Komið haust í huga mínum og þá þarf ég nýtt lúkk. Er svona ægilega lukkuleg með þennan haustlega, appelsínugula. Verst að ég virðist ekki geta breikkað dálkinn sem textinn lendir í en það kemur kannski síðar.
Fyrsti dagurinn í vinnunni eftir sumarfrí og ég er að komast í gang. Í gang þýðir samt að ég er alveg að sofna eftir hádegi. Mér finnst eins og ég sé að byrja í skólanum - er með skóla-haust fíling í mér. En það er víst kallinn sem er að byrja í skólanum og stelpan mín er að byrja í skólanum... litla barnið er að fara í skóla... reyndar í 5 ára bekk en mér er sama, hún er að fara í skóla og við erum að fara að hitta kennarann hennar á miðvikudaginn. Skrítið hvað ég varð allt í einu fullorðin.
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Segir Bandaríkin skuldbundin NATO
- Börnin sváfu í brennandi húsinu
- Slæmt ástand í borginni: Kastar upp vegna lyktar
- Ungverjar draga aðildina til baka
- Tala látinna í Mjanmar komin yfir þrjú þúsund
- Enginn vinnur í viðskiptastríði
- Mikið áfall fyrir hagkerfi heimsins
- Amazon gerir tilboð í TikTok: Bann yfirvofandi
Athugasemdir
Cool Look
Ómar Ingi, 18.8.2008 kl. 16:31
viltu taka út þessa efstu mynd af þér
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 18.8.2008 kl. 20:02
Bíddu ella ... ertu að segja að ég sé feit?
Marilyn, 18.8.2008 kl. 23:53
Var að reyna að færa myndarenninginn... en bara afþví að þú kommentaðir svona á þetta þá fær hann að vera! Múhahaha
Marilyn, 18.8.2008 kl. 23:54
Fínt lúkk.
Kristborg Ingibergsdóttir, 18.8.2008 kl. 23:59
já vá þú ert sko orðin rosalega fullorðin.
Gangi ykkur vel með verkefnin á haustönninni :D
María, 19.8.2008 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.