og það er bara nokkuð flott. Ég er að fíla taktinn og söngkonan hljómar vel. Myndi kannski bara hafa áhyggjur af því að þetta lúkkaði ekki jafnvel á sviði og í myndbandi en það verður bara að koma í ljós.
13. Danmörk - All night long - ÞEtta er víst samið af sama gaurnum og samdi "I´m talking to you" og það heyrist alveg eima af því í gegn. Þetta er rosa danskt eitthvað og samt getur maður ekki bent á það afhverju þetta er svona danskt. Kannski er það þetta ligeglad-ambiance. Annað hvort á þetta eftir að slá í gegn eða fara alveg í taugarnar á liðinu ég get sjálf ekki ákveðið hvaða áhrif þetta lag hefur á mig.
14. Georgia - Peace will come - Æj þetta er eitthvað svo... og hún er blind og syngur um frið og já, bara sympathy overkill hérna. Hrikalega vont lag og sólgleraugun minna mig á Trinity í tölvumyndinni þarna og ég þoldi hana aldrei. Það er samt rosa húmor í tjaldpilsunum hjá gaurunum og ég vona að það haldi sér í lokaútgáfunni á sviði svo við höfum eitthvað til að hlæja að. Sérstaklega ef það kemur í ljós að Danmörk er pirrandi því þá erum við orðin megapirruð að þurfa að hlusta á þetta líka og þurfum eitthvað til að gera stólpagrín að.
15. Ungverjaland - Szívverés - Hvað sem það nú þýðir. Það er massa líklegt að hér skreppi ég á klósettið, búin að sætta mig við þá staðreynd að ég held ekki ópissandi út heila forkeppni og vel þetta lag sérstaklega því það bara er ekki að gera neitt fyrir mig. Þetta er frekar sætt, eiginlega of sætt og ég er ekki vön að nota slík orð um nokkurn hlut. Þetta er einum of normal bara en ekkert að þessu þannig lagað.
16. Malta - Vodka - Þessi titill kemur drykknum fræga víst ekkert við heldur er eitthvað í sambandi við leyni-kóða sem á að reyna að brjóta ... skil ekki afhverju það þarf að búa til svona lygasögu - ef þetta tengist ekki drykknum og á ekki að höfða til austantjalds vodkadrykkjuþjóða afhverju heyrast þá kósakkaköll og nastrovje í byrjun lagsins? Lagið er svolítið misheppnað og hefði eflaust hitt í mark á svipuðum tíma og "a real good time" með íslensku lukkutröllkellingunni kom út, man því miður ekkert hvenær það var. Leiðist ofboðslega undirspilið og röddin en það er samt fullt af fólki sem finnst þetta æði.
17. Kýpur - Femme fatale - Fíla titilinn og mér finnst þetta eiginlega bara alveg rosalega skemmtilegt lag. Flottar hraðabreytingar og hrynjandi, flott tungumál og stelpan er sæt og syngur vel. Þau mættu fullkomna dansatriðið sitt aðeins meira og fara í meira flashy búninga og þá er þetta seif í gegn.
18. Fyrrverandi júgóslavneska lýðveldið Makedónía - Izgubena vo nocta - Já nú er það vont og ég held svei mér að það velti ansi mikið á sviðsframkomunni í kvöld. Þessi útgáfa er t.d. alveg rosalega vond en ég sá lagið í þættinum Alla leið og það hljómaði ekki svona illa svo þetta getur ekki verið alveg að marka. Lélegt show og gæti verið svo miklu meira, spurning hvað þau gera á sviðinu.
19. Portúgal - Senhora de mar - Hafmeyjan og það mætti segja mér að atriðið muni leika á titil lagsins big time á sviðinu í kvöld. Besta lag sem Portúgal hefur sent frá sér í mörg ár en spilar svolítið inn á sigurlagið frá því í fyrra, svona risa-drama-lag. Við höfum öll gaman að þeim en kannski ekki tvö ár í röð. Ég er samt ekki að ná því hvernig toppurinn á söngkonunni er klipptur - hvað er málið með að klippa ekki beint - Habbý???? Að lokum: reynið að finna gaurinn með standpínuna.
Og ég elska lögin frá Frakklandi og Spáni en meira um þau seinna kannski.
Lífstíll | 21.5.2008 | 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Já ég var tekin - veit ekki hver gerði það, veit ekki afhverju, veit ekki hve lengi ég verð í haldi en ég var tekin aðfaranótt þriðjudags.
Þriðjudagsmorguninn vaknaði ég með þetta líka hrikalega tak. Og af því að ég er fashion forwards og tak í baki eru svooo last season þá fékk ég tak í ökklann á vinstri fæti. Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri hægt. Hringdi strax í hnykkjarann minn og spurði hvort hnykk væri bara fyrir hrygg, hann hélt nú ekki, það væri svo gott sem hægt að hnykkja allt svo hann hnykkti á mér ökklann í snarhasti. Svo hnykkti hann aftur í morgun og ætlar að hnykkja aftur á föstudaginn og mér finnst þessi ökkli vera farinn að kosta mig ansi mikið fé því hnykkingar eru rándýrar þótt þær geri sitt gagn.
Lífstíll | 21.5.2008 | 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fékk að sjá Viku-auglýsingarnar í dag og það var sem mig grunaði - það sést ekkert í mig í raun og veru nema í einni auglýsingunni þá sést pínu í hárið mitt og fjólubláu peysuna. En ... hins vegar var það einmitt líka akkúrat sem mig grunaði að ég leik stærra hlutverk en leikstjórana grunar því forsíðan með myndinni af mér og Habbý á sést mjög vel í einni auglýsingunni þar sem Ilmur leikur konu í hjólastól.
Við ættum í raun að vera í myndatökum mánaðarlega við erum svo drop dead...!
Lífstíll | 20.5.2008 | 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það var brjálæðislega gaman í glimmer og glamúrpartíinu. Ég keypti mér fermingardress fyrir kvöldið og árangurinn lét ekki á sér standa. Ég hefði líklega unnið glimmer og glamúrkeppnina ef Ella Sigga hefði ekki náð að channella sína innri Marilyn og vera þannig bæði með glimmer (aka pallíettur) og glamúr (aka Marilyn). En hey, ef maður á að tapa fyrir einhverjum þá má það sko alveg vera Marilyn ;)
Dagurinn byrjaði samt ekki á glimmer og glamúr. Ég fór í klippingu til Habbýar um hálf 12 og það tók auðvitað fullt af klukkutímum. Svo kíktum við í Kringluna og keyptum leggings (á mig) og svo beint heim til Habbý að slaka aðeins á fyrir kvöldið. Innkaupahólistarnir komu með matinn og ég gaf fyrirmæli um niðurskurð á tómötum og fleira grænmeti úr rúminu því ég var svo þreytt. Maturinn heppnaðist stórvel og var ótrúlega góður. Það datt allt í dúnalogn í stofunni hjá Habbý þegar 10 hömlulausar hættu að blaðra til að borða. Það eina sem heyrðist var einstaka "skál" og svo bara stunur, á eftir fylgdi svo spurningaflóðið: "hvað er þetta?", "hvað er í þessu?".
Eftir matinn byrjaði svo glimmerið og glamúrinn hjá mér. Ég skellti mér í fermingardressið, fékk make-up hjá Habbý og þá var ég tilbúin í "stanslaust stuð að eilífu" a la Páll Óskar.
Við enduðum svo kvöldið á barhoppi; Apótek, Rex (aka grandma's place), Hressó, Tunglið (aka "ég trúi ekki að það kosti inn") og Organ sem var hitt kvöldsins því þar var einmitt glimmer og glamúrþema líka. Það var gay stemning sem var yndislegt, við dönsuðum við Frú Glimmer og skemmtum okkur konunglega.
Ég er samt alveg búin á því eftir þessa helgi. Ég var með matarboð á föstudagskvöldið og fór seint að sofa og vaknaði snemma, djamm á laugardaginn og svo vinkonuhitting á sunnudagsmorguninn (les. hádeginu). Svo vildi kallinn endilega horfa á Desperate Housewifes á DVD í gærkvöldið og ég segi náttúrulega ekki nei við því. En þetta var frábærlega bissý helgi með góðum mat og gaman að hitta alla skemmtilegu vini sína, sérstaklega stelpurnar.
Takk fyrir mig stelpur!
Lífstíll | 19.5.2008 | 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hlakka svo til að djamma á morgun með gordjöss gellunum mínum. Matseðillinn er að verða til í hausnum á mér og hann verður djúsí góður.
Fór svo í kringluráp með Ellanum og keypti mér eitt stykki fermingardress. Mig hefur alltaf langað í fermingardress og nú á ég fjólublátt mega fermingardress. Nú vantar mig fjólublátt glimmer, augnskugga og allt það svo stelpur, ef þið eruð að lesa og eigið eitthvað t.d. í áttina að make-uppinu í nýja júróvisjón myndbandinu þá verðið þið að koma með það til Habbý í kvöld OK!
Lífstíll | 17.5.2008 | 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)