Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Eitt af því sem sagt er fylgja á meðgöngunni eru sinadrættir. Ég hef nú oft fengið svoleiðis og nokkrum sinnum núna á meðgöngunni og þá sérstaklega á nóttunni. Þá virðist vera sama í hvaða átt ég hreyfi á mér fótinn, sinadrátturinn skiptir þá bara um stað, t.d. ef ég teygi úr kálfanum færist sinadrátturinn yfir í vöðvann framan á sköflungnum og allt eftir því. Konur hafa auðvitað háan sársaukaþröskuld og allt það og maður hefur svo sem bara harkað þetta af sér eftir bestu getu og reynt að halda áfram að sofa.
Í nótt tók þó tappann úr, og það þýðir ekki að ég sé dottin íða. Um fimmleytið vaknaði ég við óþægindi í ökklanum sem breyttust í ósköp og skelfingu þegar verkurinn fór úr því að vera venjulegur sinadráttur og yfir í það að vera gríðarlega öflugt krampakast sem ekkert virtist við að gera. Löppina gat ég hvergi hreyft hvernig sem ég reyndi og þegar á leið var ég farin að sprikla eins og óður maður til að reyna að losna við þetta og emja eins og ég veit ekki hvað... og vakti auðvitað bóndann sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og virtist litla björg geta veitt sinni sárkvöldu kærustu. Eftir nokkrar sársaukafullar tilraunir ákvað ég að prófa að standa á fætur og láta þyngdaraflið og gólfið vinna sitt verk en við tók annað krampakast, hálfu verra en það fyrra og löppin á mér krepptist til í einhverja óskiljanlega átt. Ég mátti gjöra svo vel að hanga á karlinum og bara gráta á meðan á þessu stóð en náði á endanum að teygja rétt úr löppinni.
Í dag er eins og eymi eftir af þessu næturævintýri, ökklinn er allur eitthvað skrítinn og svona "kítl" í honum eins og hann langi til að endurtaka leikinn ef hann bara fengi tækifæri til. Á einhver ráð við þessu?
Já kæru vinir, svona er líf mitt æsispennandi þessi misserin. Grindargliðnun og sinadrættir um miðjar nætur, gerist ekki mikið meira intressant. Jú annars - ég var hott í sjónvarpinu í gær og við vorum ánægð með þáttinn. Mikil heppni að forsíðumyndin skyldi verða til í þessum sama þætti sem var ekki sjálfgefið en kom einstaklega vel út. jájá það gerist svo sem fleira en sársauki.
Lífstíll | 31.10.2008 | 11:30 (breytt kl. 11:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bara svona til að halda í þessar "ó" fyrirsagnir undanfarið.
En sum sé, ég verð mögulega í sjónvarpinu í kvöld og ef þið viljið sjá hvalreka "in action" þá er tækifæri til á stöð 2 kl. 20:20. Þátturinn er í umsjón Jóa Fel og það getur vel hugsast að ég hafi hreinlega verið klippt út þrátt fyrir það að mitt hlutverk í útgáfu Gestgjafans sé auðvitað LAAAANG lang mikilvægast! Sjónvarpsfólk skilur það auðvitað ekki. En áherslan er á villta kokkinn okkar hann Úlfar Finnbjörnsson, sem varð stoltur hvolpaafi í gær, og hann ætlar að elda ótrúlega girnilega villibráð fyrir bæði lesendur Gestgjafans og þá sem setjast fyrir framan sjónvarpið í kvöld til að reyna að sjá í mig.
Þess má til gamans geta að daginn sem þeir voru hér við tökur varð ég næstum því hungurmorða því upptökuliðið og kokkarnir lokuðu eldhúsinu og auðvitað mátti ekkert trufla. Ég varð því að bíða eftir að þeir gerðu hlé á tökunum til að geta náð í nestið mitt sem ég hafði búið fallega um í einum ísskápnum. Já frægðin er sko aldeilis ekki tekin út með sældinni.
Lífstíll | 30.10.2008 | 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég er ekki ó-glöð en mér er sannarlega ó-glatt aka. mér er illt í maganum. Ég er líka ó-létt en samt ekkert svo þung og ó-frísk en samt ekki veik - fyrir utan ó-gleðina. Ég vona að ég sé ekki aftur komin með "morgunógleði" - frétti að það gæti gerst á síðasta þriðjungi. Samt vona ég líka að þetta sé ekki svona fierce magapest eins og eru að ganga núna því mér leiðist fátt meira en að æla, kýs eiginlega ógleði fram yfir það.
Ég er ferlega viðkvæm fyrir ælum, kallinn hefur sem betur fer séð um slík tilfelli hjá dótturinni og ég hef alltaf meikað það alla leið á klóið. Einu ælurnar sem ég hef þurft að þrífa eru eftir hundinn þegar hann var lasinn og einhvernveginn var það ekki jafn ógeðslegt og mannaælur. Reyndar held ég að dóttirin hafi aldrei fengið alvöru ælupest, amk. ekki svona ælupest eins og ég man eftir þegar ég var lítil þar sem maður lá bara fyrir með fötu og ældi á nokkurra tíma fresti. Jú kannski hefur hún einu sinni verið eitthvað í þá áttina. Hins vegar fær hún alltaf hálfgerðan asma ef hún nælir sér í kvef eða flensur og asmahóstinn reynir svo á hana að hún gubbar á endanum, hún er sem betur fer farin að kunna aðeins á það núna... og við líka. Tilbúin með ælufötuna þegar krakkinn fær kvef. Hljómar frekar fáránlega.
En ég vona að ég komist í gegnum þetta, fljótt, því það er ömurlegt að vera óglatt og svo er einhver stanslaust að sparka í óglaða magann minn. Það er ekki alveg til að bæta ástandið.
(og afþví að það eru magapestir að ganga og fleirum gæti verið óglatt þá birti ég bara saklausa mynd. Myndaleitin á google var mun meira gory!
Lífstíll | 29.10.2008 | 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég er ekki nálægt því eins pirruð og ég var þegar ég var ólétt síðast. Líklega vegna þess að ég veit að heiminum er ekki beint gegn mér, þetta er ekkert persónulegt og annað fólk á bara sín vandamál alveg eins og ég.
Ég hef samt alltaf gaman af því að vera svolítið smámunasöm og fæ útrás fyrir pirringinn á hinu og þessu, t.d. þegar ég sé auglýsingar á borð við Vanish oxy action:
"mamma ætlaði að strauja skyrtuna en... æj nei... hún er ennþá blettótt". Upp kemur mynd af blettóttri skyrtu, óánægðri, síðhærði húsmóður og hnakkaviðbjóðs ógeðinu syni hennar sem ætti náttúrulega bara að drullast til að þvo og strauja sínar skyrtur sjálfur í stað þess að vera að bögga mömmu sína og auðvitað að hafa vit á því að vera ekki að sulla/æla sig allan út á einhverju djammi. Svo heppilega vill til að inn kemur álfadís - líklega húsmóðir sem er með "allt sitt á hreinu" - sem kennir hinni óheppnu húsmóður að nota vanish með "greindum ensímum" sem finna alla bletti því "þau eru svo klár". Hver kenndi eiginlega þessum ensímum fyrst þau eru svona greind og... geta þau ekki gert einhver fleiri trix fyrst þau eru þarna?
Skyrtan verður blettalaus og mamman og stráksi trúa vart sínum eigin augum, þau eru himinlifandi.
Ef eitthvað fær mig til að langa ekki til að kaupa þetta skrattans þvottaefni þá er það þessi auglýsing. Ekki nóg með að hún sé pirrandi, sérstaklega strákhelvítið, heldur er auðvitað skellt upp ömurlegum staðalmyndum af konu og karli (eða dreng), þ.e. að móðirin sé heima að þvo þvott og strauja af nánast uppkomnum syni sínum og eigi sér þá ósk heitasta að ná blettum úr fötum.
Óléttupirringsblogg I komið út. Bíðið spennt eftir næsta.
Lífstíll | 27.10.2008 | 16:08 (breytt kl. 16:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þú átt 2 kýr.
Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.
KOMMÚNISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.
FASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.
NASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.
SKRIFRÆÐI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri mjólkinni.
HEFÐBUNDINN KAPÍTALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein
SÚRREALISMI
Þú átt 2 gíraffa.
Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám.
BANDARÍSKA FYRIRTÆKIÐ
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð.
ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.
FRANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr.
JAPANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju, Kúmann, sem nær miklum vinsældum um allan heim.
ÞÝSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og mjólka sig sjálfar.
ÍTALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða.
RÚSSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.
Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.
Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.
Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.
SVISSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.
Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.
KÍNVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá stöðunni eins og hún er í raun og veru.
INDVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Þú tilbiður þær.
BRESKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Báðar eru með gin-og klaufaveiki
ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Bissnessinn gengur vel.
Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.
NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Sú til vinstri er asskoti löguleg.
ÍRASKT FYRIRTÆKI
Allir virðast eiga fjölda kúa.
Þú segir öllum að þú eigir enga.
Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.
Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna...
Vill erlenda sérfræðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 23.10.2008 | 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það má nú deila um það. Hefur ekki komið í ljós í mörgum rannsóknum að sykur er ávanabindandi, að börnin okkar fara í vímu (verða hyper eða falla í mók) af sælgætisáti og leita í þessa vafasömu sælu aftur og aftur.
Réttast væri að fólk væri oftar varað við því að óhófleg sykurneysla er skaðleg, ekki bara börnum heldur öllum. Sælgæti ætti að fara með eins og tóbak, forða börnum frá því að sjá það eða þurfa að handleika það að óþörfu, bannað að auglýsa það, 18 ára aldurstakmark á nammi"barinn" osfrv.
Sykur er fíkniefni sem var að sliga mig og hefði eflaust á endanum hrakið mig út í fullkominn andlegan dauða. Eftir að ég hætti að neyta hans get ég hugsað skýrt, er ekki hyper eða í móki alla daga, er ekki illt í líkamanum og líður ekki stanslaust illa í sálinni. En ég þurfti hjálp því ég gat svo sannarlega ekki losað mig ein við fíknina, til þess þurfti svo miklu meira en mig sjálfa.
Foreldrar varaðir við nýju fíkniefni - Gabb sem gengur á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 23.10.2008 | 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er alltaf að verða sannfærðari og sannfærðari um það að Ísland er Guðs útvalda þjóð. Var ekki heimsendi spáð nema á lítilli eyju norður í Atlantshafi? Svei ef það er Færeyjar, þá skal ég hundur heita. Það virðist enginn sjá öll tækifærin sem liggja í þessu landi nema ég og comrade Putin. Við sitjum hér á nánast ótakmörkuðum auðlindum og hugsanlega er hægt að finna olíu hér á næstu grösum. Við eigum rafmagn sem mengar ekki, jarðhita til að kynda með (sem gengur þar að auki ekki á olíubyrgðir landsins) og helling af landsvæði til að virkja eða yrkja eftir því sem okkur hentar. Og við munum fatta upp á einhverju enn sniðugra en áli til að búa til fyrir þetta rafmagn. Vegna hlýnunar jarðar fer siglingaleiðin yfir Norðurpólinn að opnast og þá verður Ísland ekki bara heitur staður veðurfarslega séð heldur algjör suðupottur vöruviðskipta og siglinga í heiminum. Við verðum ekki lengur bara brúin milli Evrópu og Ameríku heldur gatnamót allra átta og komum í raun til með að ráða ótrúlegum úrslitum í milliríkjaviðskiptum. Krónan mun rísa og verða voldugri en bæði evra og dollari samanlagt - nú er ss. ekki rétti tíminn til að fara í myndbandalag því ekki mun líða á löngu áður en aðildaríki EES fara að grátbyðja okkur um hlutdeild í þessum mikilsverða gjaldmiðli. Íslenska verður gerð að skyldulærdómi allra sem hyggja á viðskiptanám og hið svokallaða "íslenska-módel" verður sérstaklega til umfjöllunar.
Ísland verður í alvöru stórasta land í heimi. Maður þarf að komast á botninn til að geta spyrnt sér upp á ný, það er mun betra en að mara í hálfu kafi og reyna að spyrna sér upp á þeim sem eru sokknir aðeins dýpra.
Let´s get down - people!
Krónan tifar á mjóum fótum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 21.10.2008 | 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimilið mitt er ekta íslenskt um þessar mundir. Ég bý svo vel að vera af bændaættum og mamma sendir mér kartöflur og gulrætur og ýmislegt. Á sunnudaginn var steikt nautakjötsflykki sem fannst hér í frystinum við tiltekt. Á mánudaginn voru soðin svið hér á heimilinu í fyrsta sinn síðan við karlinn hófum búskap, hann renndi þeim niður með íslenskum kartöflum og rófum og tók afganginn með sér í nesti daginn eftir. Á þriðjudagskvöldið fengu þau feðginin sér fisk úr frystinum, hann er svolítið gamall en leyfar frá því góðæri þegar ég var sjómannsfrú. Með fiskinum var paxoraspur og íslenskar kartöflur og í eftirmat fengu þau ábrystir. Í gær tók svo tappann úr en þá var soðið heimagert slátur, slátrið var að sjálfsögðu borið fram með íslenskum kartöflum og rófum og í eftirmat fékk dóttirin íslensk aðalbláber sem amma hennar tíndi handa okkur og út á það var rjómi og reyndar svolítið af dönskum sykri. Í kvöld verður svo mjólkurgrautur (íslensk mjólk en útlensk hrísgrjón), kalt slátur og ber í eftirmat.
Ég borða svo auðvitað ekkert af þessu sjálf enda í fráhaldi þrátt fyrir að vera svona ægilega hagsýn húsmóðir. Kreppan bitnar þannig á öðrum heimilismeðlimum, alveg eins og þegar mamma fór í megrun í denn, þá hætti hún að kaupa það sem okkur fannst gott.
Nýi Landsbanki tekur við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 9.10.2008 | 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þú ert ekki feit, þú ert ekki of þung, þú ert ekki að borða of mikið, þú ert ekki að borða of einhæft, þú ert ekki að fara á hausinn, allar áhyggjur heimsins hvíla ekki á þínum herðum og þú ert ekki ábyrg fyrir efnahag þjóðarinnar.
Þakklát fyrir þetta allt saman og svo miklu meira í viðbót. Svo gott að vera ekki upphaf og endir alls sem gerist í kringum mann - tala nú ekki um þegar hriktir í stoðunum. Mér finnst gott að fá að vera róleg. Ég hef ekki þurft að rjúka út í banka þótt ég eigi svolítið sparifé þar, ég hef ekki hamstrað bensín og þaðan af síður hef ég hamstrað mat. Það eina sem kom upp í hugann á mér varðandi skort á matvælum, verandi sveitastúlkan sem ég er, var hvort ég gæti fengið ávexti og verið í fráhaldi ef Ísland endaði alveg á kúpunni og þessi skortur kæmi sem talað hefur verið um. Svo mundi ég að jafnvel í eldgamladaga þegar fólk vissi ekki einu sinni hvað gjaldeyrisforði og gengisvísitala var fékk fólk samt epli á jólunum og mandarínur og hitt og þetta og við færumst víst ekki svo langt aftur í tímann þótt hér verði svolítil kreppa. Og ekki skortir mig ávextina fyrir morgundaginn eða næstu daga.
Lífstíll | 7.10.2008 | 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
... þá mun viðkomandi hringja til baka. Ég fatta ekki þegar fólk er svo gjörsamlega húkt á símanum sínum það má ekki missa af einu einasta símtali. Við fáum reglulega símhringingar í vinnunni þar sem fólk veit ekkert í hvern það er að hringja og segist bara hafa séð "missed calls" úr númerinu á símanum sínum. Í þeim tilfellum hefur símasölufólkið sem situr í sætunum okkar á kvöldin verið að hringja í viðkomandi kvöldið áður. Þarna er verið að eyða dýrmætum tíma bæði þess sem hringir og þess sem svarar í leiðinda útskýringar í staðinn fyrir að sá sem missti af símtalinu sætti sig við að hann missti af símtali í gærkvöldi.
Ég hef það fyrir stranga reglu að hringja ekki í ókunnug missed calls-númer. Ég gerði það hér í eina tíð vegna þess að forvitnin var að drepa mig en hef lært af reynslunni að a) ókunnug númer = ókunnugt fólk og b) ókunnugt fólk hefur yfirleitt ekkert merkilegt við mig að segja (ef það hefði eitthvað mikilvægt/merkilegt að segja þá myndi það hringja í mig aftur).
Svíar lenda í sómalískum símasvikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 3.10.2008 | 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)