Sjúkrahúsmatur

Er ég ein um að skilja ekki hvað þessi tilfæring hefur í för með sér fyrir venjulega borgara sem þurfa að leita til sjúkrastofnana?

Hvað um það... í dag er ég að fíla mig sem hálfgert tryggingastofnana-keis eða sjúkrahúsmat. Var að koma úr mæðraeftirliti þar sem ég var í alveg ótrúlega langan tíma. Fyrst hjá ljósmóður, svo í viðtali við lækni og svo í blóðprufu. Fékk hjá lækninum beiðni um sjúkraþjálfun því ég er með grindargliðnun (fyrir utan auðvitað að vera löggiltur vesalingur ;) og fæ tíma hjá sjúkraþjálfara á föstudaginn. Á morgun er ég svo að fara í viðtal hjá öðrum lækni vegna annars máls. Helst þyrfti ég líka að hitta húðsjúkdómafræðing því  mig klæjar svo ægilega í andlitið (líklega nýja andlitskremið mitt) og er með exem á puttanum. 

já svona hljómar sorgar-sjúkrasagan mín. Líklega ekkert svakaleg miðað við marga en það á ekki alveg við mig að vera í stanslausum heimsóknum hjá fagaðilum í heilbrigðisgeiranum, ég er nú ekki orðin þrítug einu sinni.  


mbl.is Sjúkratryggingar í nýrri stofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Úff.... Með fullri virðingu og vinsemd, þá þekki ég nú nokkra með lengri lista en þetta Geð, giktar og bæklunarlæknar og sjúkraþjálfun eru núna á minni dagskrá núna. Fyrir utan allt annað.....

Þetta er óþolandi flakk endalaust þegar maður er svona "mingi með hor"

Svo meikar maður varla að fara að láta tékka á enn einum kvillanum.. Frestar því endalaust og versnar bara á meðan.... argarg.... 

Helga Dóra, 1.10.2008 kl. 16:27

2 Smámynd: Hafrún Kr.

listinn úff hann er endalaus hér og það virðist bara bætast við hann.

Hafrún Kr., 1.10.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Nei Vaka mín þú ert ekki ein um að skilja þetta ekki, ég botna ekkert í þessu batteríi :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 1.10.2008 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband