Ég ætla í keisara

... og þegar ég segi fólki frá því rekur það oftar en ekki upp stór augu. Eins og það sé einhver skylda að reyna við eðlilega fæðingu. Ég er reyndar búin að reyna við hana, var í u.þ.b. 3 sólarhringa að bíða eftir að eitthvað gerðist, með dripp og verki og á endanum með epidural, en ekkert gerðist. Útvíkkun stoppaði í 6. Sú meðganga endaði s.s. með keisara og einmitt vegna þessara viðhorfa fannst mér svolítið eins og mér hefði mistekist. Ég sem ætlaði ekki einu sinni að þiggja verkjalyf og gera þetta allt eitthvað svo náttúrulega og njóta þess að geta sagt "iss þetta var ekkert mál" - eins og mér fannst að maður ætti að segja.

Jæja, barnsfæðingar eru heilmikið mál. Ég fékk að vera viðstödd fæðingu systur minnar 2 árum eftir keisarann minn og það var fríkað. Ég horfði líka á keisaraskurðinn í þættinum Fyrstu sporin og bara ruggaði mér því þetta var svo hrikalegt eitthvað og auðvitað rifjaðist móðursýkin og hræðslan upp fyrir mér frá því að ég fór.

Bottom line er að mér finnst ég ekki vera að missa af neinu með því að ætla að plana keisarann núna. Ég veit hverju ég á von á, ég veit að ég verð lengur að jafna mig, ég veit að þetta er inngrip. En mér finnst samt bara ágætt að geta tekið þessa ákvörðun og verið alveg sama hvað öðru fólki finnst um hana. Það er aldrei að vita nema ég skipti um skoðun... en þá verður það líka vegna þess að ÉG er að skipta um skoðun en ekki að fylgja skoðunum fólksins sem hváir með hneikslunarsvip "nú?  af hverju?" eða "langar þig ekki til að prófa hitt?" 

 


mbl.is Valkeisarafæðingar færast í aukana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Þessi á eftir að ganga betur, ég er viss um það... Þeir verða enga stund að skera þig núna.... Ekki eins langt niður í barnið... MMMúúhahahahahaha

Helga Dóra, 24.9.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, bara flott hjá þér að ætla í keisara! Skil ekki hvað fólk hefur oft óraunhæfar og barnalegar skoðanir á fæðingum. Allt svo heilagt, konur eiga í mesta lagi að dreypa á piparmyntutei við verstu verkjunum ... kommon!!! Mér gekk að vísu MJÖG vel að eiga strákinn minn, synd að ég hlóð ekki niður börnum bara út af því ... en löngu síðar var ég í alvöru spurð að því eftir aðgerð þar sem móðurlíf var fjarlægt hjá mér hvort mér þætti ekki ömurlegt að vera hætt á túr ... og upplifa mig þá ekki eins og konu. Ég hugsaði mig um í smástund og sagði svo að mér fyndist það frábært, hreinlega æðislegt að losna við þetta og upplifði mig sannarlega ekki sem minni konu fyrir bragðið! Úps, ætlaði ekki að fara að blogga á blogginu þínu en vildi sýna þér algjöra samstöðu með þessum afleiðingum! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.9.2008 kl. 09:54

3 Smámynd: Hafrún Kr.

vá hvað ég skil þig ég fæ alveg frá fólki sem veit allt um mína fyrri fæðingu og að ég LAMAÐIST fyrir neðan mitti og engin veit afhverju.

En því fólki finst samt að ég eigi bara að fæða eðlilega aftur því þetta gæti kanski ekki komið fyrir aftur.

Ég fer í keisara og það hefur enginn um það að segja í kring um mig.

Maðurinn minn andaði léttar þegar hann heyrði að það yrði keisari því seinast þá vissi hann ekkert hann stóð bara eftir með ungabarn og átti að sjá um það með mig fárveika og eina sem ég gat gertvar að gefa brjóst.

Og allt í einu lagaðist ég og gat labbað en nei fólk vill samt að ég fæði.

Fólk er klikk. 

Hafrún Kr., 24.9.2008 kl. 10:03

4 Smámynd: Sykurmolinn

Það er ýmist van eða of hjá fólki.  Ef þú myndir segja "ég ætla að reyna að fæða" og fólk vissi af fyrri fæðingarsögu þinni, þá myndi það örugglega grípa andann á lofti og ekkert skilja í þér að taka nú sénsinn á því.  Alveg eins og með brjóstagjöfina, fólk hneykslast á því að mæður hafi börnin ekki á brjósti, að þær hafi þau of stutt á brjósti, að þær hafi þau of lengi á brjósti....

Mér finnst frábært hjá þér að vera svona meðvituð um það hvað þú vilt og láta þetta ekki hafa áhrif á þig.

Sykurmolinn, 24.9.2008 kl. 10:21

5 Smámynd: Ómar Ingi

Good luck vinkona

Ómar Ingi, 24.9.2008 kl. 10:35

6 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ef reynsla mín af fæðingu væri eitthvað öðruvísi en raunin er ... 6 klukkutímar frá fyrsta verk og örfáir rembingar ... þá væri ég líka á leiðinni í keisara, hef ekkert þol fyrir óþægindum af neinu tagi, eins og þekkt er orðið !

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 24.9.2008 kl. 11:12

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hver á viðbjóðslega símann sem hringir stanslaust á borðinu ykkar?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.9.2008 kl. 11:19

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, akkúrat þegar var svarað í hann þá er ég búin að henda kommenti inn, ætlaði að vera voða fyndin. Usssss

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.9.2008 kl. 11:20

9 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Hrafnhildur:Keisaraskurður er stórkostleg björgunaraðgerð, ég get ekki lofað hana nóg sem slíka. Ég hef fulla "samúð", ef svo má að orði komast, með konum sem þurfa eða velja að fæða með keisara.  En mér finnst svolítið kæruleysislegt að segja að ekkert sé að því að fara í keisara. Ég endurtek, ég virði ákvörðunina og/eða þörfina og fagna þessu, en keisari er samt heilmikið mál, meira en langflestir gera sér nokkra grein fyrir.

Eydís Hentze Pétursdóttir, 24.9.2008 kl. 11:32

10 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Elsku Vaka mín ég er stolt af þér :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 24.9.2008 kl. 14:02

11 Smámynd: Marilyn

Ég hef í raun enga haldbæra ástæðu til að fara í keisara... ekki í alvörunni. Ég gæti alveg reynt við náttúrulega fæðingu aftur og ég býst við að það myndi ganga upp. fæðingarsagan mín er í raun ekkert svo hræðileg miðað við t.d. lömun fyrir neðan mitti og rifna aftur í rassgat osfrv. Mér fannst verkirnir ekkert svo slæmir (enda kannski ekki komin með þá í full force) og ég held að hausstaðan á barninum hafi eitthvað valdið því að útvíkkunin fór ekki lengra.

Mér finnst þægileg tilhugsun að geta ákveðið deginn, tímann og allt þetta og útiloka þannig óvissuþættina í kringum þetta. Að auki veit ég vinkonan verður sú sama og þarf ekki að hafa áhyggur af henni. Það fylgir þessu líka sársauki og jafnvel í fleiri daga en eftir sauma og svoleiðis. Þetta er þvílíkur holskurður. En þetta er það sem ég þekki og ég vel það fram yfir óvissuna.

Marilyn, 24.9.2008 kl. 15:20

12 Smámynd: Hafrún Kr.

Vaka ekki afsaka þig.

Þú velur.

Ég er einmitt skíthrædd við að fara í keisara en já það eru kostir og gallar.

Geta fengið að vita nákvæmlega þennan dag klukkan þetta er keisarinn og þá er líka ekkert vesen.

Og ég er svo innilega ánægð að fá þvaglegg fyrsta sólahringinn eftir keisarann því seinast þá roðnaði ég blánaði og hvítnaði yfir að þurfa að pissa og var svo ánægð þá þegar ég lenti aftur inni að það var settur þvagleggur strax upp.

Þvagleggir eru guðsgjöf. 

Hafrún Kr., 24.9.2008 kl. 15:56

13 Smámynd: Marilyn

Nei aldrei Hafrún - Habbý var að tala um að "ef fólk heyrði ástæðuna" - en hún er í raun ekki til staðar. Ég bara hef þetta val og ég valdi þennan kost fram yfir hinn.

Marilyn, 24.9.2008 kl. 16:10

14 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

þvagleggur *hrollur* það fannst mér hrikalegt!!!  Og þegar það var verið að taka hann enn verra!!!

Annars var keisarinn ekki svo slæmur amk ekkert til að grenja yfir (sem undirrituð gerði nú samt óspart). Ef ég á að bera saman fæðingu vs. keisara þá vel ÉG fæðinguna,  en ég fór heldur ekki í gegnum hríðir og vesen áður en ég fór í minn keisara, hann var einmitt valkeisari. Mæting upp á deild kl 7 og barnið komið út kl 10 :) Fæðingin var hins vegar ekkert mál og mikið minna mál en ég hélt það yrði. En nú er ég farin að blaðra aðeins of...

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 24.9.2008 kl. 17:17

15 identicon

Mér finnst minna mál að fara í keisara, kalla það lúxusaðferðina. Var mikið lengur að jafna mig eftir hina svokölluðu "eðlilegu" fæðingu.

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 20:28

16 Smámynd: Marilyn

Já STeinunn svo sammála með þvagleginn. Ég var í kasti yfir því að þurfa að fara í keisara í fyrra skiptið en ég gjörsamlega missti mig þegar ég áttaði mig á því að hjúkkurnar ætluðu að troða upp þvaglegg, það fannst mér ógeðslegt. En ég var voða glöð að hafa hann á meðan ég gat ekki staðið á fætur og vildi helst hafa hann aðeins lengur og fá að liggja í friði og láta þjóna mér ;)

Marilyn, 24.9.2008 kl. 23:02

17 Smámynd: Brussan

Ég átti mín börn"hinsegin"eða"venjulega" eða kvað sem það kallast og tók það ekki langan tíma, en þurfti að fara í aðgerð eftirá vegna þess að dóttir mínn var 19 merkur og kom út á korteri , það blæddi inn á vöðva í maganum, veit ekki hvort er betra það eða keisari, systir mín og mákona eru keisarakonur og eftir að horfa á systir mína pínda í að eiga "venjulega" skil ég mjög vel þær sem velja keisara....ég sé ekki að það sé barni og móðir í hag að vera 30 tíma rembingi.....konur eiga frjálst val og eiga að geta nota það.

Brussan, 25.9.2008 kl. 19:17

18 Smámynd: Hugarfluga

Ég er að fara að eiga mitt fyrsta barn og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er ég skíthrædd við hvernig það á eftir að ganga.  Auðvitað langar mig að upplifa það að eignast barn "au natural", en á móti er ég svo hrædd um að eiga eftir að ganga í gegnum sólarhringa kvalir og allt sem þeim fylgir. Þegar ég les um konur sem lamast eða eru marga mánuði að jafna sig eftir fæðingu setur mig hljóða. Á þannig stundum langar mig í keisara. Gangi þér vel!

Hugarfluga, 26.9.2008 kl. 09:18

19 Smámynd: Þórunn Halldóra Ólafsdóttir

Við höfum greinilega gengið í gegnum svipaða fyrstu fæðingu. Sennilega gekk hún illa því hann var í framhöfuðstöðu.  En ég var svo aftur ófrísk ári seinna og af ótta valdi ég keisara aftur.  Þorði ekki fyrir mitt litla líf að reyna aftur á fæðingu.  Sé svo sem ekkert eftir því í dag en svo átti ég annað barn fimm árum seinna og langaði að reyna á eðlilega fæðingu en þá var það ekki í boði og ekki þorandi útaf samgróningum og hættu á að legið gæfi sig í fæðingu og rifnaði.  Þá fannst mér ég hafa tekið ranga ákvörðun í fæðingu númer tvö.  En er alveg búin að jafna mig á þessu í dag en auðvitað eigum við  rétt á því að gera þessa hluti eftir okkar vilja en ekki annarra.  Gangi þér bara vel!

Þórunn Halldóra Ólafsdóttir, 26.9.2008 kl. 11:47

20 Smámynd: Marilyn

Ég get ekki sagt að tilraunin til fæðingar hafi verið kvalafull þannig séð og ég varð eiginlega alveg hundfúl að neyðast til að láta skera því ég hélt ég væri að missa af einhverju sem gerði mig að konu.

Ég myndi einmitt út af því sem Þórunn segir, velja eðlilega fæðingu núna ef ég hefði hug á að eignast fleiri börn afþví að ég vissi af þessu með 3. keisarann og að mörgum keisaraskurðum fylgir aukin áhætta. 

Marilyn, 26.9.2008 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband