Færsluflokkur: Lífstíll
Það er nú alltaf stuð hérna og skemmtilegt fólk sem ég vinn með en herre Gud - það liggur við að ég geti talið mörkin á fagnaðarlátunum og vonbrigðastununum sem koma stundum inn á milli. Mikið er ég glöð að vinna á vinnustað þar sem er í lagi að vera í stuði, horfa á spennandi ólympíuleik og borða snakk og drekka bjór í boði starfsmannafélagsins. Gerist nú varla betra þó ég drekki hvorki snakk né borði bjór. Sama hvernig leikurinn fer (og þetta lítur vel út akkúrat þegar þetta er skrifað og klapplið hússins var að enda við að fagna) þá megum við vera stolt af frammistöðu Strákanna okkar í þessum leik og hey, við getum ekki endað neðar en í 4. sæti sem verður að teljast góður árangur.
Enn eitt fagnaðaröskrið... ég verð að fara og kíkja á "veggsjónvarpið" frammi.
UPPFÆRT: VÁVÁVÁ - ÞAÐ LIGGUR VIÐ AÐ ÉG SKRIFI ÞETTA Í CAPS EN ÉG ÆTLA NÚ SAMT AÐ SLÖKKVA Á ÞVÍ NÚNA. Við erum að ræða gull eða silfur á Ólapíuleikunum! Ég er í geðshræringu og fékk gæsahúð inn að hjarta við að sjá alla þessa gaura skæla bara máttlausa af gleði eftir leikinn. Fagnaðarlætin urði ekki minni hér þegar Óli forseti sagði að við ættum að halda þjóðhátíð það sem eftir lifði dags - já sei sei, veit ekki hversu langt umburðarlyndi yfirmannanna nær en það má láta reyna á það.
Hér má sjá Óla-píu á Ólapíuleikunum.
Ég er viss um að nuddið gerði gæfumuninn.
Áfram þjóðhátíð!
Íslendingar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 22.8.2008 | 13:15 (breytt kl. 14:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Óhræddir og fullir tilhlökkunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 22.8.2008 | 09:45 (breytt kl. 11:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lífstíll | 22.8.2008 | 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við skötuhjúin fórum með afsprengið okkar í viðtal til kennarans hennar í dag. Hún er að byrja í 5 ára bekk í Ísaksskóla eftir tæpa viku. Það verður vart hægt að segja annað en að barninu hafi gengið vel... kennarinn spjallaði við hana og var að skoða hvað hún kunni og hvar hún stæði og hrósaði henni sérstaklega fyrir að hafa getað talið hnökralaust upp að 20. Ég gaukaði því þá að honum að hún myndi telja upp í 100 eða meira fyrir hann ef hann nennti að hlusta á hana en ákvað að sleppa því að segja honum að hún gæti talið upp á 100 á ensku líka. Hann tékkaði ekkert á því hvort hún kynni stafina en þegar við gengum öll framhjá hurð þar sem stóð Sólbrekka heyrðist hún lesa "sól-brekk-aaaa" og ég sá að hann leit við og á stelpuna eins og hann trúði ekki alveg að hún hefði lesið af hurðinni.
Ég er endalaust montin af þessum dæmalausa fróðleiksþorsta stelpunnar minnar því ég þurfti ekki að troða þessu ofan í hana heldur hefur hún verið að pikka þetta upp smátt og smátt síðan hún var u.þ.b. 3 ára. En eftir að hafa séð við hverju er búist af 5 ára krökkum er ég svolítið á nálum... er ég búin að kynna hana fyrir of miklu of snemma? og gæti það komið niður á öðrum hæfileikum eins og t.d. félagsþroska eða hæfni til að fylgja leiðbeiningum.. hún á það nefnilega til að gleyma því að hún veit ekki allt og að hún er ekki "kennarinn". Ég var læs þegar ég fór í 0 bekk (6 ára bekk) og ég veit að kennarinn var frekar fúll og eiginlega skammaði bara mömmu fyrir að hafa kennt mér að lesa því blessuð konan vissi ekkert hvað hún átti að gera við mig fyrst ekki var hægt að kenna mér lestur. Ég vona að við lendum ekki í þess háttar veseni en ekki ætla ég að fara að neita barninu mínu um fróðleik þegar það biður um hann.
Ein mynd af snillanum í lokin:
Lífstíll | 21.8.2008 | 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hittast Aniston og Pitt á rauða dreglinum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 20.8.2008 | 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
að fá lottóvinning?
Það eru svo margir að tala um það að lottóvinningshafarnir hafi átt þetta skilið eða að peningarnir hafi farið á góðan stað - hver er ég að dæma um það? Ég kaupi stundum lottó en hef aldrei spáð í það almennilega hvort ég eigi það skilið að vinna stóra vinninginn, ég held ég myndi ekki kaupa miða ef ég héldi að ég ætti það ekki. Ef ég hefði unnið 65 milljónir hefði þá fólk út í bæ kannski farið að dæma um það hvort ég ætti það skilið eða hvort peningarnir væru að fara á góðan stað. Og ef ég hefði samþykkt að fara í viðtal - "par með eitt barn og annað á leiðinni vann stóra vinninginn. Hún vinnur sem blaðamaður og prófarkalesari en hann er í námi svo það má segja að vinningurinn hafi komið sér vel" - hefði þá fólk skoðað innbúið vandlega til að athuga hvort það væri rétt eða hvort ég væri örugglega nógu illa sett til að hægt væri að samgleðjast mér? Getum við bara samglaðst fólki sem hefur það verra en við til að byrja með?
og hvenær kemur lottóvinningur sér illa? "já - nei þetta kom sér afar illa, við vorum búin að skipuleggja okkur með mánaðarlaunin mín í huga plús lín lánin og svo vorum við búin að reikna þetta allt með fæðingarorlofinu og þessir peningar bara rugla öllu sísteminu hjá okkur". Ég held að jafnvel ríkasti maður Íslands myndi ekki segja að lottó vinningur kæmi sér illa.
Milljónamæringar í Fellunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 20.8.2008 | 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Komið haust í huga mínum og þá þarf ég nýtt lúkk. Er svona ægilega lukkuleg með þennan haustlega, appelsínugula. Verst að ég virðist ekki geta breikkað dálkinn sem textinn lendir í en það kemur kannski síðar.
Fyrsti dagurinn í vinnunni eftir sumarfrí og ég er að komast í gang. Í gang þýðir samt að ég er alveg að sofna eftir hádegi. Mér finnst eins og ég sé að byrja í skólanum - er með skóla-haust fíling í mér. En það er víst kallinn sem er að byrja í skólanum og stelpan mín er að byrja í skólanum... litla barnið er að fara í skóla... reyndar í 5 ára bekk en mér er sama, hún er að fara í skóla og við erum að fara að hitta kennarann hennar á miðvikudaginn. Skrítið hvað ég varð allt í einu fullorðin.
Lífstíll | 18.8.2008 | 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Neytti fíkniefna á almannafæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 18.8.2008 | 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vann tæpar 66 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 17.8.2008 | 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
... og þær eru að drepa mig. Man ekki eftir að hafa verið með svona mikla grindarverki á síðustu meðgöngu og ekki svona snemma. Reyndar er hellingur sem ég man ekki eftir að hafi gerst á síðustu meðgöngu sem er að gerast núna. Bæði var ég ekki með fullri meðvitund síðast og auðvitað er líkaminn minn og mataræðið allt öðruvísi núna svo ég er að upplifa þetta á alveg nýjan hátt.
Ég er líka að verða fyrir gríðarlegri líkamsímyndarkreppu í hausnum á mér og oftast finnst mér ég ekkert vera ólétt heldur bara orðin feit aftur. Maginn á mér lítur nánast eins út núna og þegar ég var yfir 100 kg og ekki ólétt, ok kannski er það ekkert rétt en ég upplifi hann þannig. Vigtin er líka að færast upp á við sem hjálpar ekki til og mér finnst eins og ég sé bara í nákvæmlega sömu holdum og síðast þegar ég varð ólétt þó það muni um 20-25 kg þar á.
Eitt gerðist um daginn sem ég man eftir að hafi gerst áður en hefur ekki gerst í mjög langan tíma og það minnti mig á hvernig ég var... ég var að þvo mér um hárið í sturtunni og rak þá magann í sjóðandi heit blöndunartækin. Þetta gerðist nokkrum sinnum á meðan ég var sem feitust en ég fattaði þarna að þetta hefur ekki gerst alveg heillengi og fékk þar með einhvers konar staðfestingu þess að líkaminn minn hefði breyst og væri að breytast aftur.
Segi bara við sjálfa mig á svipaðan hátt og leiðinlegu stelpurnar í Romy og Michelle´s High School Reunion: You´re not fat, you´re pregnant you halfwit.
Lífstíll | 17.8.2008 | 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)