Að nýta allt

Við þekkjum enn þá eistun af því að við höfum haldið traustataki (þó misfast) í þorramatinn og súpum því ekki hveljur yfir eistabókum. Hins vegar hefur fleira verið nýtt af blessuðum skepnunum en eistun og má þar t.d. nefna leg, júgur og lungu.

Eftirfarandi texti er úr bókinni Íslensk matarhefð sem skrifuð er af Hallgerði Gísladóttur:

"Um síðustu aldamót [1900] var helst þekkt að matreiða leg úr kúm og kindum í Rangárvalla- og Skaftafellssýslum. Voru þau þá rist, skafin, soðin og súrsuð. Kindaleg, kallað krókasteik eða krókastykki, var einnig brytjað og haft til að drýgja blóðmör eða lundabagga." (bls. 135)

Leg og júgur eru s.s. ekki ný af nálinni en við höfum tapað þeim niður öfugt við eistun.

Kannski verður einhvern tíma til kvenleg kokkabók sem einblínir á kvenlega parta. Meðal rétta yrðu t.d. Lambalegstrimlar "oriental" með wok-grænmeti, djúpsteiktir eggjastokkar með brjóstamjólkursósu, BBQ kúajúgur "American style" með bökuðum kartöflum og maís, Steiktir spenar á eggaldinmauki (forréttur) og "HOT" svínsjúgur fyllt með mexíkóskum hrísgrjónum og krydduðu grænmeti ásamt salsasósu og guacamole.

 Að lokum fylgir hér smá úr sömu bók sem mér fannst fyndið:

"Heimildarmaður í Dalasýslu, f. 1932, hafði það eftir eldri systkinum sínum að faðir þeirra hefði hirt allar afhöggnar kindarófur í sláturhúsinu þar sem hann vann og komið með heim um helgar. Þá var elduð "rófukjötsúpa" og þótti dýrindi." (bls. 135) 


mbl.is Karlmannleg kokkabók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 2.10.2008 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • anda
  • boom
  • ...img_1880
  • ...1810_767256
  • Jólakúla

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband