Nýtt nafn

Ég kann ekki við að heita "Guðrún Vaka" á netinu. Ekki af því að ég vil blogga nafnlaust, þeir sem vilja vita eiga auðvelt með að komast að því hver stendur á bak við nafnið Marilyn enda hefur það verið netsjálf mitt frá upphafi Internetsins, eða hér um bil, og aldrei verið neitt leyndarmál. Finnst bara eitthvað svo kjánalegt að horfa á nafnið mitt alltaf á skjá og kýs því að blogga og bara gera allt undir nafninu Marilyn á netinu. Þetta er samt ég - Guðrún... Vaka kennd við Helga sem hefur reyndar orðið uppspretta ótal skemmtilegra brandara, sérstaklega í barnaskóla og á meðan forlagið Vaka - Helgafell var enn til.

 En já - þrjár færslur fyrsta daginn... ekki amalegt. Ég er greinilega í magnaðri tjáningarþörf þessa dagana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Velkomin á moggabloggið, það verða allir tölvuviktararnir komnir áður en við vitum af. Veit ekki hvort þú fékkst meilið, en þú ert velkomin í Tupperware/uppskriftahugmynda hitting á miðvikudaginn. 

Helga Dóra, 17.3.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • anda
  • boom
  • ...img_1880
  • ...1810_767256
  • Jólakúla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband