Ég ætla að játa að ég er ósvífin. Um daginn þegar ég skrapp í Nóatún í hádeginu til að kaupa pepperóní voru bara tveir kassar opnir og geðveik röð á þeim báðum. Í þann mund sem ég tók mér stöðu í aftast annarri röðinni opnaði þriðji kassinn og þar sem líklegur kandídat í hann var gamall maður með fulla körfu af drasli þá "stökk" ég af stað og fékk afgreiðslu fyrst. Ungi maðurinn sem hafði staðið fyrir framan mig í löngu röðinni fór að tuða, sagði eitthvað um dónaskap og frekju og að einhverjir aðrir hefðu átt að fá að fara á undan (augljóslega maður sem hélt að til væru óskrifuð búðakassalög) og lét í ljós réttláta reiði sína (fyrir að hafa ekki sjálfur verið svona snöggur). Hann var samt ekki að tala við mig heldur fólkið fyrir framan sig og ég lét eins og ég heyrði ekki í honum (veit hann ekki hver ég er?), borgaði mitt pepperóní og gekk (les. kjagaði) í burtu. Tuðið í kallinum hins vegar varð til þess að enginn þorði á nýja kassann (þótt öllum langaði og hann mest af öllum) og afgreiðslukonan þurfti að ítreka "þessi kassi er opinn".
Ég var ósvífin. Auðvitað ættu að vera til einhvers konar óskrifuð búðakassalög, ég hef sjálf oft hugsað þetta þegar ég er kannski nr. 3 í langri röð og nýr kassi opnar. Þeir sem koma síðastir þurfa þá ekki að bíða neitt á meðan ég er búin að húka í röð heillengi, hvar er réttlætið í því? Skil manngreyið sem tuðaði mjög vel, þ.e.a.s. hans sjónarmið ekki tuðið, því ég hef oft verið í hans sporum og þá jafnvel framar í röðinni. Ég veit að ég ætti að skammast mín og sjá eftir því að hafa troðist svona en ég er of ósvífin til þess í augnablikinu, ég ætla að spila út hormónaspilinu á þetta bara, ég er ekkert búin að nota það svo mikið á þessari meðgöngu.
Biblían segir líka "þeir síðustu munu verða fyrstir" - ætli þeir hafi verið að meina þetta? Við eigum kannski bara að halda ró okkar í röðinni vitandi það að röðin kemur að okkur á endanum?
Flokkur: Lífstíll | 15.12.2008 | 00:20 (breytt kl. 00:39) | Facebook
Athugasemdir
Hvaða Hvaða þú ert bumbus og mátt allt
Ómar Ingi, 15.12.2008 kl. 08:57
þeir fyrstu í röðinni verða líka fyrstir til að borða pepperoni ... ég hefði gert það sama í þínum sporum
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 15.12.2008 kl. 13:11
Ég varð einu sinni vitni að því í búð (Nóatúni einmitt) að nákvæmlega þetta gerðist og það lá við slagsmálum hjá 2 körlum, þeim sem skaust aftast úr röðinni til að fara á nýopnaða kassann og einum sem stóð framar í löngu röðinni. Ég varð bara smeyk, lætin í þeim sem sat eftir voru svo mikil; hann var alveg kreisí yfir þessu. Væri gaman að sjá þessi óskrifuðu búðakassalög
Annars er ég nú oft svo óheppin að ef ég fer í stystu röðina eða næ að skjótast fremst á nýopnaðan kassa, þá þarf að skipta um rúllu og kassabeibið kann það ekki og þarf að hafa uppi á einhverjum sem það kann. Eða vara skannast ekki inn og það þarf að hlaupa inn í búð að kanna málið..... Svo ég reyni bara að vera voða róleg og taka æðruleysið á þetta
Sykurmolinn, 18.12.2008 kl. 09:04
Vá hvað þetta var langt komment
Sykurmolinn, 18.12.2008 kl. 09:05
En skemmtilegt.
Ætli það séu bara karlar sem láta svona í búðum og halda að það séu til óskrifuð búðarkassalög. Konur láta sig bara hafa það enda vanar svona ;)
Marilyn, 18.12.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.