Kaupóða konan

Þær eru ekki ófáar vikurnar sem ég hef verið að böggast yfir að eiga engin föt sem passa (nú þarf maður auðvitað eitthvað sérsniðið óléttudót a.m.k. ef maður ætlar að ganga í buxum) og líka að eiga ekkert $%"#$"#$ síróp til að setja í hveitikímið. Ég átti einar ótrúlega þægilega hvítar óléttubuxur en ég þvoði þær með hvítum þvotti á 40% og einhver svartur leðurmiði sem var áfastur buxunum litaði smitaði bláum lit út frá sér. Skítt að skella einhverju svona dökku drasli á skjannahvít föt! Jæja dagurinn í gær og dagurinn í dag voru dagarnir sem ég drullaðist loksins til að gera eitthvað í málunum. 

Ég fór loksins til að kvarta yfir buxunum í dag og það voru ekki til aðrar eins eða neinar jafn ódýrar sem mig langaði í þannig að ég endaði með fjólubláan hlýrabol. Fjólublár er THE litur núna ef þið skylduð ekki hafa tekið eftir því... enda var því komið til leiðar í dag að forsíða næsta Gestgjafa er fjólublá og ótrúlega töff. Jæja einn bolur dugir mér nú ekki því mig vantar buxur, alveg komin með ógeð á sokkabuxum og leggings-dæminu sem ég er alltaf í. Fann fínar gráar gallabuxur í Zöru á 1800 kall og keypti svo síða hneppta peysu sem var reyndar ekki á útsölu en alveg þess virði að ég keypti hana samt. Nú er ég mega hott með bumbuna í steingráum buxum, ljósgrárri peysu og fjólubláum hlýrabol undir. Buddurnar sem vinna með mér segja að ég sé eins og B - reyndar sögðu þær fyrst að ég væri eins og Þ en ég leiðrétti þær, ég er allt annað en flatbrjósta þessa dagana. 

 

Svo var það hitt sem var að bögga mig. Það er skortur á sykurlausu sírópi frá Da Vinci í kaffitár, þessar örfáu tegundir sem þeir fá eru ekkert spes nema vanillan sem er alltaf uppseld. Í gær tók ég mig loksins til að pantaði heilan helling af sírópi - svona um það bil 24 flöskur takk fyrir og þar af 6 með vanillubragði. Ég þoli ekkert verr en að geta ekki fengið að borða það sem ég vil, eins og t.d. þegar hveitikímið eða sykurlausa sýrópið er uppselt á landinu. Nú ætti ég að hafa komið í veg fyrir það a.m.k. næsta hálfa árið ef ekki lengur. Hlakka til að smakka djús úr sykurlausu appelsínusírópi eða búa jafnvel til frostpinna úr sykurlausu sítrónusírópi, jammí. Svo datt ég í lukkupottinn í smáralindinni í dag því í Kaffitárinu þar voru einmitt til 2 flöskur af vanillusírópi sem ættu að duga mér þar til sendingin mín lendir á dyrapallinum hjá mér. Hæ hó ég hlakka til!

Svona er þetta víst þegar maður loksins drattast til að gera eitthvað í því sem er að bögga mann ... böggið leysist allajafna eða maður fær á hreint hvenær það mun leysast og getur andað rólega þangað til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Sýróp já

Ómar Ingi, 7.8.2008 kl. 18:18

2 Smámynd: Helga Dóra

Heyrðu þessi gremjufulla færsla minnir mig óneitanlega á síðustu daga í mínu lífi... ég held að ég sé bara að klára það fjórða og kominn tími á viðtal við frúnna.....

Helga Dóra, 7.8.2008 kl. 18:38

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Það er bara málið maður verður að eiga sýróp :o) Knús

Kristborg Ingibergsdóttir, 7.8.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Marilyn

Síróp síróp síróp - síróp er í alvöru með einföldu Í þó ég stelist stundum til að skrifa það með ý - en prófarkalesarinn lýgur ekki að ykkur - síróp skal það vera ;)

Marilyn, 8.8.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband