Ef við mínusum út öll *við erum nágrannar* atkvæðin, öll *sameiginlegur menningarheimur* atkvæðin og öll *sleikjum þá upp* atkvæðin þá standa eftir þeir sem kusu skv. smekk og sannfæringu í öllum löndum, alveg sama hvar þau liggja í þessari risastóru álfu okkar. Getur það þá staðist að Noregur hafi átt besta lagið í kvöld? Noregur fékk alltaf stig og ekki bara eitt eða tvö stig heldur sexur og sjöur og jafnvel hærra.
Persónulega var ég varla búin að sjá eða heyra norska lagið fyrr en í kvöld og mér fannst það nú ekkert svo spes og gleymdi því auðveldlega. En þetta var það sem gekk í Evrópu, alla Evrópu! Eða á Noregur í einhverjum samböndum við þessi lönd sem við vitum ekki um?
Svekkelsi kvöldsins var tvímælalaust þegar við fengum 12 stig frá Dönum (takk fyrir það) en það var ekki sýnt frá liðinu okkar af því að þetta voru síðustu atkvæði kvöldsins og ljóst að berfætti Rússinn var búinn að vinna, sem by the way var ljóst löngu fyrr svo ég skil ekki afhverju var ekki hægt að leyfa okkur að njóta heiðursins sem fylgir því að fá 12 stig. Tvímælalaust svekkelsi kvöldsins. Og hvað er málið með að Rússland vann, þetta var glatað lag og Grikkland líka. Hvað með Portúgal, Frakkland og Kýpur (sem datt út á fimmtudaginn)??? Þarf að fara að reisa járntjaldið aftur eða hvað?
Athugasemdir
Sammála, í einu og öllu......
Helga Dóra, 25.5.2008 kl. 11:03
Who cares ?
Ómar Ingi, 25.5.2008 kl. 13:20
Sammála með rússann þetta var ömurlegt lag:o)
Kristborg Ingibergsdóttir, 25.5.2008 kl. 18:03
I DO!
Marilyn, 25.5.2008 kl. 23:03
Ég er hjartanlega sammála, þetta var ekki að gera sig, en Noregur var með ágætt lag. Annars gaman að heyra í þér í gær og hlakka til að sjá þig í sumar:)
Viktoría (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.