Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ónákvæm fyrirsögn

Þetta er nú meira ruglið - það var hægt að byrja að baka fyrir löngu síðan þegar Kökublað Gestgjafans kom út. Í Kökublaðinu eru miklu fleiri uppskriftir en í Jólablaði Moggans, flottari myndir og umfram allt er kökublaðið bara miklu eigulegra og endingarbetra. Þetta skutlaðist inn um lúguna hjá mér núna í kvöld (ég á greinilega ofvirkan blaðbera) og ég verð að segja að mér fannst blaðið miklu flottara í fyrra og ég nennti að fletta því miklu lengur. Jólablað Morgunblaðsins 2008 var afgreitt í einni klósettferð. 

og jájá ég veit að ég er ekkert hlutlaus í þessari umræðu en samt... Kökublað Gestgjafans er geggjað og það fer hver að verða síðastu að ná sér í eintak því það er að klárast úr öllum búðum. Og jólablaðið sem fór í prentun í dag er algjör bomba - B-O-B-A!

gest0815b


mbl.is Nú er hægt að byrja að baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó-fyrirsagnir með ófyrirséðum afleiðingum

Mér finnst á ekki geta hætt með ó-fyrirsagnirnar alveg strax svo ég hef tekið ákvörðun um að Ó-tímabílinu á blogginu ljúki um leið og Ó-tímabilinu í lífi mínu lýkur eða ss. þegar ég er búin að gjóta. Það er slatti af tíma í það en það er líka fullt af orðum eftir til að koma "óorði" á ;)

Ólétt eða feit?

Dóttir mín gerði í kvöld það sem ég hef alltaf óttast sem foreldri að hún myndi gera... Ég var að sækja hana í afmælisveislu hjá bekkjarsystur sinni og þar sem ég stend og bíð í forstofunni heyri ég hana tala við konu inni í eldhúsinu... "ert þú með barn í maganum?" spyr hún. "Nei" svarar konan, "nú... mér finnst þú vera svo feit!" Vandræðalegur hlátur barst úr eldhúsinu og ég sussaði á krakkann með því að nefna hana með millinafninu. Mamma afmælisbarnsins brosti til mín og sagði að svona hrykki nú bara stundum upp úr krökkunum.

Ég vissi að þessi dagur myndi koma, að dóttir mín segði svona við einhvern eða byðist til að toga í ljósbláan spotta hjá einhverri konu í sundi eða þar fram eftir götunum. Allt þetta vandræðalega sem krakkar gera í sakleysi sínu. Ég sem er yfirleitt stolt af því hvað hún er frökk og ófeimin fannst þetta svolítið langt gengið yfir strikið í hreinskilni hjá henni og reyndi sem ég gat á heimleiðinni að fá hana til að skilja að fólki sárnaði að vera kallað feitt. Hún á örugglega erfitt með að skilja það því á hennar heimili er orðið "feitur" orðið hálfgert grínorð (sem á sér vissar ofáts- og óléttutengdar skýringar) og kannski einum of oft notað svo hún heyri.

eva_longoria_explains_why_she_definitely_looks_pregnant_main_1710.0.0.0x0.432x649

 

Eva fær að fylgja með þessu bloggi afþví að allir héldu að hún væri ólétt um daginn... afþví að hún var orðin svo "feit". 


Ótrúlegt en satt

Stundum legg ég hendurnar á magann og verð svolítið hissa hvað hann er stór, trúi því ekki að það sé lifandi manneskja inni í mér. Og mér er sama þótt það sé ómálga barn sem hefur ekki enn náð fullum þroska - það er svolítið geggjað fyrirbæri að geta geymt eitthvað lifandi, tilvonandi einstakling, inni í sér. Við erum að tala um veru sem gæti jafnvel lifað utan líkama míns núna ef svo bæri undir. Ég fríka stundum út þegar ég hugsa um þetta. Ég er með barn í maganum!

30-to-32-week-fetus pregnant


óvart afsögn og óvænt afsögn

Ég hef aldrei nennt að kafa djúpt ofan í pólitík framsóknarflokksins, eða annarra flokka ef út í það er farið. Ég las samt frétt um daginn sem sagði að þrír undanfarnir formenn Framsóknar hefðu sagt af sér þingmennsku og formennsku. Þar virðast þeir vera að axla ábyrgð á gengi flokksins í pólitík og eflaust einhverju fleira. Einnig sagði einhver gaur sem sendi óvart tölvupóst af sér um daginn og þar áður Björn Ingi en það var reyndar vegna einhverra borgarmála eða fatakaupa eða margumtalaðs "baklands".

En hvað um það, eru það bara Framsóknarmenn sem segja af sér? Eru framsóknarmenn einu stjórnmálamennirnir sem taka ábyrgð og afleiðingum gjörða sinna eða eru þeir bara þeir einu sem eru að klúðra svo svakalega að það réttlæti afsagnir? Eru Framsóknarmenn ábyrgu mennirnir eða klúðrararnir?

Svo var góður punktur aftan á Fréttablaðinu í morgun - menn virðast meira til í að segja af sér fyrir flokkinn sinn en fólkið í landinu - virðist nokkuð vera til í því.

c_documents_and_settings_aoa_my_documents_my_pictures_framsoknarkindin


mbl.is Ekkert kallar á afsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskastundir

Það er svo magnað að vera ég í dag. 

Hér sat ég við skrifborðið mitt í vinnunni og var að hugsa um það hvort ég kæmist í sjúkraþjálfun því kallinn ætlaði að taka bílinn um hádegi til að fara í verslunarleiðangur. Hringir þá ekki sjúkraþjálfarinn og biður mig að koma fyrr, málinu reddað og ég þurfti ekkert að gera.

Ég var líka að velta því fyrir mér hvort ég ætti að tíma að kaupa Silfursafn Páls Óskars handa dóttur minni og hvernig ég gæti fengið diskinn áritaðann án þess að hún vissi því hún dýrkar Pallann næstum jafn mikið og mamma sín. Kemur ekki bara Páll Óskar í vinnuna til mín og færir mér diskinn á silfurfati (pardon the pun), áritaði hann til lilla Magga og var bara mega hress.  

Í þakklætisskyni langar mig að hvetja ykkur öll til að mæta í Skífuna í Kringlunni kl. 15:00 í dag, kaupa Silfursafnið og fá það áritað hjá Diskódrengnum okkar. Hann mun líka taka nokkur vel valin lög í leiðinni. Áfram Palli!

image

 


Óskipulag og ómótmæli

Einhverjir halda því fram að loksins séu að koma fram alvöru mótmæli á Íslandi, eggjagrýtingar, bónusfánar og rauð málning séu til marks um það.  

Þá fyrst skal ég samþykkja það að íslendingar kunni að mótmæla þegar þeir vita hverju þeir eru að mótmæla, sameinast um það hverju þeir eru að mótmæla, mótmæla á vitrænan og málefnalegan hátt og komi sér saman um bæði stað  og stund til að mótmæla á.2002-02-20%20Feb%20Lynch%20mob%20and%20Hollingworth%20550

Það hefst ekkert upp úr svona skrílslátum nema andúð annarra málefnalegra mótmælenda á þeim sem þau stunda, sem verður til þess að slíkt fólk neitar að koma og mótmæla því það vill ekki láta tengja sig við skríl. Mótmæli verða að hafa markmið, stefnu og tilgang og þau mótmæli sem hafa verið undanfarið einkennast af óskipulagi, stefnuleysi og tilgangsleysi. Þau eiga sér varla upphaf né endi og engin skýr markmið eða kröfur settar fram heldur allir með sitt hvort: "burt með krónuna", "burt með Davíð", "kosningar strax", "búú á auðmennina", "nýja stjórn", "ný lög" ble ble ble. Mótmæli eru ekki dægradvöl fyrir framhaldsskólanema sem nenna ekki að mæta í tíma, við erum að tala um alvöru mál. Ég er ekkert hissa á því að Íslendingar séu reiðir og ég er sjálf orðin þreytt á að fá ekkert að vita... að ekkert gerist... að engar alvöru fréttir berist. Ég ætla samt ekki að láta það bitna á eigum annarra og ekki á mínum eigin eigum (Alþingishúsinu). Tek undir orð Davíðs Þórs í pistli í fréttablaðinu þar sem hann sagði að við ættum ekki að láta reiðina gera okkur að fíflum (í lauslegri endursögn). 

Ef við fáum ekki upplýsingar og eigum ekki að leita að sökudólgum þá getum við amk. mótmælt skorti á upplýsingaflæði og svörum frá ráðamönnum, það er það eina sem er á hreinu þessa stundina.  

AngryMobFunRun_1280


mbl.is Valhöll í baði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólæti

Í fréttunum um daginn var viðtal við einhverja spænska námsmenn sem sögðust ekki skilja af hverju Íslendingar væru svona rólegir yfir ástandinu, heima hjá þeim myndi fólk brenna bíla og vera með almennar óeirðir á svona tímum.

Þá spyr maður sig... hvers værum við bættari með slíkri hegðun? Eyðileggja bíla - bíla hverra? saklausra borgara! Brjóta rúður, þótt þær væru í Alþingishúsinu? Við eigum þetta Alþingishús, hvers peningar fara í að borga þessar rúður? Ólæti eru ekki líkleg til árangurs og í eðli sínu er slík hegðun fáránleg í ljósi þess að hún hefur sjaldan ef einhvern tíma skilað nokkru nema særindum og eftirsjá. 

 

Það eru samt búin að vera ólæti inni í mér í dag. Litli kútur er búinn að vera með gríðarleg ólæti og gekk meira að segja svo langt að teygja úr sér með þvílíku offorsi að ég sárfann til. Það er í takt við hausinn á mér sem er búinn að ganga á með þvílíkum ólátum í dag. Það eru að brjótast um í mér erfiðar ákvarðanir, ákvarðanir sem ég er nánast hrædd við að taka en eru að valda mér vanlíðan, kvíða og hugarangri svo ég verð að taka þær. Mikið er gott að eiga trúnaðarmann á slíkum stundum, segi ekki meir.


Órómantísk en rosa dugleg

Helgin var tekin með trompi þar sem ástmaðurinn átti svolítið lærdómsfrí á laugardaginn. Ég fékk að ráða hvað við gerðum og eins órómantískt og það hljómar þá heimtaði ég að við myndum taka til í svefnherberginu. Ákvörðunin skal þó útskýrð í ljósi þess að hreiðurþörfin er að grípa mig heljartökum og herbergið síður en svo tilbúið fyrir komu krógans. Okkur áskotnaðist forláta skenkur fyrir þó nokkrum vikum og þá var alls konar "horndrasli" (drasli sem setið hafði úti í horni) sópað að rúminu mín megin til að koma skenknum fyrir undir súðinni, m.a. voru trékassar með rykföllnum bókum og gamla Kolster-sjónvarpið sem fylgt hefur fjölskyldunni í meira en 20 ár. Laugardagurinn fór því í það að þurrka af, raða í skenkinn og sleppa tökunum á dótinu. Ég sleppti auðveldlega tökunum á ensku kiljunum sem söfnuðust upp á háskólaárunum en kolsterinn var ekki jafn auðveldur og ég skildi við hann með miklum söknuði. Þetta fór allt í sorpu svo áhugasamir ættu að drífa sig í Góða Hirðinn að ná sér í unaðsgóðan Kollster í lit.

Ofan á alla órómantíkina reif ég niður rauðbleiku rúllugardínurnar sem hangið hafa uppi í svefnherberginu frá því að við keyptum íbúðina (fylgdu með). Ég krafðist þess, hvað sem allri kreppu og hækkunum liði, að við færum í IKEA og keyptum nýjar. Sagðist ekki ætla að þola þessa viðurstyggð mínútunni lengur. Nú er gardínulaust í herberginu svo áhugasamir ættur að komast að því hvar ég á heima og horfa á mig afklæðast áður en nýju gardínurnar hengja sig upp. (gerist það ekki annars sjálfkrafa?)

mban2109l


Ótrúlegt en satt

Það er nánast sama hvað hefur bjátað á í lífinu mínu síðan ég kynntist æðri mætti, ef ég bið um aðstoð þá fæ ég hana því hann vinnur aðallega í gegnum annað fólk. Í dag fékk ég að kynnast því enn og aftur að það er verið að hugsa um mig. Hveitikím virðist vera uppselt á landinu og ég hafði ætlað að leita að því fyrir hádegi en það var svo brjálað að gera í vinnunni að ég komst ekki í það og hádegismaturinn virtist ætla að breytast í eitthvað hveitikímslaust leiðindadæmi (og það er ekkert svo mikið pláss í mallakút upp á síðkastið). Þá hringdi engillinn minn í mig og sagðist vera á leiðinni í heimsókn og svo kom hún með fullan pakka af hveitikími handa mér enda vissi hún að heimilið mitt væri hveitikímslaust.

Það eru svona lítil atriði sem sannfæra mig alltaf betur og betur um það að minn æðri máttur sé stanslaust að hugsa um mig og hjálpa mér í lífinu, og þegar það gerist í gegnum fólkið sem ég elska er það bara enn betra.

Og já, ég á sögur af svona hjálp sem snúast ekki um mat en fráhaldið er það mikilvægasta í lífi mínu í dag og þess vegna tala ég svona mikið um það sem hjálpar mér að vera á þeim stað, og það er góður matur og hveitikím.

angel27

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það voru bara til mega dramatískar eða mega væmnar englamyndir á google svo ég valdi þá allra væmnustu, hún á samt vel við. Kannski ég þurfi að leyfa sjálfri mér að vera svolítið væmin stundum.


Næsta síða »

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband