Færsluflokkur: Lífstíll
Verð bara að skrifa annan blogg um matinn sem ég borðaði í kvöld. Meira og minna 100% skáldað upp úr sjálfri mér á staðnum og smakkaðist guðdómlega. Þetta var líka matur í sönnum krepputals-anda því hann var búinn til úr lambahjörtum sem voru á tilboði í Nóatúni á einhvern 200-300 kall.
Uppskriftin er komin á heimilisfræðina. Verði ykkur að góðu.
Lífstíll | 5.9.2008 | 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
sem er að ganga - og ekki í fyrsta skipti held ég. En alltaf svolítið skemmtilegt. Here goes...
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina
- Skúringakona á FSA
- Spyrill á Hagstofunni
- Sjoppukona í Bensínskála
- Prófarkalesari hjá Birtíngi
Fjórir staðir sem ég hef búið á...
- Hof í Hörgárdal, Eyjafirði
- Blikahólar 10 í Breiðholti
- Eyrarbakki (hef búið í mörgum húsum þar)
- Miðtún í Reykjavík
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á
- Fight Club
- Fifth Element
- Pulp Fiction
- Forrest Gump
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
- Desperate housewives
- House
- CSI- original og NY
- Lost
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
- Malmö
- Benidorm
- Spa í Belgíu
- Genf
Fjórar síður sem ég skoða daglega, fyrir utan blogg
- www.mbl.is
- www.ja.is
- www.perezhilton.com
- www.baggalutur.is
Fernt sem ég held upp á matarkyns
- Sykurlaus síróp frá Da Vinci
- Karrí
- Kjúklingur
- Grænmeti
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
- Harry Potter (allar)
- AA Bókin
- Falskur fugl
- Þjóðsögur Jóns Árnasonar
Ég klukka svo... :
Alla sem eru að lesa en hafa ekki enn verið klukkaðir einhvers staðar annars staðar og langar til að búa til svona lista!
Lífstíll | 5.9.2008 | 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
... felst meðal annars í að reyna að koma auga á svona villur og ég held að ég hafi staðið mig ágætlega hingað til, það hefur amk. enginn fengið múskateitrun eftir að hafa eldað upp úr Gestgjafanum að mér vitandi.
Ég er samt að spá í því samt hvar ábyrgð blaðsins sleppir og hvar heilbrigð skynsemi tekur við? Veit fólk ekki hvernig múskat er á bragðið eða fattar það amk. á meðan það er að mala 20 (!!!) múskathnetur í duft (sem hlýtur að taka svolítinn tíma) að það er ekki alveg að fíla þessa sterku lykt og mikla bragð?? Eða kannski að skyrpa fyrsta bitanum af kökunni út úr sér því hún hlýtur að hafa verið virkilega bragðvond? Örugglega hömlulausar ofætur sem fengu eitrunina... gátu ekki stoppað eftir einn bita.
Varð bumbult af múskati | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 30.8.2008 | 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vikukonur drápu mig næstum í gær. Ég er ekki að grínast, ég er viss um að ef það er hægt að deyja úr hlátri þá var ég ansi nálægt því í gær og önnur ritstýran er til vitnis um það í sínu bloggi - við erum að tala um að ég vældi úr hlátri, tárin láku, ég var komin með verk aftur í hnakka af áreynslu og gat ekki komið upp einu orði. Í nýjustu Vikunni er nefnilega ansi skemmtileg opna um söngtexta, bæði erlenda og íslenska, sem hafa misskilist, t.d. hið fræga "i´m a leather face" með Natalie Imbruglia en svo fullt af misskilningi sem ég hafði aldrei heyrt áður.
Fyndnast fannst mér samt þegar mér varð ljóst að ég var "sek" um massa-misskilning sjálf, textafríkið! Textinn er úr íslenska laginu Skólaball sem Björgin Halldórsson söng fyrir margt löngu og misskilningurinn varð um þetta leyti: "... og upp að ljósastaur sér hallaði og um ennið hélt" en ég söng alltaf "upp að ljósastaur sér hallaði ofurmennið ég" - stuttu seinna er annar misskilningur sem ég spáði mikið í en held ég hafi nú oftast sungið rétt "ég missti mig og til hennar gekk" en ekki "ég missteig mig og til hennar gekk".
Spurning hvort ég skrái mig í Singing Bee eftir að hafa orðið uppvís að svona rugli!
Lífstíll | 28.8.2008 | 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Steingeit: Viðskiptavinir, yfirmenn, fjölskyldumeðlimir - allir virðast þarfnast þín núna. Það er vegna þess að þú ert ofurhetja með skilningarvit skörp sem hnífur.
Svona hljómar stjörnuspáin mín í dag. Takk fyrir og eigið góðar stundir.
Lífstíll | 27.8.2008 | 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lúxusúr sem sýnir ekki hvað klukkan er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 27.8.2008 | 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
dansar brjálæðingur. Ég hef ekki fengið stundlegan frið fyrir spörkum í dag. Man ekki eftir að hafa fundið fyrir svona miklum tilfæringum inni í mér þegar ég gekk með dótturina, þá var fylgjudruslan framan á og dempaði allt. Núna er greinilega eitthvað annað uppi á teningnum því ég finn hverja einustu smáhreyfingu og snúninga og fékk eitt bylmingshögg í magann í dag líka. Það er stanslaust brölt í gangi og greinilega hress snáði að hafa það gott þarna.
Af mér er það annars að frétta að ég átti latann dag en fékk hingað sponsíu og við lásum saman í bókinni okkar góðu. Ég las reyndar svo mikið að ég fékk í hálsinn og er ekki enn búin að ná mér - sem er undarlegt í ljósi þess að ég tala almennt mjög mikið, svo ég held að ég sé barasta að verða lasin. Já og ég ánetjaðist bubbles á leikjanetinu - gjörsamlega ávanabindandi andskoti!
Lífstíll | 25.8.2008 | 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sameinaðir stöndum vér og sundraðir föllum vér... Gettópíurnar vita þetta, handboltalandsliðið veit þetta.
Hvernig er það annars... er FF (Félag framhaldsskólanema) ekki til lengur eða var því sundrað í þessi tvö? Ég er sko fyrrverandi fulltrúi VMA í FF og það voru bara fín samtök þar sem rjómi framhaldsskólanema kom saman og ræddi m.a. um Gettu betur, Söngkeppni framhaldsskólanema ofl. Ég reyndi m.a. að koma því í gegn að það mætti syngja á öðrum tungumálum en íslensku þar sem verið væri að dæma söng en ekki lagaval en tillaga mín hlaut afar dræmar undirtektir.
Yfirlýsing frá hagsmunasamtökum nemenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 23.8.2008 | 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þessi taska er sögð vera það næsta frá LV en ekki trúa öllu sem þið lesið. Hér er í raun um hálfgerðan gjörning að ræða en þessi hunda-taska er hönnuð af Meryl Smith og The Honey Space og hún er ekki partur af nýrri línu LV heldur er verið að sýna fram á fáránleika þess að hafa hunda sem fylgihluti.
Lífstíll | 23.8.2008 | 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er mín örugglega að leita að bílastæði nálægt háskólanum, tilbúin í Sollu Stirðu-regnstakk og í rauðum Latabæjarbol (var ekki hægt að splæsa í annan lit en í fyrra?). Hún ætlar að hlaupa kílómetrann með pabba sínum og horfa svo á skemmtiatriðin.
Í fyrra fórum við líka með hana og ég týndi henni... fann hana loksins í tjaldi fyrir týnda krakka þar sem hún sat í góðu yfirlæti með einhverjum skemmtilegum starfsmanni sem var búinn að gefa henni alls kyns dót í boði Glitnis - svo það margborgar sig að týna krökkunum á Háskólatúninu á MenningarDAG.
Latabæjarhlaupið hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 23.8.2008 | 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)