Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Afhverju er mynd af manni sem heldur á kassa fullum af súrmat með þessari frétt. Ég gagnrýni nú ekki oft vinnubrögðin hjá mbl.is en þetta finnst mér alveg með fáránlegasta móti. Þeir hljóta að eiga myndir af fleiru en súru kjöti í myndabankanum.
Myndin með fréttinni:
Myndin sem hefði getað verið með fréttinni ef menn hefðu nennt að hafa aðeins fyrir hlutunum.
Aukin sala á lambakjöti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 3.10.2008 | 14:00 (breytt kl. 14:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
... í áfengissölustað, brugghúsi eða víndreifingarkompaníi. Það er nefnilega þannig að það geta ekki allir tapað í einu. Eins dauði er annars brauð, það er bara lögmál í heiminum.
Þetta minnir mig samt á sögu úr AA-bókinni. Verðbréfamarkaðurinn á Wall Street hrundi í kreppunni og sumir hentu sér fram af háum byggingum í stað þess að feisa tapið. Söguhetjan var ekki aldeilis á því heldur hellti sér í drykkjuna af fullum krafti. Skítt með kreppuna, dettum í'ða!
Kannski er líka rétti tíminn til að fjárfesta í útfararstofum, partasölum, skilnaðarlögfræðingastofum, sálfræðistofum og jafnvel kennslustofnunum. Það er alltaf hægt að græða einhversstaðar.
Viðskipti aukast á börum á Wall Street | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 3.10.2008 | 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við þekkjum enn þá eistun af því að við höfum haldið traustataki (þó misfast) í þorramatinn og súpum því ekki hveljur yfir eistabókum. Hins vegar hefur fleira verið nýtt af blessuðum skepnunum en eistun og má þar t.d. nefna leg, júgur og lungu.
Eftirfarandi texti er úr bókinni Íslensk matarhefð sem skrifuð er af Hallgerði Gísladóttur:
"Um síðustu aldamót [1900] var helst þekkt að matreiða leg úr kúm og kindum í Rangárvalla- og Skaftafellssýslum. Voru þau þá rist, skafin, soðin og súrsuð. Kindaleg, kallað krókasteik eða krókastykki, var einnig brytjað og haft til að drýgja blóðmör eða lundabagga." (bls. 135)
Leg og júgur eru s.s. ekki ný af nálinni en við höfum tapað þeim niður öfugt við eistun.Kannski verður einhvern tíma til kvenleg kokkabók sem einblínir á kvenlega parta. Meðal rétta yrðu t.d. Lambalegstrimlar "oriental" með wok-grænmeti, djúpsteiktir eggjastokkar með brjóstamjólkursósu, BBQ kúajúgur "American style" með bökuðum kartöflum og maís, Steiktir spenar á eggaldinmauki (forréttur) og "HOT" svínsjúgur fyllt með mexíkóskum hrísgrjónum og krydduðu grænmeti ásamt salsasósu og guacamole.
Að lokum fylgir hér smá úr sömu bók sem mér fannst fyndið:
"Heimildarmaður í Dalasýslu, f. 1932, hafði það eftir eldri systkinum sínum að faðir þeirra hefði hirt allar afhöggnar kindarófur í sláturhúsinu þar sem hann vann og komið með heim um helgar. Þá var elduð "rófukjötsúpa" og þótti dýrindi." (bls. 135)
Karlmannleg kokkabók | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 2.10.2008 | 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er ég ein um að skilja ekki hvað þessi tilfæring hefur í för með sér fyrir venjulega borgara sem þurfa að leita til sjúkrastofnana?
Hvað um það... í dag er ég að fíla mig sem hálfgert tryggingastofnana-keis eða sjúkrahúsmat. Var að koma úr mæðraeftirliti þar sem ég var í alveg ótrúlega langan tíma. Fyrst hjá ljósmóður, svo í viðtali við lækni og svo í blóðprufu. Fékk hjá lækninum beiðni um sjúkraþjálfun því ég er með grindargliðnun (fyrir utan auðvitað að vera löggiltur vesalingur ;) og fæ tíma hjá sjúkraþjálfara á föstudaginn. Á morgun er ég svo að fara í viðtal hjá öðrum lækni vegna annars máls. Helst þyrfti ég líka að hitta húðsjúkdómafræðing því mig klæjar svo ægilega í andlitið (líklega nýja andlitskremið mitt) og er með exem á puttanum.
já svona hljómar sorgar-sjúkrasagan mín. Líklega ekkert svakaleg miðað við marga en það á ekki alveg við mig að vera í stanslausum heimsóknum hjá fagaðilum í heilbrigðisgeiranum, ég er nú ekki orðin þrítug einu sinni.
Sjúkratryggingar í nýrri stofnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 1.10.2008 | 14:38 (breytt kl. 14:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)