Eyddi megninu af morgninum í það að fræðasast um fiska sem ekki er hægt að veiða hér á norðurslóðum, þeir heita nöfnum eins og tilapia, silver pomfret og pangasus. Merkilegastur þótti mér þó fiskur sem kallast yellow walking catfish en hann getur "gengið" á land og andað að sér súrefni (úr andrúmsloftinu). Þessi fiskur étur allt og étur hratt og er svo skæð plága fyrir fiskræktendur í Flórída að þeir þurfa að girða fyrir tjarnirnar sínar svo fiskurinn komist ekki þangað.
Hér sést einn hress á röltinu, örugglega á leiðinni í næstu tjörn að hitta kellingar og fá sér að éta.
Þeir eru svolítið eins og ég var þessir fiskar. Rölta á milli, éta allt sem fyrir verður og éta það hratt!!
Athugasemdir
Hann fæst í Asían á Suðurlandsbraut, getur bara tékkað ;)
Marilyn, 29.3.2008 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.