Óratoría

Gleðilega hátíð!

Ég átti dásamleg jól sem voru mjög friðsæl og afslappandi og full af gómsætum, vigtuðum og mældum máltíðum, upp úr standa humar og mega meyrar rjúpur - NAMM. Mér finnst jól í fráhaldi svo miklu betri en ofátsjól, það fylgir þeim nefnilega ekkert samviskubit... alveg magnað. 

Þetta eru svolítið skrítnir tímar hjá mér núna... Fyrir jól hugsaði ég alltaf "fyrst koma jólin og svo kemur krakkinn" og nú eru jólin komin sem þýðir að krakkinn er næstur. Vona reyndar að áramótin komi fyrst og þegar ég pæli í þessu þá finnst mér ég svo ekkert tilbúin til að verða tveggja barna móðir, ég skil ekki hvernig fólk fer að þessu og finnst eins og ég sé að gera þetta í fyrsta skipti.

Þessa dagana er ég samt í afslöppun og læt karlinn um að stressa sig á to-do listum, hverju á að pakka í fæðingartöskuna, hvað á að gefa mér að borða í sængurlegunni og svo framvegis. Þessi dásamlegi maður ætlar nefnilega að sjá um allt nema rembinginn held ég. Veit ekki hvað ég gerði til að eiga svona yndislegan mann skilið en er endalaust þakklát fyrir hann. 

Tíkin sem við erum búin að vera að passa yfir jólin tekur hlutverk sitt sem sérlegan verndara minn mjög alvarlega. Hún vill helst ekki að ég fari ein á klósettið og það fyrsta sem hún gerir þegar hún kemur inn er að athuga hvar ég er. Svolítið fyndið í ljósi þess að kallinn hugsar miklu meira um hana, fer með hana út og gefur henni að borða, maður hefði haldið að hann yrði aðalgaurinn en nei, hún passar kerlinguna sína. Alveg öfugt við hana Læku gömlu sem var miklu hrifnari af körlum en konum. 

Já svo kíktum við í jólakúluna á aðfangadag. Annað hvort höfum við ljósan mislesið bumbuna svona rosalega eða litli pungur snúið sér akkúrat þarna um kvöldið eftir skötuna. Hvort sem það var þá sneri hausinn í rétta átt, allt var á réttum stað og vinstra nýrað sem hafði verið svolítið útvíkkað (sem bendir til bakflæðis) var komið í eðlilega stærð sem voru frábærar fréttir að fá á aðfangadag (og reyndar alla daga). 

Gamlárskvöld stefnir í rólegheit og hamborgarhrygg bara við þrjú (plús kúlan). Þetta voru fyrstu jólin mín í Reykjavík svo ég muni (gæti hafa verið hér þegar ég var lítil) og þetta verða fyrstu áramótin sem ég verð án foreldra minna. Er maður að verða fullorðinn eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

vá hvað mér finnst stutt síðan við fórum til doksa að skoða pilt sem var eiginlega bara poki þá !! það verður sami stemmari hér á gamlárs, við þrjú og bumban og hamborgarhryggur ... oo hvað ég hlakka til :)

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 28.12.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Helga Dóra

Gott að lesa þetta... Gott að sjá að fleiri eigi gott líf... Til hamingju með þetta allt.... Góðar fréttir úr kúlunni og ekki langt frá því að koma tár hjá mér að lesa þetta....

p.s. Ég er með 3 hunda núna og fer aldrei ein á WC.... Oftast fara allir 3 með og í gær kallaði ég á fjölskyldufund á dollunni og fékk meira að segja þann 13 ára að standa út í horni og skammast sín heil ósköp fyrir mömmu sína sem pissaði með kall, hann, dóttir og 3 hunda með sér..... 

Takk fyrir að vera samfó í fráhaldi.... 

Helga Dóra, 29.12.2008 kl. 11:32

3 Smámynd: Marilyn

Takk sömuleiðis.

Við hjónaleysin erum búin að draga upp pappírana og ætlum að fara fram á sameiginlegt forræði yfir tíkinni, fattaði ekki hvað ég saknaði þess að eiga hund, þótt hárin séu reyndar.. já förum ekki nánar út í það ;)

Marilyn, 29.12.2008 kl. 16:46

4 Smámynd: Helga Dóra

Hárastaðan hér er...... Loðin......  Það voru alveg nokkur hár í gangi frá litlu kvikindunum..... En Beagleinn fer ótrúlega mikið úr hárum og mér finnst oft afar undarlegt að hann sé ekki sköllóttur greyið.... Hlakkar til að hann fari heim til sín....  En til lukku með hundinn

Helga Dóra, 29.12.2008 kl. 20:07

5 Smámynd: Brussan

Mér finnst þið hetjur að vera með hunda, ég er alinn upp við hund á heimilið og það er suðað stundum um gæludýr á heimilið. Það verður kannski af því. Til lukku með hvuttan ..knús

Brussan, 29.12.2008 kl. 22:06

6 Smámynd: Marilyn

Hvað meiniði til lukku með hundinn? haha ég fæ víst ekki að eiga hana þótt ég væri alveg til, þetta var bara grín með forræðið, en við munum vonandi fá að passa hana meira í framtíðinni og ég skal vel þyggja hamingjuóskir með það.

Það er annars ótrúlegt hve lítið fer fyrir þessum shcaeffer-kálfi í 65 fermetrum! *dreymidreym*

Marilyn, 29.12.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband