Færsluflokkur: Lífstíll
Nú verður maður bara að fara að skrifa e-meil og tala saman í gegnum Skype eða msn. Svo kemur í ljós að netbylgjurnar frá router-unum eru skaðlegar og þá slökkvum við á netinu eða tengjum okkur í gegnum gömlu, góðu símalínuna. Svo nennum við því ekki lengur því það er svo hægfara og það endar bara með því að við þurfum að fara að hitta fólk eða tala í GSMS* heima hjá okkur við sérstakt símaborð. Ég hlakka bara til, það verður svona álíka kósý og í rafmagnsleysinu hér í vinnunni í dag, allir að rotta sig eitthvað saman og hygge sig, kertaljós og kaffi úr pressukönnu.
*GSMS = Gamall sími með snúru
Farsímar hættulegri en reykingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 31.3.2008 | 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Finally - maður sem skilur hvað konan sín gengur í gegnum mánaðarlega!
Rosalega er þetta samt skrítið - vera með allar karlmannsgræjurnar en samt legið og dótaríið enn í gangi? Ég er ekki alveg að kaupa þetta. Tíðahringnum er stjórnað af hormónum og ef kona er að reyna að verða karlmaður hlýtur hún/hann að rugla öllu því batteríi ef æxlunarfærin eru skilin eftir. Til að kikka því öllu gang aftur og fara í einhverja framleiðslu hlýtur maðurinn því að verða kona aftur um stund, fá brjóstin, blæðingarnar og allan þann djass.
"Elskan, ég er komin framyfir"
"Í alvörunni elskan? ... ég líka!!"
eða
"Heyrðu John, eigum við að fara í sund"
"Nei ég er á túr"
Þungaður karlmaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 29.3.2008 | 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eyddi megninu af morgninum í það að fræðasast um fiska sem ekki er hægt að veiða hér á norðurslóðum, þeir heita nöfnum eins og tilapia, silver pomfret og pangasus. Merkilegastur þótti mér þó fiskur sem kallast yellow walking catfish en hann getur "gengið" á land og andað að sér súrefni (úr andrúmsloftinu). Þessi fiskur étur allt og étur hratt og er svo skæð plága fyrir fiskræktendur í Flórída að þeir þurfa að girða fyrir tjarnirnar sínar svo fiskurinn komist ekki þangað.
Hér sést einn hress á röltinu, örugglega á leiðinni í næstu tjörn að hitta kellingar og fá sér að éta.
Þeir eru svolítið eins og ég var þessir fiskar. Rölta á milli, éta allt sem fyrir verður og éta það hratt!!
Lífstíll | 27.3.2008 | 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er í ótrúlega skemmtilegri vinnu þar sem eitthvað nýtt og spennandi gerist á næstum hverjum degi. Hugsanlega er það bara ég sem finnst þetta spennandi, kannski myndi enginn nenna að hlusta á sögur úr vinnunni minni og hvað kokkarnir elduðu í dag og hvað þessi auglýsandi bað um að við myndum gera og um textana sem ég las eða um textana sem ég skrifaði, en mér finnst þetta æði. Rétt í þessu var samstarfskona mín að sýna mér danskt matarblað þar sem hugmynd úr Gestgjafanum er svo greinilega notuð, og við skríktum af kátínu yfir því að okkar blað hafi komið fram með hugmynd sem síðan er notuð í stóru matarblaði í Danmörku og á kannski eftir að dreifast víðar. Ekki amalegt að vera fyrstur til að gera eitthvað á litla Íslandi.
Páskarnir búnir... þetta voru u.þ.b. ópáskalegustu páskar ævi minnar. Sendi dótturina í fóstur og svo vorum við kallinn að vinna og læra allt páskafríið, nema á páskadag, þá tókum við okkur svolítið famelíufrí og heimsóttum dótturina í fóstrið hjá tengdó og eyddum deginum þar sem var mjög notalegt.
Talandi um dótturina... hún er fimm ára að verða fimmtán, kann að telja nánast villulaust upp í 100, þekkir alla stafina og getur lesið einföld orð, reimar skóna sína sjálf og fær lög á heilann heilu klukkutímana (móður sinni oft til mikillar armæðu). Í dag er hún að fara í 5 ára skoðun og ég get varla á mér heilli tekið að vera ekki það foreldri sem fer með hana í skoðunina. Pabbinn hlýtur þann heiður í dag. Ég man þegar ég fór með hana í 3 ára skoðunina. Hjúkkan var ein sú fúlasta í bransanum og virtist ekki hafa neinn áhuga á því að vita hvað stelpan kunni heldur eingöngu hvað hún kunni ekki. Á þessum tíma kunni hún að telja upp í 20 en var ný búin að finna upp einhvern brandara með pabba sínum þar sem þau slepptu alltaf 4 úr og það ruglaði hana og hjúkkan leit á mig með hneykslunaraugum og sagði "þið verðið að æfa þetta", svo var eitthvað fleira í þessum dúr, ungi sem var önd eða öfugt og hvað á maður að gera þegar maður er þreyttur "vakna" sagði dóttirin - sem er vissulega rökrétt svar þar sem við erum alltaf svo ferlega þreyttar á morgnana! En hjúkkunni stökk ekki bros, ekki einu sinni þegar dóttirin spurði hana hvort hún væri læknir, og mér fannst eins og ég væri í skoðun en ekki stelpan mín.
Í dag veit ég auðvitað að kannski var þessi skoðun alls ekkert svona, kannski var hjúkkan rosa ánægð og bara ég sem einblíndi á það sem miður fór. Heimurinn er nefnilega bara 10% það sem gerist og 90% það sem ég upplifi og held um það sem gerist.
Lífstíll | 26.3.2008 | 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferrari einokar fremstu rásröð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 22.3.2008 | 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mér finnst eins og Ríkissjónvarpið sýni kvikmyndir alltaf í ákveðnum kippum, stundum er það augljóst eins og t.d. þegar þeir sýna allar Matrix-myndirnar í röð en stundum eru þetta algjörlega ólíkar myndir, bara sömu leikarar. Í gær horfði ég t.d. á Wimbledon og Matchstick men, önnur með sæta breska Paul Bettany og Kirsten Dunst og hin með Nicholas Cage. Daginn áður voru einmitt þrjár myndir með þessum sömu leikurum sýndar; National Treasure með Cage, A Knights Tale með Bettany og Spiderman 2 með Dunst. Allir þrír leikararnir tvo daga í röð. Tilviljun?
Og páskarnir - vá hvað þetta eru ópáskalegustu páskar sem ég hef upplifað. Kallin að læra, ég að þýða og Margrét í pössun. Ekki eitt einasta páskaskraut sjáanlegt ef frá eru talin tvö páskaegg uppi á ísskáp, annað handa kallinum og hitt handa stelpunni. Svo er tíkin mín lasin, liggur bara og vælir þegar hún þarf að pissa og þá þarf að hjálpa henni á fætur og fara með hana út, svo sefur hún þess á milli. Gamla er nú orðin 13 1/2 árs svo það er kannski ekki skrítið að það styttist í endalokin hjá henni.
Þetta eru páskar númer 2 í fráhaldi hjá mér og mér finnst svo skrítið að ég man nánast ekkert frá páskunum í fyrra, ég held að ég hafi verið fyrir norðan, ég held að kallinn hafi verið á sjó en þótt líf mitt lægi við þá gæti ég ekki sagt frá því hvað ég gerði. Líklega hef ég ekki gert neitt merkilegt. Skrítið hvað svona áttíðir breytast í hátíðir þegar maður er í fráhaldi. Maður fattar að allt þetta aukadót, machintossið, páskaeggin, kökurnar, maltið og appelsínið er bara aukaatriði og finnur að maður getur slakað á og verið í kringum þá sem manni þykir vænt um án þess að borða og án þess að finnast maður þurfa að borða. Eins og vinkona mín sagði við mig áðan, þegar maður tekur allt skrautið í burtu þá er páskadagur bara dagur og páskaegg bara súkkulaðistykki. Maður ÞARF ekki að fá sér eitt eða neitt frekar en hina dagana, ekkert nema þrjár vigtaðar og mældar máltíðir og þá er maður góður.
Þýðingin býður - Gleðilega páska!
Lífstíll | 22.3.2008 | 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Múhameð spámaður er á forsíðu Sögunnar allrar sem kemur út á morgun og teiknarinn er íslenskur og nýtur nafnleyndar. Ég, ásamt samstarfsfólki mínu, fékk tölvupóst í morgun þar sem beðið var upp að þeir sem þekktu stíleinkenni á myndunum héldu nafni teiknarans leyndu. Allt í góðu og ég skil vel að teiknarinn vilji vera óþekktur þrátt fyrir að myndin sé góð.
Það sem ég hef meiri áhyggjur af er léleg öryggisgæsla hér við húsakynni Birtíngs. Hvað ef einhver móðgaður Múhameðstrúarmaður ákveður að sprengja vinnustaðinn minn í hefndarskyni fyrir birtinguna?
Lífstíll | 18.3.2008 | 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég kann ekki við að heita "Guðrún Vaka" á netinu. Ekki af því að ég vil blogga nafnlaust, þeir sem vilja vita eiga auðvelt með að komast að því hver stendur á bak við nafnið Marilyn enda hefur það verið netsjálf mitt frá upphafi Internetsins, eða hér um bil, og aldrei verið neitt leyndarmál. Finnst bara eitthvað svo kjánalegt að horfa á nafnið mitt alltaf á skjá og kýs því að blogga og bara gera allt undir nafninu Marilyn á netinu. Þetta er samt ég - Guðrún... Vaka kennd við Helga sem hefur reyndar orðið uppspretta ótal skemmtilegra brandara, sérstaklega í barnaskóla og á meðan forlagið Vaka - Helgafell var enn til.
En já - þrjár færslur fyrsta daginn... ekki amalegt. Ég er greinilega í magnaðri tjáningarþörf þessa dagana.
Lífstíll | 17.3.2008 | 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldsneytisverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 17.3.2008 | 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég er búin að velta því fyrir svoooo lengi hvort ég ætti að byrja aftur að blogga og nú ákvað ég bara að láta verða af því. Ég veit ekkert hversu virkt þetta verður en ég finn hjá mér þörf til að allavega opna blogg og svo sé ég bara hvert þetta leiðir. Er búin að biðja nokkrar sætar um að gerast bloggvinir mínir og vona að ég verði samþykkt.
Fyrsta færslan er til heiðurs Ellu Siggu minni sem á afmæli í dag. Hún er búin að vera 29 ára í nokkur ár og verður það aftur í dag. Hún lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 26 samt en einu sinni leit hún út fyrir að vera 39, hún eldist aftur á bak s.s. Hún er fjölhæf móðir drengs og kattar og nú nýverið bættist kærasti inn á heimilið en það sem er mikilvægast af öllu er að hún vigtar og mælir matinn sinn og er almennt til friðs og hún nennir að tala við mig um allt og ekkert í marga klukkutíma þegar svo ber við.
Til hamingju með afmælið Ella mín - rock on with yo bad self!
Af mér er það að frétta að lífið er á hold þar til ég næ að klára að þýða kaflana sem ég tók að mér í stóru matreiðslubókinni sem kemur út um næstu jól. Tók að mér að þýða rúmlega 400.000 slög... og kann ekkert að útskýra það betur en það er allavega fjandans slatti.
Fyrsta bloggið komið að endapunktinum. punktur.
Lífstíll | 17.3.2008 | 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)