Haus - laus

Ég nenni einhvern veginn ekki að tjá mig um "þjóðmálin" - fór samt að hlæja þegar ég sá forsíðu DV í morgun "HEFND DAVÍÐS". Greinilegt að ég og ritstjórn DV hugsum á svipuðum nótum hvað þessi glitnis/seðlabankamál varðar.

Ég er núna komin 24 vikur í þessum barnabakstri og líður sæmilega fyrir utan grindargliðnun. Ég finn líka að hreyfingarleysi síðastliðinna 2-3 ára er að bíta mig í rassinn því ég er rýr og vöðvalaus og þakka fyrir að hafa þetta val að komast í keisara því ég sé ekki fyrir mér í dag að ég hefði kraft til að remba út einum krakka.

Horfði á Dr. Phil í gær og hann var eitthvað að vesenast með single fólk og kenna því að haga sér á þessum ægilega samkeppnismarkaði. Eitt parið var sent á pikk-nikk deit og gaurinn tíndi lítið blóm og lét stelpuna fá. Hún nennti ekki að halda á blóminu og skildi það eftir og gaurinn varð svo móðgaður að hann fór og sótt blómið aftur og var bara sár og svekktur yfir þessari framkomu. Dr. Phil var sammála honum með að hún hefði tekið illa á móti þessari "gjöf" en ég var algjörlega að tengja við þessa stelpu. Afhverju er verið að setja eitthvað gildi í pínulítið blóm, hvað með alla aðra hegðun á deitinu, hvernig þau náðu saman. Nei blómið og hvernig hún umgekkst það var bara einhver "dílbreiker"... og já kannski það... fyrir hana því ég gæti amk. ekki hugsað mér að vera með gaur sem setti svo agalega mikið sentiment í einhvern kjánalegan hlut eins og blóm sem á eftir að drepast. Og fyrir nú utan það hvað það er leiðinlegt að halda á þessu drasli, þau voru í göngutúr for crying out loud!

Ég skil ekki hvernig ég fór að því að ná mér í maka fyrst það er svona agalega erfitt skv. Dr. Phil. En kannski er íslenska leiðin bara svona skotheld. Fyllerí og rugl. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 30.9.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Hafrún Kr.

jamm ég náði í minn á djamminu 13 mai 2000.

Við erum ennþá saman og allt í góðu hehe.

Íslenska leiðin virkar. 

Hafrún Kr., 30.9.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Marilyn

Þeir spurðu hana meira að segja "hvar er blómið núna" og hún hafði skilið það eftir á eyjunni - það var alveg "je minn!!"

Marilyn, 1.10.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband