Þakið er að rifna af Lynghálsi

Það er nú alltaf stuð hérna og skemmtilegt fólk sem ég vinn með en herre Gud - það liggur við að ég geti talið mörkin á fagnaðarlátunum og vonbrigðastununum sem koma stundum inn á milli. Mikið er ég glöð að vinna á vinnustað þar sem er í lagi að vera í stuði, horfa á spennandi ólympíuleik og borða snakk og drekka bjór í boði starfsmannafélagsins. Gerist nú varla betra þó ég drekki hvorki snakk né borði bjór. Sama hvernig leikurinn fer (og þetta lítur vel út akkúrat þegar þetta er skrifað og klapplið hússins var að enda við að fagna) þá megum við vera stolt af frammistöðu Strákanna okkar í þessum leik og hey, við getum ekki endað neðar en í 4. sæti sem verður að teljast góður árangur.

Enn eitt fagnaðaröskrið... ég verð að fara og kíkja á "veggsjónvarpið" frammi. 

 

UPPFÆRT: VÁVÁVÁ - ÞAÐ LIGGUR VIÐ AÐ ÉG SKRIFI ÞETTA Í CAPS EN ÉG ÆTLA NÚ SAMT AÐ SLÖKKVA Á ÞVÍ NÚNA. Við erum að ræða gull eða silfur á Ólapíuleikunum! Ég er í geðshræringu og fékk gæsahúð inn að hjarta við að sjá alla þessa gaura skæla bara máttlausa af gleði eftir leikinn. Fagnaðarlætin urði ekki minni hér þegar Óli forseti sagði að við ættum að halda þjóðhátíð það sem eftir lifði dags - já sei sei, veit ekki hversu langt umburðarlyndi yfirmannanna nær en það má láta reyna á það.  

dorrittHér má sjá Óla-píu á Ólapíuleikunum. 

Ég er viss um að nuddið gerði gæfumuninn.

 

Áfram þjóðhátíð! 


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég var að komast að því að maðurinn minn "ógeðslega spenntur" er alveg eins og maðurinn minn ... alla daga ... óskaplega rólegur og yfirvegaður ... kræst ég kem í vinnuna til þín í næsta leik

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 22.8.2008 kl. 13:39

2 Smámynd: Helga Dóra

Guð minn góður,,, ég bara grét......

Helga Dóra, 22.8.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Helga Dóra

Heyrðu, hún Ólapía var svona rosalega stemminguð....... Geðveikt.....

Helga Dóra, 22.8.2008 kl. 15:16

4 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Svo er bara að vakna snemma á sunnudaginn og styðja strákana okkar.

Kristborg Ingibergsdóttir, 22.8.2008 kl. 23:25

5 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Gleymdi einu, Guðrún mín þú ert komin með pláss hjá mér :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 23.8.2008 kl. 00:24

6 Smámynd: Marilyn

Geggjað - svona á að gera þetta og krakkinn ekki einu sinni hálfnaður í ofninum ;)

Marilyn, 23.8.2008 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband